Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 69

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 69
Dæmi munu vera um að lagaákvæðin og samkomulagið hafi ekki verið virt. Það er skylda verkalýðsfélaga, trúnaðarmanna verkafólks og Vinnueftir- i-its ríkisins að gæta þess stranglega að lagaákvæði og reglur um hvíldartíma og frídaga séu í heiðri höfð til verndar gegn óhóflegu vinnuálagi. 35. þing Alþýðusambands Islands samþykkir að beina því til væntanlegrar miðstjórnar ASÍ, stjórna sérsambanda og stjórna allra verkalýðsfélaga að efla og herða áróður, fræðslu og starf fyrir heilsusamlegu og öruggu starfsum- hverfi. Stefnt verði að því að MFA og ASI ráði sem fyrst starfskraft sem vinni sérstaklega að fræðslu- og leiðbeiningum varðandi umbætur á aðbúnaði, holl- ustuháttum og öryggi á vinnustöðum verkafólks. Ennfremur telur þingið rétt að framhald verði á erindrekstri af hálfu ASÍ um vinnuverndarmál og að miðstjórn skipi starfshóp, sem sinni vinnuvernd- armálum. Jafnframt verði haldið áfram að byggja upp samstarfsvettvang í fyrirtækj- unum með því að tilnefndir verði öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eða öryggisnefndir, sem geti leyst aðbúnaðar-, heilbrigðis- og öryggisvandamál innan vinnustaðanna sjálfra og Vinnueftirlitinu verði gert kleift að fastráða eftirlitsmenn á öllum eftiritssvæðum. Mál smærri fyrirtækja, þar sem vinna fáir eða jafnvel aðeins eigendur, fái sérstaka meðferð Vinnueftirlitsins. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 49/1980 skal endurskoða eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku, þ. e. fyrir árslok 1985. í því sambandi telur þingið að endurskoðuð verði ákvæði er snerta ör- yggistrúnaðarmenn, öryggisnefndir og öryggisverði. Einkum verði tekið til athugunar í því efni hvort svæðistrúnaðarmenn henti bemr í þeim starfs- greinum þar sem vinnustaðir eru smáir og verkafólk stansar stutt. Stefna ber að því að svæðistrúnaðarmenn séu starfsmenn verkalýðsfélaga og landssam- banda en launaðir af Vinnueftirliti ríkisins. Ljóst er að atvinnurekendur vilja draga úr áhrifum og gildi laganna. 35. þing ASÍ felur væntanlegri miðstjórn sambandsins að gæta þess við endur- skoðun þeirra, að réttindi og vernd, sem lögin veita verkafólki, verði ekki skert. 35. þing Alþýðusambands Islands mótmælir sérstaklega niðurskurði fjár- veitingavaldsins á fjárhags- og starfsáætlunum Vinnueftirlitsins undanfarin ar, sem samkomulag var um í stjórn þess og krefst þess að þegar samkomulag tekst í stjórn Vinnueftirlitsins um fjárhagsramma starfseminnar verði fjár- hagsáætlun ekki skert af fjárveitingavaldinu enda komi engar fjárveitingar úr ríkissjóði til starfsemi Vinnueftirlits ríkisins. 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.