Ský - 01.10.2001, Síða 9
FYRST & FREMST
FÓLK, BÍÓ, LEIKHÚS, TÓNLIST, ILMUR, UÓSMYNDIR, HRR, MRTUR, BÍLRR, NETIÐ, HÖNNUN
1
.“ TT7Z :
FYRSTU SKREFIN
Hún sýndi stjörnuleik í eina eftirminnilega kafla bíómyndarinnar
Villiljós, hún skilar með glans afar erfiðu hlutverki í leikritinu
Englabörn, sem Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir þessa dagana, og hún
leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Hafið, sem Baltasar Kormákur
hóf tökur á nú í haust. Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist frá Leik-
listarskóla Islands síðastliðið vor og það er svo sannarlega óhætt
að segja að leiklistarferill hennar fari glæsilega af stað.
„Það er skrítið en þegar ég var t skólanum var maður aldrei að spá
t hvað tæki við að honum loknum, það var meira spurning um að
njóta námsins og þess að vera í skólanum. En núna líður mér eigin-
lega eins og litlu lukkutrölli," segir leikkonan hógvær þegar hún er
spurð hvort hún hafi búist við að fá strax nóg að gera.
Eiginmaður Ntnu Daggar er Gtsli Örn Garðarsson, sem debúteraði
með stæl nú á dögunum í hlutverki Umba í Kristnihaldi undir Jökli.
Hvernig skyldi það vera þegar bæði hjónin eru leikarar? Flækir það
ekkert tilveruna?
„Nei, þvert á móti, það er eintóm hamingja og gleði. Auk þess
þekkjum við ekki neitt annað. Við vorum saman í bekk í Leiklistar-
skólanum og eftir útskrift voru mestu viðbrigðin að vera ekki með
honum allan daginn. En við eigum örugglega eftir að vinna töluvert
saman einhvers staðar aftur."
Handan við hornið bíða Ntnu Daggar svo ýmis verkefni. Til dæmis
mun hún leika titilhlutverkið t uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins á
Rauðhettu seinna í vetur og fyrir lok leikársins mega leikhúsunn-
endur búast við þvt að sjá hana á sviði Vesturports, en það er lítið
óháð leikhús sem hún og Gísli Örn stofnuðu ásamt ellefu félögum
stnum stðastliðið sumar. jk
Ljósrn: PÁLL STEFÁNSSON SKÝ 7