Ský - 01.10.2001, Qupperneq 28

Ský - 01.10.2001, Qupperneq 28
FYRST K. FREMST = GOTURNRR I LIFI MINU sjálfum fundist stórfínt að éta ósaltaða ýsuna í hálft ár. Hafði ekki vit á öðru. Feðgar, búsettirí húsinu, leigðu mér þessa risíbúð, son- urinn sjötugur og pabbinn níræður, alltaf með páfagauk á hausnum. Sturtan var niðri í vaskahúsi kjallarans og þurfti ég að sveipa mig handklæði og spígspora eins og hæna úti á svellinu til að komast í bað. En þetta var sú langbesta sturta sem ég hef kynnst, með risa- stóran sturtuhaus og hressandi að hlaupa nakinn upp stigana. Quai de Valmy í París, Frakklandi (1987-1988) Nýkominn til Frakklands í myndlistarnám. íbúðin er í 10. hverfi, við Canal St. Martin og það var skipastigi beint fyrir framan gluggann. Það besta við íbúðina var útsýnið yfir prammana sem sigldu í skipa- skurðinum og traffíkin í stiganum. Á jarðhæðinni var júgóslavneskur matsölustaður sem hélt í mér lífinu á naumt skömmtuðum náms- laununum og seldi stóra skammta af lauk-og kartöflustöppu á vægu verði. Mér þótti franskast við íbúðina að blikkandi Ijósaskilti frá bak- aríinu sendi frönsku fánalitina inn um gluggana. Rue Vielle du Temple í París, Frakklandi (1988-1993) Sigurður Pálsson, skáld, gerði þessa götu ódauðlega ! Ijóðabókinni Ljóð vega menn, þar sem hann kallaði hana „þá gömlu frá Hofi“ eða Gömlu Hofsgötu. Mér þykir mjög vænt um þessa götu þar sem ég bjó í fimm ár. íbúðin var ekki nema þrjátíu fermetrar og nauðsynlegt að fara út til að skipta um skoðun. Munaði tuttugu sentimetrum á hæsta og lægsta punkti gólfsins. Þessi gata er í 4. hverfi eða í „Mýr- inni" sem er eitt þekktasta og líflegasta hverfi Parísar og mikil slag- æð. Ef ég ætti að mæla með einni götu í París til að sötra kaffi og skoða mannlífið við, þá er það þessi. Frægasta gyðingagata Parísar gengur inn í götuna og mannlífið einn suðupottur. I sex ár drakk ég morgunkaffið á Au Petit Fer á Cheval, eða Skeifubarnum, og geri enn sé ég staddur! París. Rue de Belfort í Sete, Frakklandi (1990) Sete er hálfgerður ævintýrabær niðri við Miðjarðarhaf, byggður upp eftir himinháum hól. I þrjá mánuði var ég með vinnustofu og bjó í ofsalega fallegu húsi efst á hólnum. Ein gata lá þvert í gegnum bæ- inn, upp og niður eftir hólnum. í miklum rigningum mynduðust stór- ir lækir og þurfti ég þá að opna fyrir þá í gegnum húsið þaðan sem þeir runnu niður götuna. Þarna leið mér ákaflega vel og ég eignað- ist góða vini. Neðst ! götunni er höfnin þar sem fiskmarkaður var haldinn daglega klukkan þrjú og rölti ég gjarnan þangað niður eftir og sótti mér ferskt sjávarfang sem ég grillaði í garðinum á kvöldin. Solitude utan við Stuttgart, Þýskalandi (1992-1993) Solitude er risastór höll sem búið er að breyta í vinnustofur og íbúð- ir fyrir listamenn. Eins og nafninu sæmir er dvölin þarna algjör ein- vera, eiginlega klausturlíf, vinna og rólegheit. Umhverfis höllina er heljarinnar skógur þar sem ég hljóp gjarnan meðal dádýra og íkorna. Stærsta völundarhús Evrópu var áður í þessum skógi, en hefur ekki verið haldið of vel við. Veitingahús var stuttan spöl frá höllinni og labbaði maður í gegnum skóginn til að fá sér snæðing. Oft var öllu erfiðara að rata heim í myrkrinu eftir fáein rauðvínsglös og því tók ferðin heim iðulega lengri tíma en á staðinn. Rue Madagascar í París, Frakklandi (1993-1998) 112. hverfi undi ég mér mjög vel! fimm ár. Gatan var ekkert merki- leg en á móti var kaffihúsið Chez Ida, eða Hjá Idu. í þessi fimm ár sá ég aldrei viðskiptavin þar inni, en þótt ég væri eini og tryggasti kúnninn fékk ég heldur aldrei neina sérstaka þjónustu eða þá afslátt hjá Idu. Húsnæðið mitt hafði áður hýst kjötkaupmann sem flutti inn pólskt hrossakjöt sem reyndist skemmt og gerði flesta Ibúa götunn- ar fárveika. Eftir það lifði engin kjötbisness í húsinu sem ég breytti T vinnustofu og Ibúð. Við hliðina var þvottahús þar sem þurrkararnir gengu allan daginn. Munaði oft sáralitlu að ég boraði ekki gat þang- að inn til að fá inn ylinn yfir til m!n, en það er rándýrt að kynda í Par- ís og málaði ég oftast með vettlinga á veturna. Sun Staga, Tajima í Asaka City í Tókýó, Japan (1995-1996) Ég var í sex mánuði í Japan og bjó í úthverfi Tókýó. Hverfið var dæmigert, bæði eyðilegt og stórborgarlegt í senn, sambland af þorpi og borg og öllu ægði saman. Húsið var eitt af þessum Ijótu plasthúsum sem Japanir eru búnir að byggja í massavís, bast á gólf- um og plast í hurðum. Jarðskjálftar voru daglegt brauð og vaknaði ég oft á hverri nóttu þegar húsið nötraði og skalf. Ég hjólaði á vinnu- stofuna í morgunsárið og horfði á fjallið Fuji frá brúnni á björtum dögum. í Japan er sú trú að sjái maður Fuji komi maður aftur. Fyrir utan gluggann blasti við stórt skilti með áletruninni „Think horne" og fór það rosalega í taugarnar á mér að geta ekki notið dvalarinnar T Japan án þess að vera neyddur til að hugsa heim. Rue Auger í París, Frakklandi (1998-2000) Ómerkileg gata, en fínasta vinnustofa, í dæmigerðu úthverfi Parísar. Það var ekkert þarna og kórónaði ömuriegheitin að það var bensín- stöð í götunni. En ég vann vel þarna, enda ekkert sem freistaði. Rue Norvins í París, Frakklandi (2000-2001) Efst uppi á Montmartre-hæðinni í 18. hverfi og rétt við Sacré-Cœur kirkjuna. Við götuna standa fegurstu hús Parísar, byggð á fýrri hluta síðustu aldar. Þarna býr allt fræga fólkið, helstu leikarar og söngvar- ar frönsku þjóðarinnar. Á kaffihúsi hverfisins, Chez Geraldine, mátti oft sjá þekkt andlit. Konan á efstu hæðinni átti kött sem þáði aldrei mjólk hjá mér, sama hvað ég reyndi. Trúlega hefur hann verið spenntari fyrir rauðvíni, ég athugaði það aldrei. En kattarfrúin hafði komið sér upp talíu og lét köttinn síga niður ! körfu vildi hann út. Kötturinn beið svo stilltur í körfunni eftir því að frúnni hentaði að draga hann upp aftur. Súóarvogur í Reykjavík (1999-?) Þetta er heima, eini fasti staðurinn í lífi mínu og hér líður mér vel. Ég keypti mér þetta húsnæði í árslok 1999 og innréttaði sem Ibúð og vinnustofu. Súðarvogurinn er líka ídeal gata. Hér er atvinnustarf- semi á daginn og allt á fullu, sem er fínt vinnuandrúmsioft og hent- ar mér vel. Svo dettur allt I dúnalogn á kvöldin og um helgar, mikið fuglalíf við ósana og magnaðar gönguleiðir í allar áttir. Útsýnið er stórkostlegt yfir Elliðaárdalinn og iðandi stórborgina. Meira að segja Ijótu blokkirnar í Breiðholtinu verða eins og rauðglóandi eyðimerkur- granít Arizona þegar kvöldsólin kyssir þær. Ég á líka ennþá mitt hverfiskaffihús, Vogakaffi, sem mætti alveg hafa franskt espressó á boðstólum. þlg Skiltiö umtalaöa fyrir utan gluggann í Tókýó. 26 SKÝ Ljósm. SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.