Ský - 01.10.2001, Page 17

Ský - 01.10.2001, Page 17
En hvernig þekktirðu röddina mína aftur eftir aðeins eitt símtal fyrir fimm árum síðan? Nú, þetta er sama röddin og þú hafðir þá og er í eðli sínu mjög eftirminnileg. Ég gleymi ekki röddum enda eru þær ákaflega lýsandi. ónæði en ég ræð við. Stundum hef ég gaman af því, en það fer auðvitað eftir ónæðinu. Og já, ég hef eignast vini í gegnum ónæðið. Þannig að bækurnar hafa fært þér vini? Miklu frekar en óvini. Hvernig lýsir þá þín rödd þér? Nei, nei, ekki spyrja um þetta, ég gæti aldrei lýst sjálfri mér. Held ég færi nú alltaf flatt á því. Þótt ég þykist þekkja sjálfa mig manna best þá held ég að ég geri það í raun einna verst. Til hvers væri þetta þá iíka allt saman? Maður verður að koma sjálfum sér á óvart. Því minna sem maður veit þvl meíri spenna. En þú veist ýmislegt um draumráðningar? Ég er alls ekki góð i þeirri speki, hreint alls ekki. En vinir minir biðja mig stundum um ráðningu. Ég fékk einn sendan áðan; draum um að karlar væru úr smjörlíki og konur úr smjöri. Ég efast um að ég ráði við hann. Þú lítur svo andskoti vel út, Vigdís. Þú lítur líka andskoti vei út. Hvernig stendur á þessu geislandi útliti? Hvað borðarðu í morgun- mat? Ég borða alltaf það sama í morgunmat. Ég vakna oft svolítið þunglynd, en um leið og ég hef sett upp kaffið og ilmurinn fer að berast um hressist ég öll. Árbíturinn samanstendur af kaffi, ristuðu brauði og sígarettum. Einni eða tveimur? Mörgum. Ég hef reynt að hætta, en ekki tekist það. Það er sagt að sum skáld fái andagiftina eftir vínglas eða tvö. Er það þá rettan sem vinnur með þér? Já, við reykjum og skrifum saman, sígarettan og ég. Og ég hef ekki áhuga á að hætta að reykja Um hvað skrifarðu í Frá Ijósi til Ijóss'? Um ástina og söknuðinn, en á annan hátt en ég hef gert áður. Þó fýrst og fremst um draumana sem við búum okkur til og ferðina sem við leggjum á okkur til að draumarnir rætist. Ég skrifaði bókina í Nýju Mexikó, en þangað fór ég til að elta draum ungs manns sem heillaðist af mynd af ókunnri konu og fór að leita hennar þegar hann varð eldri. Ég gekk í fótspor hans ef svo má segja og lærði um leið að lífið er ekkert án kær- leikans, ekki neitt. Sherlock Holmes? Já, kannski. Þú hefur sagt mér að þú sért sjálf í öllum bókunum þínum. Já, maður kemst ekki hjá því. Það er ekki endalaust hægt að fela sig bak við það að höfundurinn sé hvergi nálægur I bókunum sínum, að staða hans sé yfirnáttúruleg og hann hvergi. Hann er þarna alltaf á sveimi og oftar meira en minna. Maður er í því sem maður gerir. Annað er einfaldlega ekki satt. í nýju bókinni minni leynist ég afar viða. Bókin er um söknuð. Hvers saknar þú alltaf mest? Ég sakna alltaf mömmu. Það er svo einkennilegt að þótt hún fari bara burtu í viku þá líður mér ekki eins vel og þegar hún er heima. Ég verð hálftóm- leg og eirðarlaus og fagna því ákaft þegar hún kemur aftur. Hún er kjölfesta mín í lífinu og minn besti kennari. Ég vil reyndar hafa mitt fólk á sínum stað. Mitt fólk á að vera rétt hjá mér. Þetta segir kannski mest um ihaldssemi mína og frekju. ÞAÐ ER ALLT í EINUM DEGI Fyrir skömmu sá ég mann skokka á Ijósastaur þegar skáldkonunni Vigdísi Grímsdóttur. Fyrir utan augljósan einhverja áþreifanlega dulúð. í nýjustu bók sinni, Frá ófyrirsjáanlega. Flún veit meira en við hin. Fyrir tæpum og Vigdís á setningum í bjarma jólasería yfir kaffi og s han Ijósi tvö m n sneri sig úr hálsliðnum við að stara á eftir jokka og yfirbragð hefðardömu hefur Vigdís yfir sér i til Ijóss, ræðst hún enda á drauma og það júsund dögum skiptust Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ákökum, á dögunum ræddu þær saman aftur. í dag, ég hef bara áhuga á einum degi í einu. Að lifa daginn í dag, Það er málið. Hefurðu einhvern tíma lesið setningar og óskað þess að þær væru þínar? Já, margoft, ótrúlega oft, mörgum sinnum á dag, sem beturfer. Gefurðu þá skít í morgundaginn? Nei, nei, en ég hef bara einn dag i einu til umráða og það er alveg nóg, alveg nógu gaman. Það er nefnilega allt í einum degi. Allt lífið, upphaf og endir. Maður getur bæði verið dauðfeginn og ofsaglaður þegar maður sofnar eftir sæmi- lega vel lukkaðan dag. Kannski hefur líka þá þegar allt gerst en möguleiki er alltaf á að nýr kafli taki við. Mér finnst ákveðin kúnst að hugsa svona um hvern dag. Þessi kúnst, eins og þú segir, býr í öllu lífi og er hverjum manni eðlileg. Stundum þarf bara að opna augun fyrir ævintýrunum. Þá hlýtur nú að vera frábært að vera rithöfundur og geta búið til sín eigin ævintýri milli níu og fimm? Örugglega eftirsóknarvert fyrir þá sem langar til þess. Sjálf þekki ég ekkert betra og veit heldur ekkert skemmtilegra en að skrifa. Það er dásamlegt að ráða sínum eigin vinnutíma, og þótt það tæki sinn tíma að venja sig af þvi að kenna (var nefnilega einu sinni kennari), sakna ég þess ekki að vinna frá níu til fimm. Núna hef ég nefnilega möguleika á að starfa allan sólarhringinn. Hugsaðu þér! Verðurðu fyrir ónæði vegna skrifa þinna? Ég verð ekki fyrir meira Áttu önnur áhugamál fyrir utan brennandi áhuga þinn á bókum og kvikmyndum? Ég hef mikinn áhuga á að hlusta á karaókí. Og eins að fara á staði þar sem fólk kemur beinlínis saman til að dansa, dansstaði, danshús. Það er svo yndislegt að sjá listamennina á gólfinu, dansguðina sem stýra konum eins og þeir séu með hljóðfæri í fanginu. Það er ótrúlega fallegt að horfa á fólk hverfa inn í dansinn eða sönginn og vita að ekkert annað skiptir máli. Karaókí. Er það ekki bara grín og glens? Nei, nei. Karaókí eru til dæmis trúarbrögð hjá Japönum og Kínverjum. Þeir koma margir hverjir beint af skrifstofunni af erfiðum samningafundum til að syngja frá sér streituna, syngja til sín gleðina. Og það er mjög alvarlegt mál. Það hefur verið sett ofan í við mig af kínverskum karaókísöngvara fyrir að vera of glöð. Hann leit hundakæti mína alvarlegum augum. Ég truflaði leið hans frá streitu til gleði en vissi það ekki sjálf. Enginn mun framar saka mig um að vanvirða karaókí. Aldrei í veröldinni. Tekurðu stundum lagið sjálf? Já, ég hef stöku sinnum valið mér karaókílög en ég syng þau ekki, heldur muldra bara og tuldra svona tuðandi í míkrófóninn. Og þá helst eitthvað með Presley. SKÝ 15

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.