Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 14

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 14
FYRST & FREM5T = BJORN BRYNJULFUR HVAÐ ER LANGT SIÐAN ... Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Brynjúlfur Björnsson er nátengdur tryggasta fjölskylduvini heimilanna, sjónvarpsskjánum. Auk þess að framleiða framúrskarandi sjónvarps- auglýsingar og sjónvarpsþætti muna margir eftir Birni brillera í fréttaget- raunaþætti Sjónvarpsins „Þetta helst". Hann svarar hér af trú- mennsku nokkrum álitaspurningum. E ... þú söngst í baði? Sennilega er nokkuð langt síðan því ég hef alveg látið það vera í þessu lífi. ... þú skarst þig síðast við rakstur? Nákvæmlega 28 tímar. ... þú tókst upp puttaling? Ég er nokkuð iðinn við að taka upp puttalinga vegna þess að ég ferðaðist sjálfur töluvert á puttanum um Evrópu á mínum ungdómsárum. Hins vegar er mitt barnalán svo mikið að ég hef ekki alltaf pláss fyrir gesti. ... þér hlotnaðist ástarbréf? Ég fæ öðru hverju ástarbréf frá minni góðu konu - þökk sé tölvupóstinum. ... þú fékkst synjun á debet/kreditkortið? Þessi spenna er því miður horfin úr mínu lífi, aðallega vegna tilkomu netbanka sem gera manni kleift að fylgjast með eigin fjáraustri af óhugnanlegri nákvæmni. ... þú fékkst ósk þína uppfyllta? Á hverjum morgni þegar ég vakna og geri mér grein fyrir að ég er enn í liðinu. Það er mín heitasta ósk að fá að spila meö enn um sinn. Mér finnst leikurinn skemmtilegur og þótt maður tapi einum og einum þá vinnast miklu fleiri. Og ekki skemmir fyrir þegar manni tekst að skora. ... þú píndir ofan í þig vondan mat af kurteisisástæðum? Ekki man ég það svo gjörla. ... þú áttir samskipti við lögregluna? Sannast sagna á ég töluverð samskipti við lögregluna þessa dagana vegna ýmissa alvarlegra glæpa. Ég hugsa að ég sé kominn í hóp góðkunningja þar á bæ. Þessi samskipti snúast um sjónvarpsþættina Sönn íslensk sakamál sem við á Hugsjón erum að framleiða fyrir Sjónvarpið og sýndir verða eftir áramótin. ... þú komst illa fram við aðra manneskju? Þaö er ekki langt siðan ég skammaði yngri son minn heldur rausnarlega fýrir smávægilega yfirsjón. Ég hef síðan reynt að bæta fyrir brot mitt með afsökun- arbeiðni og bíóferð og ég held að við séum nú sáttir. ... þú steigst á vigtina? i Þaö er svona vika síðan. ... þú grést fyrir framan aðra manneskju? Það væri nú synd að segja að þessar spurningar snúist um lífsins gleðistundir. Nú. Grátmaður er ég ekki góður og mætti sjálfsagt taka mig á á því sviði. ... þú horfðir í aðra átt til að losna við að hitta á gamlan kunningja? Það eru helst gamlir skólabræður í rónastétt sem maður horfir i gegnum á götunum í Reykjavík. Það er lítið gaman að tala við karlagreyin, þeir eru orðnir heldur andlitlir af dugnaði sínum við drykkjuna. Raunar er staran orðin gagnkvæm með árunum - spírinn hefur þurrkað mig út. VEFSÍÐURNRR MÍNRR 5IUR ÚLFflRSDÓTTIR GULLDRDTTNING í 5PRETTHLRUPI KVENNR FYRIR FH www.tilveran.is Hin fullkomna afþreying ef manni leiðist eða rólegt er í vinnunni. Fullt af slúðri og skemmtilegheitum. www.eonline.com Ekta stelpuslúður um heitustu stjörnurnar. Mér finnst æði að skoða myndirnar af fræga fólkinu, sjá hverjir eru best og verst klæddir, og hverjir eru byrjaðir með hverjum eða þá að skilja. www.torg.is Ég leik mér oft á torginu, enda hálfgert völundarhús með spennandi leiðum yfir á aðrar frábærar vefslður eins og reykjavik.com og nulleinn.is. www.cnn.com Ég er haldin miklum frétta- þorsta og legg mig fram um að sjá hvernig horfurnar eru með heimsfriðinn og annað um víða veröld. Bestu og nýj- ustu fréttirnar finnur maður hjá CNN, en maður er heldur aldrei svikinn af þv! að fara inn á mbl.is. www.frjalsar.is Frjálsíþróttadeild FH heldur þessari síðu úti. Þangað fer ég oft til að ná mér í nýjustu fréttir, tékka á úrslitum, at- huga með æfingar og skoða myndir af FH-ingum og fleiri góðum. 12 SKÝ Ljósm. PÁLL STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.