Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 63

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 63
rétt á því að hverfa frá vinnu vegna náms nema að afar takmörkuðu leyti. Því síður getur fólk af fjárhagsástæðum leyft sér að hverfa frá vinnu kaup- laust í þeim tilgangi að afla sér þekkingar og menntunar. Á þessu er þörf breytinga, þannig að réttindi launafólks í þessu sambandi verði tryggð. í því efni er nauðsynlegt að kanna mörg atriði. Þar á meðal með hvaða hætti slík réttindi eru í öðrum löndum, hvort tengja skuli slík réttindi starfstíma fólks, hvort fræðslusjóður launafólks, sem myndaður verði með framlagi launafólks og atvinnurekenda sé heppileg leið, svo nokkur atriði séu nefnd, sem nefndin athugi og móti tillögur um. I slíkri stefnu- mótun þarf ennfremur að koma fram hvaða leiðir séu líklegastar til þess að settu marki í þessu efni verði náð. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til miðstjórnar ASÍ eigi síðan er 1. október 1985. Þannig er unnt að taka tillögur nefndarinnar til umfjöllunar og afgreiðslu á fundi sambandsstjórnar ASI fyrir árslok 1985. Ályktun um félagsmálaskólann Fjöldi félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar hefur farið á mis við stað- góða menntun. Með rekstri Félagsmálaskólans hefur tekist að bæta hér nokk- uð úr og fagnar 35. þingið þeim árangri sem náðst hefur með starfi skólans frá því síðasta þing sambandsins var haldið. Þingið telur rétt að halda áfram starfi skólans í svipuðu formi og verið hefur. Því til viðbótar leggur þingið áherslu á eftirfarandi: 1. Þingið álítur tímabært að verkalýðshreyfingin standi að uppbyggingu fræðslu- og ráðstefnuseturs, þar sem Félagsmálaskólinn eignaðist um leið varanlegt framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi sína. Skólinn hefur á undanförn- um árum starfað í Ölfusborgum. Reynslan hefur sýnt að Ölfusborgir eru að mörgu leyti heppilegur staður fyrir skólann. Ræður þar mestu hæfileg fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu og greiðar samgöngur við landið allt. Þingið felur því stjórn MFA í samráði við miðstjórn að leita eftir samkomulagi við rekstrarfélag Ölfusborga um afnot af landi undir skólahúsnæði. Náist sam- komulag milli þessara aðila, felur þingið stjórn MFA og miðstjórn að hefja nauðsynlegan undirbúning að byggingaframkvæmdum. Stefnt skal að því að hefja starfrækslu í nýju húsnæði á næsta kjörtímabili, enda verði fjárhags- legur grundvöllur tryggður. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.