Ský - 01.10.2001, Qupperneq 48

Ský - 01.10.2001, Qupperneq 48
feitum börnum og þau beðin um að velja sér leikfélaga. Nær öll börnin kusu fatlaðan leikfélaga fram yfir þann feita. Þeim fannst feit- ir jafnaldrar sínir einfaldlega ógeðfelldir. Feit börn fá afar neikvæð viðbrögð frá umhverfinu og lenda í einelti vegna holdafars síns sem svo aftur ýtir undir félagslega einangrun. Þeim er einnig strítt ef for- eldrarnir eru feitir. I kanadískri rannsókn var óbeitur barna á offitu félaga sinna mældur. Yfir hundrað börn á aldrinum þriggja til níu ára tóku þátt í rannsókninni og sýndar voru skuggamyndir af börnum sem voru annars vegar í kjörþyngd og hins vegar of þung. Börnin áttu að tengja tiltekna skapgerðareiginleika við skuggamyndirnar. Telpur á aldrinum þriggja til fimm ára töldu börnin sem voru í kjörþyngd örlát, kurteis og greind, en álitu feitu börnin vera stríðin, löt og óþekk. Drengir í sama aldursflokki gerðu ekki þennan mun, en börnin í eldri aldursflokkunum höfðu öll sömu skoðun og yngri stúlkurnar. Niðurstaðan er afar ógnvekjandi fyrir þung börn, hafi hún mikið alhæfingargildi, því engin rökrétt tengsl eru sjáanleg. Offita hefur geysileg áhrif á lífsstíl og samskipti við aðra á fullorð- insárum. Feitt fólk á erfiðara með að eignast vini og kunningja. Feitar konur fá mjög skýr skilaboð um að þær séu afbrigðilegar og ógeðfelldar, mun verri útreið en karlar í sama þyngdarflokki, og eru álitnar óhamingjusamar, gráðugar, óaðlaðandi og viljalausar. Þær eiga síður í ástarsamböndum og eru fremur í hlutverki vinar. í annarri bandariskri rannsókn var hópi nemenda, sem voru að útskrifast úr háskólanámi sem ráðgjafar í endurhæfingu, sýndar myndir af grönnu, feitu og ofurfeitu fólki af báðum kynjum. Nemend- urnir höfðu nær einróma mjög neikvæð viðhorf til hinna ofurfeitu og þá sérstaklega kvennanna. Af útlitinu að dæma voru þær álitnar félagsiega óaðlaðandi, þurfandi fyrir meðferð og líklegar til að vera haldnar geðrænum vandamálum. Dæmd til einlífis „Feitir upplifa sig sjaldan sem kynverur því þeir eru auðvitað ósáttir við sjálfa sig. En þótt feitir þyki ekki gjaldgengir ákveða þeir líka oft sjálfir fýrirfram að eiga ekki nokkurn séns i hitt kynið," segir Gaui litli. Rannsóknir hafa reyndar sýnt fram á að fólk í kjörþyngd forðast feita í daglegu lífi og stendur til dæmis fjær þeim en öðru fólki á mannamótum og opinberum stöðum. Mælingar á hjartslætti þátt- takenda sýndu að ef bilið á milli þeirra og þess feita varð of lítið fór þeim í kjörþyngdinni að líða illa. Flugrún Jóhannesdóttir útskrifaðist úr uppeldis-og menntunar- fræði frá Fláskóla íslands 1995 og skrifaði lokaritgerð um konur og offitu. í ritgerðinni eru viðtöl við konur á aldrinum 24 til 60 ára sem voru 30 til 60 kílóum of þungar. í rannsókn Flugrúnar kom fram að feitar konur gera sér engar vonir um að karlmenn hafi áhuga á að stofna til ástarsambands við þær og að þær afneiti og útiloki slíkar tilfinningar hjá sjálfum sér. Reynsla sumra þeirra af ástarsambandi var eingöngu frá tímabilum í lífi þeirra þegar þær höfðu lagt af, en um leið og þær fitnuðu aftur, hurfu karlmennirnir óðara á brott. „Einkennilegt með þessa karla,“ sagði ein þeirra. „Það var svo skritið að þegar ég grenntist hópuðust þeir í kringum mann, en eft- ir að ég fitnaði, ég breyttist ekkert sjálf, skilurðu ... manneskjan, en þá hættu þeir alveg að hugsa um mann. Mér finnst þetta lélegir karakterar." Aðeins ein kvennanna var gift. Það lýsir sjálfsmyndinni hvernig hún horfir á viðhorf eiginmannsins til sín. „Flann skammast sín ekki fyrir mig í dag en það var frekar hér áður sem hann vildi ekki hafa mig með, eins og hann skammaðist sín fyrir mig. En það er svo skrít- ið að það er allt í lagi með kynlífið, það hefur ekkert breyst.“ Útskúfun tískuheimsins Á sama tíma og sífellt fleiri þjást af offitu forherðist viðhorf þjóðfé- lagsins sífellt meira til þessa hóps. í fjölmiðlaþjóðfélagi nútímans eiga allir að vera steyptir í sama mótið, eða stærð 38. Illa feitt fólk fær jafnvel fjandsamlega afgreiðslu í verslunum og bíði margir eftir afgreiðslu er feita manneskjan gjarnan afgreidd síðast. Þannig nær persónan ekki að skína í gegn, fólk sér eingöngu fituna. Þegar feit- ar konur koma inn í fataverslun fá þær stundum strax framan í sig að ekkert fáist á þær í versluninni, jafnvel áður en þær ná að bera upp erindið. Og eru þó kannski bara í þeim erindagjörðum að versla á tággranna dóttur sína. Gaui litli lét sérhanna og sauma íþróttafatnað fyrir feita undir nafninu „Splitt” sem hann stillti fram í þremur sportvöruverslunum. Að sögn Gauja hentu eigendur verslananna hins vegar merkinu út eftir skamman tíma á þeim forsendum að það skerti ímynd verslan- anna að hafa vörur fyrir feita á boðstólum. En íslendingar þurfa ekki að vera orðnir ofurfeitirtil að eiga í vand- ræðum með að fá á sig fatnað. Ósk Magnúsdóttir, verslunarstjóri hjá Stórum stelpum, sem er sérverslun með kvenfatnað í stærðun- um 42-64, segir að algengasta kvenfatastærð á íslandi sé á bilinu 44-50. Stærstu kvenfatastærðir flestra tískuverslana landsins eru þó ekki stærðin 44. Flollywood-stjarnan Reneé Zellweger fór úr stærð 34 í stærð 40 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni um Bridget Jones og átti að vera sannfærandi sem piparmey í þykkari kantinum. Og kraf- an um grannan og barnslegan líkama kvenna verður sífellt háværari. Fjölmiðlar sýna bara eina mynd og hún er af grannri konu. Samkvæmt könnun Manneldisráðs frá 1990 voru 34 prósent kvenna á aldrinum 15 til 80 ára of þungar eða of feitar og 39 prósent karla. Síðan hefur þjóðin þyngst og til að gefa raunhæfa mynd af samfélaginu ætti þvf þriðja hver manneskja á skjánum að vera feit. „Skilaboðin sem tískuhönnuðir og auglýsingar senda konum eru vond,” segir Ósk. „Konur í stærð 40 koma til okkar og hafa þá slæmu sögu að segja að þær fái ekki á sig boli aðra en þá sem ná rétt niður fyrir nafla. Flestar konur yfir þrítugt hafa hins vegar lítinn áhuga á að geta ekki teygt sig upp í hillu án þess að það skíni í bert eða brjóstin á rnilli." Ósk segir telpur allt niður í tólf ára, sem ekk- ert fá á sig í tískuverslunum unga fólksins, komi í Stórar stelpur og ástandið versni árfrá ári. „Þegar tímabil ferminga nálgast fýllist hér allt af fermingarbörnum sem eru í stórvandræðum og koma alls staðar að lokuðum dyrum." Vinnufatabúðin býður ein alhliða lausnir fyrir stóra stráka í stærð- unum frá ÍXL til 7XL. „Það er miklu dýrara fyrir feita að kaupa sér föt, enda alltaf um sérsaum að ræða og meiri efniskostnað. Þannig kostar um þúsund krónum meira að kaupa buxur með mittismálið 170 cm en 110 cm,“ segir F-lildur Símonardóttir, eigandi Vinnufatabúðarinnar. Flún segir mikla sálfræðilega vanlíðan fyigja offitu, feitir séu feimnir og líði illa við að fara í búðir og trassi því að endurnýja fataskápinn. Flún segir og stefnu hjá tískuhönnuðum merkjavöru að hanna eingöngu flíkur á þá sem eru grannir og í góðu formi, að hönnuðir hafi sagt blákalt að feitir krakkar og unglingar hafi ekki rétt á því að nota sinn stTI erða merki. „Auðvitað heitir þetta að troða á mannréttindum. Því fylgir geysileg vanlíðan fyrir sextán ára ungling að vera til fara eins og lúði og alveg ferlegt að neyðast til að ganga um í köflóttum karla- fötum og gulrótarbuxum af því að annað er ekki til. Það er einfald- lega ekki sanngjarnt og þvT svörum við með því að láta sauma og hanna fýrir okkur tískufatnað fyrir yngstu aldurshópana sem fer í sölu nú í haust og vetur.” Skert ferðafrelsi Feitir einstaklingar líta gjarnan á sjálfa sig sem hálfgerð fýrirbæri sem varla eiga sér tilverurétt. Þeir missa því oft af lífinu. Flestir hinna feitu fara aldrei í sund, aldrei í útilegur þar sem göngutúra er krafist og aldrei á bari eða aðra félagslega viðburði. Félagsleg ein- angrun þeirra er næstum algjör. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að félagslega og andlega eru tvenns konar aðstæður erfiðastar feitu 46 SKÝ ÓSÝNILEGA FÓLKIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.