Ský - 01.10.2001, Page 12
FYRST 6. FREM5T = MENNING
ÞÚ YNDISLEGA BORG
Sautján Ijósmyndarar. Sautján ólíkar
Reykjavíkurborgir. Sjötíu svipmyndir úr lífi
stórborgar. Það sem einum þykir fallegt
þykir öðrum Ijótt. Og svo öfugt. Allir unna
þeir henni litlu, stóru Reykjavík með sínu
iðandi llfi og Esjunni sem vaktar
höfuðstaðinn eins og umhyggjusöm móðir.
Borgin hefur löngum verið Ijóðskáldum,
rithöfundum og listmálurum hugleikin en á
samsýningunni Reykjavík samtímans er
borgin viðfangsefni margra af fremstu Ijós-
myndurum Tslensks samtíma. Hvaða augum
líta Ijósmyndararnir borgina á nýju árþús-
undi? Hvaða einkenni borgarinnar má greina
í myndum þeirra? Og hvað segja myndirnar
um hug þeirra til Reykjavíkur? Allt mjög
spennandi. Frumleg sjónarhorn, borgarbúar
á hlaupum í dagsins amstri, litadýrð og
gráar götur í töfraljóma. Reykjavíkurmyndirnar
munu án efa opna augu sýningargesta og
minna þá á að ganga teinréttir með augun
opin næst þegar þeir etja kappi við íslenskt
veðurfar og hversdagsleikann. Að uppgötva
borgina upp á nýtt, þá sömu og þeir töldu
sig þekkja til hlítar. Ekki síst opnar sýningin
augu almennings fyrir þeirri grósku sem er í
Ijósmyndun á íslandi um þessar mundir og
þeim fjölda góðra Ijósmyndara sem landið á.
Hægt er að fullyrða að það er langt síðan
jafnbreiður hópur Ijósmyndara hefur komið
saman til að sýna verk sín og hugðarefni,
myndefni sem þeir fá sjaldan tækifæri til að
kynna fyrir almenningi.
Þessa Reykjavíkurmynd á Sigríður Kr. Birnudóttir, en meðal annarra Ijósmyndara sem eiga myndir af Reykjavík eru Bára Kristinsdóttir, Einar Falur, Brian Sweeney,
Ragnar Axetsson, llmur Stefánsdóttir, Páll Stefánsson og Spessi. Reykjavík samtímans opnar 3. nóvember í Grófarsal Grófarhússins, Tryggvagötu 15 í Reykjavík.
LEIKHÚ5
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? Talið eitt af bestu leikverkum siðustu aldar og var frumflutt á Broadway í New York 1962. Kvikmynd eftir verkinu, með Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum, var frumsýnd árið 1966 og varð gifurlega vinsæl. Verkið er eftir Edward Albee og segir frá Mörthu og George sem bjóða ungum hjónum i „eftirpartý" við upphaf háskólaárs. Eftir því sem líður á nóttina verður Ijóst að hér er ekki um neitt venjulegt heimboð að ræða. Magnþrungið verk um grimmileg átök. Leikendur: Pálmi Gestsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Inga Maria Valdimarsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. FJANDMAÐUR FÓLKSINS Kraftmikið, áleitið og hápólitlskt verk eftir Henrik Ibsen. Læknirinn Tómas Stockmann stendur einn gegn samfélaginu þegar hann gerir uppgötvun sem setur væntanlegar stórframkvæmdir bæjarins I uppnám. Hvers virði er sannleikurinn gegn auðsóttum gróða? Hversu langt erum við tilbúin til að ganga I baráttunni fyrir réttlæti? Hvenær eru hagsmunir samfélagsins mikil- vægari en tjáningafrelsið? Leikendur: Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Ellasdóttir og Björn Ingi Hilmarsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins.
BEÐIÐ EFTIR GODOT Eitt merkasta leikverk síðustu aldar, eftir Nóbelsskáldið Samuel Beckett. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn á tímum guðleysis og trúarþarfar. Vladimir og Estragon bíða eftir Godot. Þeir myndu gera sér tákn eða skilaboð að góðu. Þeir hafa orð á þvl að hengja sig en hafa ekkert reipi viö höndina. Þeir ákveða að skilja en einmanaleikinn er þeim um megn. Svo þeir bíða. Og rífast, gráta og syngja. Og bfða. Það gerist ekkert. Og svo gerist ekkert aftur. Leikendur: Benedikt Erlingsson, Hilmir Snær Guðnason, Björn Ingi Hilmarsson og Halldór Gylfason. Leikstjóri: Peter Engkvist. Sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. DAUÐADANSINN Dauðadansinn er einn frægasti hjónabandsharmleikur allra tlma. Hann lýsir lífi hjóna sem eru löngu hætt að elskast, halda slfellt áfram að kvelja hvort annað en geta þó ekki skilið. T leiknum gera þau hvort um sig örvæntingar- fulla tilraun til að brjótast út úr þeim vítahring sem llf þeirra er komið I, en slíkar tilraunir eru dæmdar til að mistakast; eitthvert afl þeim sterkara bindur þau saman. Leikfélag Reykjavíkur og Strindberghópurinn vinna saman að þessu verki August Strindbergs. Leikendur: Erlingur Gíslason, Helga Jónsdóttir og Sigurður Karlsson. Leikstjórl: Inga Bjarnason. Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins.
10 SKÝ