Ský - 01.10.2001, Síða 25
FYRST & FREMST = KYNNING
SKÖPUNARGLEÐIN FER í 1000 GRÁÐUR!
Guðrún Kristín býður fólk velkomiö í Keramik.
Rúmt ár er nú síðan „Keramik fyrir alla” var
opnað í hjarta miðbæjarins. Reykjavík var
þar með tryggður sess meðal heimsborga
því keramikstaðir hafa slegið i gegn í
Bandaríkjunum og breiðst út til Evrópu. Fólk
getur komið inn og málað gripi að eigin vali
og fengiö allt til þess: muni, liti og pensla.
Brennsla er innifalin i verði og ofn á staðnum.
Nú þarf fólk ekki að fara á sérstök námskeið
í mótun og málningu. ,,Þú þarft ekkert að
kunna,” segir Guðrún Kristín Sigurðardóttir
sem rekur Keramik fyrir alla. ,,Það eina sem
fólk þarf að hafa með sér er sköpunargleðin.”
Þeir hlutir sem koma úr ofninum hjá Guðrúnu
sýna að margir gesta eru listrænir, aðrir
frjálslegir í forminu, en allir ánægðir með
árangurinn. Það er eitthvað sem gerist
þegar sköpunargleðin fer í 1000° á Celsius!
Auðvelt og ódýrt
Keramik fyrir alla er á snoturri baklóð á
Laugavegi, í nágrenni við fatabúðir, gullsmiði
og kaffihúsin sem gera miðbæinn notalegan.
Inni blasir við úrval af munum sem biða
viöskiptavina: kaffikrúsir, bollar, matardiskar,
stór og vegleg föt, salatskálar og margt fleira.
Allt falleg ítölsk hönnun. Að auki getur að líta
skrautmuni og jólaföndur. Keramik fyrir alla
er þægileg vinnustofa með hlýlegum blæ,
hægt er að kaupa sér kaffi og köku, velja
sér hlut og byrja að mála strax. Litirnir eru T
úrvali á borðum og fjöldi af bókum og
mynstrum til skoðunar. Eftir örfáar mínútur
er gestur tekinn til við að mála og Guðrún
veitir persónulega ráðgjöf. Verðið ætti ekki
að standa í neinum: Hægt er að kaupa muni
sem kosta innan við þúsund krónur, og
glæsilegir gripir fást fyrir 2-3000 krónur. í
verði er allt innifalið: aðstaða, litir, penslar
og brennsla.
Hópar á kvöldin
Hópakvöld eru vinsæl. Saumaklúbbar,
starfsmannafélög og vinahópar panta eigin
kvöld. Óvissuferðir hafa endað í Keramik,
jafnvel gæsateiti. Á miðvikudagskvöldum er
,,opið hús” kl. 20 og þá geta hópar og
einstaklingar komið án bókunar.
Fjölskylduvæn skemmtun
Keramik býður fjölskylduvæna skemmtun,
það er ekki oft sem fjöskyldur gefa sér tíma
og gera eitthvað skapandi saman. Þeir sem
veröa alveg forfallnir í keramikinu fara á
námskeið á þriðjudagskvöldum.
Jólaösin aö hefjast
Jólatré með Ijósum, kertastjakar, vitringar,
jötur og skreytingar eru nú til taks því í hönd
fara annatímar við jólaundirbúning heimil-
anna.
Keramik fyrir alla: Opið mánud.-föstud. frá kl.ll-
18, laugardaga frá 13-17. Opið hús á miðvikudags-
kvöldum. Höpapantanir eftir samkomulagi. Sími:
552 2882, vefslóð: keramik.is Laugavegur 48b.
Góður
kostur
Útvegum bíla
um allan heim
Hringdu og pantaðu núna!
Frábær kjör á bílaleigubílum
Sími: 533 1090
Dugguvogur10
BILALEIGA AKUREYRAR
AVALLT FREMSTIR!
Bjóðum til leigu lúxusbíla, AUDIA6 og
MERCEDES BENZ E 240.
Hagstætt kynningarverð!
REYKJAVÍK, sími 568 6915
KEFLAVÍK, sími 425 0300
AKUREYRI, sími 461 3000
europcar@europcar.is - www.europcar.is
Fax: 533 1091 - E-mail: avis@avis.is
ÚTIBÚ UM LAND ALLT