Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 66
Næstu skref
Staða hreyfingarinnar í upplýsinga- og fjölmiðlun er ekki síður veik inná
við en útá við. I umræðum um þessi atriði þarf að huga að samskiptum mið-
stjórnar ASÍ gagnvart landssamböndum og verkalýðsfélögum og hvernig efla
megi innbyrðis tengsl.
íslenskir fjölmiðlar einkennast oft af þröngsýnni handleiðslu stjórnmála-
flokka, sem hver um sig færir raunveruleikann í þær umbúðir, sem best
henta stundarhagsmunum hans á hverjum tíma.
Stórátak þarf því að gera í upplýsinga- og fjölmiðlun hreyfingarinnar og
til undirbúnings þess starfs þarf að gera framkvæmdaáætlun. Því samþykkir
35 þing ASÍ eftirfarandi:
1. Þingið felur miðstjórn ASÍ og stjórn MFA að skipa 5 manna nefnd er
móti tillögur um ný vinnubrögð í upplýsinga- og fjölmiðlun. Nefndin
taki til athugunar meðal annars eftirfarandi þætti:
- Hvort mögulegt sé að tengja fréttabréf félaga og landssambanda auk
Vinnunnar við áætlanir um upplýsinga- og fjölmiðlun hreyfingarinnar.
- Hvort unnt sé að koma á fót kennslu í fjölmiðlunarfræðum í samráði
við Félagsmálaskólann og MFA.
- Með hvaða hætti verkalýðshreyfingin geti nýtt sér myndbönd í gerð
kynningar- og fræðsluefnis um verkalýðshreyfinguna og þau mál, sem
hún hefur fengið framgengt.
- Hvernig verkalýðshreyfingin bregðist við ef af breytingum á útvarps-
lögum verður.
- Hvernig heppilegast sé fyrir verkalýðshreyfinguna að standa að verki
ef hún kýs að koma upplýsingum frá sér í gegnum ríkisfjölmiðlana:
útvarp og sjónvarp.
- Hvernig best sé að standa að verki ef verkalýðshreyfingin viil koma
sjónarmiðum sínum á framfæri í dagblöðunum.
- Hvort æskilegt sé, að verkalýðshreyfingin standi fyrir stofnun fjöl-
miðlafyrirtækis eða verði aðili einhvers þeirra fjölmiðlafyrirtækja, sem
þegar starfa.
- Hvernig megi gera fræðsluefni úr garði, sem ætlað er grunnskólum og
framhaldsskólum og fjalli um verkalýðshreyfinguna og baráttumál
hennar.
- Dægurmálafundir um til dæmis húsnæðis- og neytendamál verði til
umfjöllunar í nefndinni til þess að kanna með hvaða hætti megi tengja
þá upplýsinga- og fjölmiðlun hreyfingarinnar.
64