Ský - 01.10.2001, Side 20
FYRST a FREMST = SKYNJUN
ILMURINN
Flestir eigum við karlmenn okkur einhverja lykt í glasi sem við
skvettum á okkurtil þess að ilma betur en venjulega. En tegundirn-
ar eru fjölmargar og misgóðar eftir því. Þess vegna fengum við til
liðs við okkur þrjár konur, þær Sigríði Arnardóttur, Mörtu Maríu og
Chloe Opheliu Gorbulew til þess að segja okkur álit sitt á þremur
mest seldu rakspírum landsins. ifv
ROCHAS-AGUA MAN ALFRED DUNHILL-DESIRE EMPORIO ARMANI-WHITE
Chloe - Dauö lykt.
Sigríöur - Hvað er nú þetta!
Marta María - Of kryddaður.
Chloe - Góður kvöldilmur
við fín tilefni.
Sigríöur - Frábær, ferskur.
Marta María - Of þungur,
yfirþyrmandi.
Chloe - Mjög friskandi og
góð lykt.
Sigríöur - Kvöld, frábær.
Marta María - Seiðandi.
SNOÐAÐ Á NEÐRI HÆÐINNI
1 mjúkri kvos við ávalar lendar mannslíkam-
ans rís villtur og ótaminn náttúruskógur. Fer
sínar eigin leiðir og þykir fagur. Eða þótti.
Tímarnir og tískan gera sífellt strangari kröf-
ur. Hver kannast ekki við tígul- og smára-
klippta runna? Eiffelturninn. Empire State.
Hrútsmerkið. Dollaratáknið eða íslenska
skjaldarmerkið? Þessi rakarasnið hafa und-
anfarin ár verið að sækja geyst á neðri hár-
vaxtarsvæði líkamans. Allt frá New York til
Kaupmannahafnar eru reknar af miklum
myndugleik rakara- og vaxstofur sem bjóða
heitustu línurnar fyrir skapa- ogtyppahár. Ég
veit ekki með mömmu eða ömmu, en ungt
fólk í dag vill hárin burt eða svo gott sem.
Eftir að kynlífsbylgja hins vestræna heims
tók völdin hafa skilaboðin í gegnum djúpblá-
ar hreyfimyndir og tímarit verið skýr: hárin
tamin eða burt! Á öllum betri snyrtistofum
Islands er boðið upp á litun og vax á nára og
börmum.
„Karlarnir raka sig reyndar ennþá sjálfir, en
straumur kvenna í vax á nára er stöðugur og
vaxandi,” segir Hanna Kristín Didriksen, eig-
andi Snyrtistofu Hönnu Kristínar í Reykjavík.
Hún segir herratískuna vera einskonar Brad
Pitt skegg rétt fyrir ofan liminn, þar sem rak-
að er frá nafla og niður að lífbeini, auk auðvit-
að punghára og bringuhára sem í dag þykja í
hæsta máta ógeðfelld. „Flestar konur af yngri
kynslóðinni kjósa að vera snoðaðar að neðan
eða í mesta lagi með örmjóa móhíkanarönd.
Það er gríðarstórt skref frá því fyrir fimm
árum þegar þótti dónalegt að taka meira en
sem svaraði sundbolsfari.”
En þótt naumhyggjan ráði ríkjum á neðri
hæðinni nú eru skilaboð morgundagsins farin
að berast hratt yfir hafið. Haft er fyrir satt að
fyrirsætur í nektartökum séu nú sendar rak-
leiðis heim hafi þær ekki í hávegum villtan
hárvöxtinn eins og Guð vildi hafa hann. þlg
Fyrir hvern?
Chloe - Vonandi engan.
Sigríöur - Lummó týpu.
Marta María - Smekklausan
lúða.
Fyrir hvern?
Chloe - Hvern sem er.
Sigríöur - Svört jakkaföt,
þroskaðan en ekki gamlan.
Marta María - Ferskan gaur.
Fyrir hvern?
Chloe - Jakkafataklædda
súkkulaðistrákinn.
Sigríöur - Útivistartýpuna,
ekki of feita þó.
Marta María - Jakkafata-
manninn með stffa bindið
í Chesterfield sófasettinu