Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 63
rétt á því að hverfa frá vinnu vegna náms nema að afar takmörkuðu leyti.
Því síður getur fólk af fjárhagsástæðum leyft sér að hverfa frá vinnu kaup-
laust í þeim tilgangi að afla sér þekkingar og menntunar.
Á þessu er þörf breytinga, þannig að réttindi launafólks í þessu sambandi
verði tryggð. í því efni er nauðsynlegt að kanna mörg atriði. Þar á meðal
með hvaða hætti slík réttindi eru í öðrum löndum, hvort tengja skuli slík
réttindi starfstíma fólks, hvort fræðslusjóður launafólks, sem myndaður verði
með framlagi launafólks og atvinnurekenda sé heppileg leið, svo nokkur
atriði séu nefnd, sem nefndin athugi og móti tillögur um. I slíkri stefnu-
mótun þarf ennfremur að koma fram hvaða leiðir séu líklegastar til þess að
settu marki í þessu efni verði náð.
Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til miðstjórnar ASÍ eigi
síðan er 1. október 1985. Þannig er unnt að taka tillögur nefndarinnar til
umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sambandsstjórnar ASI fyrir árslok 1985.
Ályktun um félagsmálaskólann
Fjöldi félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar hefur farið á mis við stað-
góða menntun. Með rekstri Félagsmálaskólans hefur tekist að bæta hér nokk-
uð úr og fagnar 35. þingið þeim árangri sem náðst hefur með starfi skólans
frá því síðasta þing sambandsins var haldið. Þingið telur rétt að halda áfram
starfi skólans í svipuðu formi og verið hefur. Því til viðbótar leggur þingið
áherslu á eftirfarandi:
1.
Þingið álítur tímabært að verkalýðshreyfingin standi að uppbyggingu
fræðslu- og ráðstefnuseturs, þar sem Félagsmálaskólinn eignaðist um leið
varanlegt framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi sína. Skólinn hefur á undanförn-
um árum starfað í Ölfusborgum. Reynslan hefur sýnt að Ölfusborgir eru að
mörgu leyti heppilegur staður fyrir skólann. Ræður þar mestu hæfileg fjar-
lægð frá höfuðborgarsvæðinu og greiðar samgöngur við landið allt. Þingið
felur því stjórn MFA í samráði við miðstjórn að leita eftir samkomulagi við
rekstrarfélag Ölfusborga um afnot af landi undir skólahúsnæði. Náist sam-
komulag milli þessara aðila, felur þingið stjórn MFA og miðstjórn að hefja
nauðsynlegan undirbúning að byggingaframkvæmdum. Stefnt skal að því
að hefja starfrækslu í nýju húsnæði á næsta kjörtímabili, enda verði fjárhags-
legur grundvöllur tryggður.
61