Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Síða 78
Ýmsar stofnanir hafa verið settar á laggirnar til þess að mæta húsnæðis- og
dvalarþörfum aldraðra en mikið vantar upp á að það sá nægjanlegt. Mjög
mismunandi er að þessum stofnunum staðið. Víða hafa verið reist dvalar-
heimiii með einstaklings- og hjónaíbúðum, en nú síðustu árin hefur verið
hafist handa við byggingu smáhýsaíbúða.
Nauðsynlegt er að aldraðir eigi kost á að fá keyptar íbúðir við þjónustu-
miðstöðvar eða dvalarheimili aldraðra. Þó verður sérstaklega að gæta þess að
þeir sem betur mega sín peningalega útiloki ekki hina, sem hugsanlega þarfn-
ast þessarar þjónustu en lítil efni hafa.
Nokkur dæmi um starfsemi sem er í framkvæmd við þjónustu aldraðra:
1. A Akranesi er flutt í 10 þjónustuíbúðir og þjónusta er veitt frá Dvalar-
heimili aldraðra, sé þess óskað og eftir þörfum hvers og eins. Slíkar íbúðir
eru nú í byggingu víðar.
2. í Keflavík hefur bæjarfélagið beitt sér fyrir byggingu íbúða sem síðan eru
leigðar gegn mjög vægu gjaldi. Félagsaðstaða er fyrir hendi í sama húsi.
Gert er ráð fyrir að hver sjái um sig sjálfur að mestu leyti.
3. Ýmis frjáls félagasamtök láta ómælda þjónustu af hendi í þágu aldaðra,
svo sem starfrækja opið hús, þar sem aldraðir koma saman og ýmis
skemmtun er höfð í frammi. Standa fyrir spilakvöidum og tómstunda-
starfi ýmis konar. Ennfremur þjónustu við aldraða í heimahúsum, svo
sem að hirða og slá garða, fara í sendiferðir í verslanir og banka og aðrar
þj ónustustofnanir.
Allsherjarnefnd leggur til að eftirfarandi tillaga Asmundar Stefánssonar o. fl.
verði samþykkt:
35. þing ASÍ hvetur til þess að aðildarsamtökin taki þátt í fyrirhuguðu
átaki til þess að hrinda í framkvæmd byggingu hjúkrunar- og dagvistarheim-
ilis í Reykjavík í samræmi við þær hugmyndir, sem til umræðu hafa verið
í Oldrunarráði íslands. Þingið felur miðstjórn sambandsins að hafa forgöngu
um það mál gagnvart félögunum.
Einstakar ályktanir:
Ályktun um framkvæmdasjóð fatlaðra
Flutningsmað'ur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, sem tóku gildi 1. janúar 1984, skal
starfa Framkvæmdasjóður fatlaðra. Sjóðnum ber að standa straum af kostnaði
76