Ský - 01.10.2001, Síða 44

Ský - 01.10.2001, Síða 44
„Og ég er að tala um leikhús sem taka um og yfir eitt þúsund manns. í hverri borg sýnum við kannski fimm sýningar og á þessum fimm dögum koma því um sex þúsund manns að sjá okkur.” boðslega erfitt. Þetta var í fyrsta skipti í þrjú ár sem ég þurfti að bakka, maður var tekinn alveg í gegn. Ég var orðin vön að vera prímadonnan í flokknum en nú gat ég það ekki lengur. Þetta nám- skeið var mjög mikilvægt fyrir mig því ég fann að fólk tók mig alvar- lega, því fannst ég geta tekist á við dramatíska fagið í óperunni og það væri það eina sem ég ætti að gera.’’ Halla hafði ekki sungið á íslandi lengi vel þegar hún kom heim síð- astliðna þáska fyrir tilstuðlan Kristjáns Jóhannssonar og söng með honum fyrir troðfullu húsi á tónleikum á Akureyri. Halla er Kristjáni ákaflega þakklát fyrir að hafa kallað sig heim til íslands. „Það var alveg stórkostlegt að fá að syngja með honum. Þessir tónleikar voru mjög stórt dæmi fyrir mig því þarna var ég í fyrsta skipti að leyfa íslendingum að heyra í mér með þeirri rödd sem ég hef i dag.” Hvernig það kom til að Halla söng með Kristjáni á tónleikunum á Akureyri er gott dæmi um vinnusemi og ákveðni Höllu Margrétar. Hún gengur beint til verks. „Það var nú þannig að ég fór í áheyrnarprufu til Kristjáns. Hann hafði ekkert heyrt í mér i nokkur ár. Svo ég hringdi í hann og spurði hvort ég mætti ekki koma og syngja fyrir hann. Og Kristján er svo sætur og elskulegur - ég veit ekki hvernig hann fer að þessu, ég er ekki viss um að ef ég væri í hans sporum myndi ég nenna að hlusta á einhverja söngkonu, sem maður veit ekkert hvernig er. En hann hlustaði á mig og varð mjög hrifinn, sem varð mér aftur geysileg hvatning. Það var algjör vítamínsprauta að finna þessa trú frá manni sem er á toppnum og þekkir ekkert annað en að vinna með topp- fólki.” Halla segir að tónleikarnir á Akureyri og þær viðtökur sem hún fékk þar hafi skipt sig mjög miklu máli. „Þeir staðfestu eiginlega fyrir mér að ég á óvart svo marga á- heyrendur heima. Ég sá það fyrir þremur árum að það var til fullt af fólki sem langaði að heyra í mér. Ég var í stuttu stoppi og með litl- um fyrirvara voru settir á tónleikar í Skálholtskirkju með Skál- holtskórnum. Tónleikarnir voru ekkert auglýstir, ég held að það hafi aðeins birst lítil klausa í DV um að þeir stæðu fyrir dyrum, en þeg- ar til kom var Skálholtskirkja yfirfull." Og Halla lofar því að einhvern tíma á næstunni ætli hún að koma heim og halda veglega tónleika. Núna segist hún loksins hafa tfma til að undirbúa sig almennilega. En tónleikar á íslandi eru aðeins eitt af mörgu sem bíður Höllu. Það eru spennandi tímar framundan, hún er að byrja nýjan kafla á ferli sínum. „I mlnum huga gildir alveg það sama um þetta skref mitt og þeg- ar ég var að byrja með ðperettuflokknum. Þá var fólk að hræða mig og segja að það yrði svo erfitt að komast þar aö og það væri svo erfitt að halda álagið þar út. En ég trúi ekki öllu sem fólk segir. Ævintýrin gerast alltaf. Og maður á aö trúa því.” Jón Kaldal er ritstjóri Skýja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.