Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 19
15
stórhug’, frelsisþrá og framsækni ís-
lenzkrar æsku.
Þá minntist formaður á styrktarfé-
laga sambandsins. Samkvæmt lögum
sambandsins geta þeir orðið styrktar-
félagar þess, sem gjalda 10 krónur hið
minnsta í sjóð þess á ári og sambands-
stjórnin tekur gilda.
í ágúst 1930 hófst sambandsstjórnin
handa um söfnun styrktarfélaga. 1930
gerðust 105 menn styrktarfélagar sam-
fcandsins. Er einn þeirra, Árni Jóns-
son, kaupmaður, látinn, en flestir hinna
eru styrktarfélagar þess enn. 1931 bætt-
ust við 19 nýir styrktarfélagar. Árgjöld
styrktarfélaganna hafi verið megin-
hluti þess fjár, sem sambandsstjórnin
hefir haft til umráða, og verið starf-
semi sambandsins góður styrkur.
Þessi fyrsta stjórn sambandsins, sem
nú væri að skila af sér, hefði setið leng-
ur en til hafi verið ætlazt í upphafi.
Hún hafi verið kosin 1930 til árs, en
væri nú búin að sitja hátt á annað ár.
Stendur svo á því, að sambandsþing
ungra Sjálfstæðismanna, sem til var
boðað s. 1. vor, og átti að koma sam-
an 19. maí s. 1. var látið falla niður.
Sambandsstjórnin afturkallaði þing-
boðið í samráði við fulltrúaráð sam-