Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 60

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 60
Frá fræðslu- og menningarmálanefnd: Ályktun um fræðsiu- og menningarmál Víðtæk þekking almennings á öllum þáttum þjóðfélagsins er grundvöllur heilbrigðs samfélags. I nútíma þjóðfélagi er vitneskjan um réttindi og skyld- ur nauðsyn og í raun óaðskiljanlegur þáttur virks lýðræðis. Verkalýðssamtökunum ber skylda til að beita áhrifum sínum til að efla menntun og þekkingu verkafólks á sem flestum sviðum. Afl verkalýðs- hreyfingarinnar byggist ekki síst á þekkingu og meðvitund félagsmanna og virkni þeirra. Á undanförnum árum hafa verkalýðssamtökin náð ýmsu fram á sviði fræðslu- og menningarmála. Skal þar nefnt fræðslustarfið í Félagsmálaskóla alþýðu, trúnaðarmannanámskeiðin og sérstök verkefni og námskeið, sem MFA hefur skipulagt í samráði við verkalýðsfélögin. Gott starf hefur einnig verið unnið í Listasafni ASI, sem haldið hefur fjölmargar sýningar á undan- förnum árum. Þá skal minnt á að endurvakinn hefur verið kór innan verka- lýðshreyfingarinnar, kór MFA og fleiri kórar hafa tekið ril starfa í tengslum við stéttarfélög. Er þess vænst, að það starf skili sér í þróttmiklu tónlistarlífi innan verkalýðshreyfingarinnar á næstu árum. Sögusafnið er komið vel á legg og ber að leggja áherslu á að efla það sem mest á komandi árum. Ljóst er, að mikil breyting hefur orðið á möguleikum launafólks til frí- stundaiðkana á síðustu árum. Talsverð samkeppni ríkir í þjóðfélaginu um frístundir almennings. Á því sviði hefur verkalýðshreyfingin orðið undir í baráttunni um athygli launafólks. Hér er vettvangur fyrir verkalýðsfélögin og MFA, þar sem þessir aðilar gætu boðið upp á eftirsóknarverða kosti í frí- stundaverkefnum. Sérstök ástæða er til að minna á aldraða, sem eru að hverfa af vinnumarkaði eftir erfiðan starfsdag. Brýna nauðsyn ber til að taka upp umræðu um starfsmenntun og fullorð- insfræðslu innan verkalýðshreyfingarinnar og í framhaldi af því að ákveða aðgerðir í þessu efni, m. a. á grundvelli stefnuyfirlýsingar Alþýðusambands- ins. Sífellt aukin þörf er fyrir verkmenntun, endurmenntun og fullorðins- fræðslu meðal félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar. I samvinnu við lands- sambönd og félög innan ASÍ þarf að móta kröfur varðandi starfsmenntun á sem flestum sviðum atvinnulífsins og leita eftir samningum við atvinnurek- endur og ríkisvald um fyrirkomulag slíkrar fræðslu. Tryggja verður það grundvallaratriði að verkafólk fái fullnægjandi tekjur meðan á námi stendur. Þingið minnir á mikilvægi vinnuverndar og hvetur til þess að unnið verði dyggilega á því sviði. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.