Ský - 01.10.2001, Side 10
FYRST £ FREMST
SHALimAF^
c
INDVERSKT
'EITINGAHÚS
HVERSDAGSKARRÍ
í Bretlandi ríkir sterk karrímenning. Sönn karlmennska
er oft sannreynd meö því aö hópast inn á indverskan
stað þegar pöþbarnir loka, panta sterkasta vindaloo
réttinn og slökkva eldinn með nokkrum ámum af volg-
um bjór. Bretar eru líka góöu vanir og gæöa sér á góðu,
ódýru og vel krydduðu karríi einu sinni eða tvisvar í
viku. í Austurstrætinu er nú hægt að nálgast sama hlut-
inn á hinum pínulitla en notalega Shalimar. Hjón frá
Pakistan reka staðinn og bjóða upp á úrval af réttum
dagsins eða sérréttum af matseðlinum. Hér er eldað af
innlifun og hráefni og krydd mætast af mikilli snilld. Af
klassískum réttum má nefna Tikka Masala-kjúkling,
Jhalfrezi-lambakjöt, Karahi-rækjur og Korma-kjúkling.
Eldhugar geta tekist á við Vindaloo-réttina sem koma
fullorðnum karlmönnum til að gráta. Allir réttir eru born-
irfram með pilau -hrísgrjónum, salati og raita (jógúrt og
gúrkusósu), og gómsætu, ekta, nýbökuöu naan brauði.
Að indverskum sið er kjörið að drekka heitt, svart kardi-
mommute með matnum, eða lassi sem er kælandi
jógúrtdrykkur, en gerið annars eins og Bretarnir og fáið
ykkur stóran og svalandi bjór. Þrátt fyrir smæðina er
Shalimar alltaf þétt settinn fólki að snæðingi undir
indverskum tónum við kertaljós. „Glæsilegur" er
kannski ekki rétta orðið til að lýsa Shalimar, en kósý
stemmningin klikkar aldrei. Og svo er auðvitað alltaf
hægt að taka matinn með heim. AMB
Shalimar, Austurstæti 4, 101 Reykjavík, sími 551 0292. Opinn mánud. - fimmtud. 11:30-
22:00, föstud.-laugard. 11:30-23 og sunnud. 17-22.
THE OTHERS Myndin gerist í lok seinni heimsstyrjald-
arinnar og segir frá Grace (Nicole Kidman) sem býr
ásamt tveimur sjúkum börnum sínum á afskekktum
herragar&i og bíður heimkomu eiginmannsins úr
bardaga. Vegna sjúkleikans er börnunum lífshættulegt
að verða fyrir sólargeislum og búa því við mjög
strangar húsreglur, þangað til Grace ræður þjóna inn á
heimilið. Þeir byrja stðan óvart að brjóta reglurnar með
óvæntum afleiðingum. Leikstjóri: Chile-búinn og
heitasti leikstjóri Spánverja, Alejandro Amenábar, sem
á m.a. að baki Abre los Ojos sem er væntanleg sem
endurggerðin Vanilla Sky með Cruise og Cruz. Orbsporib: Kalt vatn milli skinns
og hörunds. Óbærilega taugatrekkjandi draugasaga fyrir hugsandi fólk. Setur
bæði hjartað og heilabúið t gang. Nicole Kidman sýnir stórleik og er orðuð við
Óskarstilnefningu eða Golden Globe-verðlaunin.
AMERICA'S SWEETHEARTS Rómanttsk gaman-
mynd um kvikmyndastjörnuhjón (Catherine
Zeta-Jones og John Cusack) sem eru skilin að
skiptum en þurfa samt sem áður að sjást
saman til að kynna nýju myndina sem þau léku
t saman á meðan þau voru enn ástfangin.
Kynningarfulltrúi myndarinnar (Billy Crystal)
reynir örvæntingarfullur að láta sem þau eigi í
blússandi rómanttk, en bæði hafa fundið sér nýja elskhuga (Julia Roberts og
Hank Azaria). Leikstjóri: Joe Roth sem gerði m.a. spennumyndina While You
Were Sleeping og hina frábæru gamanmynd Bachelor Party, eina af fyrstu
myndum Tom Hanks. Orbsporib: Enn ein Öskubuskumyndin þar sem Julia
Roberts verður fegurst allra og eignast prinsinn í lokin. Fyndin á köflum, en laus
við allan neista. Forvitnilegast er að sjá Roberts leika feitabollu.
THE TRAINING DAY Myndin gerist á sólarhring
og segir af löggunni Jake Hoyt (Ethan Hawke)
sem reynir allt til að komast t álit hjá hinum
svala lögregluforingia Alonzo Harris (Denzel
Washington). Harris er lífsreyndur maður, kallar
ekki allt ömmu stna og er meira en viljugur að
láta lærisveininn hafa fyrir hlutunum. Jake fær
því t hendur æ geggjaðri hluti til að sanna sig.
Leikstjóri: Antoine Fuqua sem gerði Hong Kong slagsmálamyndina The
Replacement Killers. Orbsporib: Þokkalegasta löggumynd um annað en bara
löggu og bófa. Boðskapurinn snýst meira um úr hverju manneskjan er sköpuð,
hversu mikið hún þolir. Denzel sýnir afbragðsleik t óvenjulegu hlutverki sínu sem
skúrkurinn.
HARRY POTTER Ævintýramynd sem börn á
öllum aldri hafa beðið eftir. Munaðarleysinginn
Harry Potter (Daniel Radcliffe) hefur búið
fyrstu ttu ár ævi sinnar undir stiganum hjá
vondu frænku og frænda. Dag einn kemur til
hans risi og býður Harry að ganga f Hogwarts-
galdraskólann, sem og hann þiggur. Þar kemst
hann að þvt að veröldin er full af töfrum og
fantasíum og finnur þar með tilgang Iffs stns. Leikstjóri: Kaninn Chris Columbus
sem gerði báðar Home Alone-myndirnar, Nine Months og Mrs. Doubtfire.
Orbsporib: Myndin hefur yfir sér gotneskt yfirbragð með skuggalegum skúma-
skotum og læstum dyrum sem geyma hrekki og óvæntar uppákomur.
Sannkallað ævintýri og spenna sem grfpur alla.
8 SKÝ Ljósmynd: Páll Stefánsson