Ský - 01.10.2001, Síða 32

Ský - 01.10.2001, Síða 32
FYRST & FREM5T = HEIMURINN SÚ FJÖLMENNASTA I meira en fimm hundruö ár hefur Tókýó verið fjölmennasta borg veraldar, nú með tæplega 30 milljón íbúa. Tókýó hefur ekki einn miðbæ, heldur hefur hvert hverfi sinn kjarna og sln sérkenni. Ef maður ætlar sér að kaupa rafmagnshitað teppi, fartölvu, kaloríumæli, sem festur er á bumbuna, eða fjarstýrðan hrísgrjónasuðupott, fer maður I Akihabara-hverfið, eða „rafmagnsbæinn” þar sem eru saman komnar yfir 1.000 verslanir sem selja rafmagnsvörur. Og að viðskiptum loknum er fátt skemmtilegra en að setjast niður og horfa á skemmtilegt og fjölbreytt mannlífið sem þessi risastóra borg býður upp á. Það er hvergi skrautlegra en við Harajuku-lestarstöðina, þar sem ungling- ar borgarinnar hanga til að sýna sig og sjá aðra. Þar sér maður geishur, hjúkkur og Japani með afróhár, sem er vlst heitasta trendið I þessari frábæru borg. ps BEINN OG BREIÐUR VEGUR Lengsti óslitni vegur veraldar er Pan American Highway sem hlykkjast 24.140 kílómetra frá Fairbanks I Alaska suður til höfuðborgar Brasllíu, Braslllu. Bygging vegarins var ákveð- in I Buenos Aires árið 1896, en ekki var hafist handa fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar, eða 1924, og hefur vegurinn verið I smíðum allt frá þvl. Vegagerðinni er nú loks að Ijúka I frumskógum Norður-Kólumbíu, eftir 77 ára streð. Pan American Highway liggur um þrettán þjóðlönd. Hann er stystur I Hondúras, liggur hæst I Ekvador og lengsti spottinn er í Brasilíu, I gegnum laufþykkni suðurhluta Amasón-frumskógarins. PS HÁTT UPPI Skilgreiningin á skýjakljúfi er bygging sem nær upp I 90 metra hæð eða meira. í New York eru nú 584 byggingar sem ná þeirri hæð, Hong Kong er I öðru sæti með 493 stykki, Chicago I því þriðja með 226 skýja- klúfa og I fjórða sæti er Shanghai með 198 turna, þar á meðal er hæsti skýjakljúfur jarð- arinnar, Shanghai World, sem verður opnað- ur á næsta ári og ris 460 metra upp I him- ingrámann. Næsthæsta bygging heims er Petronas-turnarnir tveir I Kuala Lumpur, 8 metrum lægri. í fimmta sæti voru tvíbura- turnarnir World Trade Center I New York sem náðu 412 metra til himins fram til dagsins örlagarika 11. september. ps 30 SKÝ Ljösm. PÁLL STEFÁNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.