Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 62

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 62
— Að MFA efli sérstaklega fræðslu ætlaða eldra fólki um réttindi þess og hagsmunamál. — Að MFA gefi heimavinnandi húsmæðrum kost á fræðslu um atvinnu- lífið, kaup og kjör, með tilliti til kvenna sem haida út á vinnumarkaðinn, eftir lengri eða skemmri fjarveru. — Að MFA beiti sér áfram fyrir lista- og skemmtidagskrám í orlofsbyggð- um verkalýðsfélaganna í samvinnu við stjórnir byggðanna. — Að MFA efli enn frekar samvinnu sína við fræðslusamtök verkalýðs- hreyfingarinnar í öðrum löndum. í þessu sambandi ber að leggja áherslu á þátttöku félagsmanna verkalýðsfélaganna í norrænum námskeiðum og erlendum verkalýðsmálaskólum. Má þar nefna Norræna MFA-skólann og Genfar-skólann. — Að MFA leiti eftir samstarfi við norrænu fræðslusamtökin um sameigin- lega útgáfu á hvers kyns fræðslu- og upplýsingaefni fyrir almenning um tölvutæknina og félagsleg og heilsufarsleg áhrif hennar auk annars efnis á sviði vinnuverndar. Skal miðstjórn ASÍ og MFA tryggja nægilegt fé til að gera þetta mögulegt. — Að MFA gefi félagsmönnum verkalýðsfélaganna kost á kynnisferðum til annarra landa undir heitinu „Að ferðast og fræðast" í samvinnu við ferðskrifstofuna Samvinnuferðir-Landsýn. — Að MFA, sem einn eignaraðili Bréfaskólans, endurnýi og auki það náms- efni er varðar verkalýðshreyfinguna og efli kynningu skólans meðal fé- lagsmanna verkalýðshreyfingarinnar og hvetji þá til að nýta sér það kennsluefni, sem skólinn býður. Tillaga um skipan nefndar um launað námsfrí fyrir verkafólk 35. þing Alþýðusambands íslands samþykkir að fela miðstjórn að kjósa þriggja manna nefnd, sem geri tillögu um stefnu ASI varðandi rétt verka- fólks til að sækja námskeið og aðra fræðslu án skerðingar launa. Nefndin skal skila áliti til miðstjórnar eigi síðar en 1. október 1985. Greinargerð Á liðnum árum hefur þörf verkafólks fyrir fræðslu af ýmsu tagi aukist. Á það ekki síst við um fræðslu er snertir störf þess, auk fræðslu um réttindi sín, skyldur og félagsmál verkalýðssamtakanna. Ein hindrun þess að fræðsla af þessu tagi geti verið jafn öflug og nauðsyn krefur, er að verkafólk á ekki 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.