Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Síða 64

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Síða 64
58 Ungu blysberar! Berið því blysin djarft! Látið þau loga hátt! Látið þau lýsa vítt! Þá munu afturhaldsdraug- arnir hrynja niður í sínar grafir, og þá mun fólkið sjá, að þar sem þeir voru, og fóru, var ekki framsókn, heldur argasta afturhald. Ungir Sjálfstæðismenn! Oss er elds þörf í þessu landi. Vér þurfum eld sólar til þess að bræða ís og hjarn og breyta hölkni og hrjóstri þessa víðáttumikla og ónumda lands í gróðurlönd. Og vér þurfum eld sálar, blóðugan eldmóð æskunnar, sem aldrei deyr. Ungir Sjálfstæðismenn! Yður treysti eg til þess að varðveita þann eld. Ungir Sjálfstæðismenn lifi! Þeir lifi um allar aldir!“ Tók þingheimur allur undir orð for- seta með ferföldu húrra. Lýsti forseti þá yfir því, að 2. þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna væri slitið. Sungu þingmenn að skilnaði hið þróttmikla kvæði: ,,Táp og fjör og frískir menn“.

x

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1799

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.