Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 24

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 24
FYR5T & FREM5T = LÍTIÐ EITT HASSELBLAD ÁN ARSENIKS í byrjun september kom á markaðinn ný og endurbætt gerð af Hasselblad 903SWC myndavélinni, 905SWC. Reyndar hefur þessi vél verið nær óbreytt frá 1954 og jafn- vel þótt verkfræðingar hjá Carl Zeiss linsu- framleiðandanum hafi reynt með tölvu- útreikningum að bæta gæði 38mm Biogon linsunnar hefur það ekki tekist. En hvað er þá öðruvísi? Jú, nýja linsan hefur léttari fókus og slitsterkari lokara, en mesta muninn finnur þó starfsfólkið hjá Carl Zeiss, sem framleiðir linsurnar fyrir Hasselblad, en glerin á nýju linsunni eru án blýs og eiturefnisins arseniks. Arsenik er bráð- drepandi og þarf aðeins 0,006% af efninu í litlu magni af vökva til þess að drepa mann og annan. Hasselblad 905SWC er með fastri víðri linsu og er mest notuð í arkitektúr- myndatökur, landslag og portrettmyndir þar sem fólk og staður fara saman. Hasselblad 905SWC kostar tæplega 600.000, með axlaról, en myndavélin er með mekanískum lokara og án Ijósmælis svo að hún notar ekki rafhlöður. ps HIMNESK TÓNLIST Þótt leikritið Englabörn eigi tæplega eftir að marka djúp spor í sögu Islenskrar leikritunar er uppfærsla Hafnarfjarðarleikhússins af- bragðsgóð, hversu undarlegt sem það kann að hljóma. Leikritið er svo brútalt á köflum að það fer langt yfir strikið en frammistaða leikstjóra og annarra sem að sýningunni koma er til fyrirmyndar. Hæst risa einstak- lega fallegar tónsmíðar Jóhanns Jóhanns- sonar. Auk höfundarins ber strengjakvartett- inn Eþos hitann og þungann af flutningi tón- listarinnar sem má lýsa með orðunum ang- urvær og viðkvæmnisleg en það er ekki endilega eitthvað sem var að vænta frá hljómborðsleikara í rokksveitinni Ham sál- ugu. Jóhann hefur hins vegar verið víðförull á tónlistarsviðinu allt frá því að hann vakti fýrst athygli með hljómsveitinni Daisy Hill Puppy Farm á níunda áratugnum. Hann var meðal annars prímus mótor í Lhooq, sem David Bowie valdi til að hita upp fyrir sig á tónleikum í Laugardalshöll á sínum tíma, og einnig hefur hann samið tónlist fyrir heimild- armyndir og kvikmyndir, þar á meðal Corpus Camera, Óskabörn þjóðarinnar og Islenska drauminn. jk Tónlistin úr Englabörnum er fáanleg á samnefndum geisladiski i helstu hljómplötuverslunum landsins. SKOLLALEIKUR Þeir sem eiga leið um Zúrich ættu að nota tækifærið og koma við á hinum á nýstárlega veitingastað Blindekuh (Skollaleikur). Staöurinn er svo dimmur að maður sér ekki fram fyrir hendurnar á sér og ef maður þarf á salerniö þá er maður leiddur þangað af starfsmanni. Og hvernig rata þeir? Jú, allir starfsmenn staðarins eru blindir. Blindekuh, 148 Muhlebachstrasse, Ziirich, s.: +41 4215050 ORÐSKÝRINGAR BÍLASALANS Fáar stéttir eiga sér skrautlegra tungutak en bílasalar. Hér eru útskýrö fáein orð og setn- ingar sem gjarnan heyrast á bílasölum landsins en aðrir en innvígðir skilja tæpast. JK Kúla: Ein milljón króna. Tvær kúlur = tvær milljónir, o.s.fr.v.. Taka í braskus: Þegar bílasalinn sjálfur eign- ast bíl til að selja aftur og hagnast á. Þetta er blöðruskapur: Sagt um þá sem koma að prófa og skoða bíla sem þeir hafa ekki í hyggju að kaupa. Einhver sem á til dæmis alveg eins bíl og vill máta sinn viö þann sem er til sölu. Gjaldþrotagallinn: Kúnninn situr milli vonar og ótta með bilasalanum og bíður eftir svari frá einhverju bílalánafyrirtækinu. Þegar nei- kvætt svar berst og í Ijós kemur að viðkom- andi er á bleksvörtum lista allra lánastofn- ana, segja salarnir sín á milli: „Það er gall- inn,” og eiga þá við svokallaðan gjaldþrota- galla en fyrirmynd hans er appelsínugulur vinnufatnaður starfsmanna hreinsunardeild- ar Reykjavíkurborgar. Það er blakkari: Haft um nótulaus eða svört viðskipti. Er hann með smísser? Eða: Er hann með glussabraketti?: Sagt við forhertustu jeppa- karlana sem eru komnir með mjög svo upp- hækkaða og breytta bíla sína í sölu. Hvorugt fyrirbrigði ertil í alvörunni, en undantekning- arlaust vilja jeppamennirnir ekki viðurkenna vanþekkingu sína og svara: „Hann er með öllu.” 22 skv I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.