Ský - 01.10.2001, Síða 52

Ský - 01.10.2001, Síða 52
Til aö gefa raunhæfa mynd af samfélaginu ætti þriðja hver manneskja í sjónvarpi að vera feit. Lakari læknisúrræöi Þegar menn eru orðnir vel á annað hundrað kíló fara að blasa við ýmis vandamál þegar kemur að almennri læknisþjónustu. Engar skyndilausnir, pillur eða skurðaðgerðir geta læknað offitu eða kom- ið hinum offeita í toppform. Aðbúnaður og tæki á sjúkrahúsum eru sniðin fyrir meðalmanninn, þótt sjúkdómsltkur feitra séu miklum mun meiri en hjá einstaklingum í kjörþyngd. Jóhannes M. Gunnarsson, skurðlæknir og lækningaforstjóri Land- spítalans-háskólasjúkrahúss, hefur fengist við vandamál offeitra sjúklinga á liðnum árum. Hann fullyrðir að offita bitni á fólki í læknis- fræðilegu tilliti því erfitt geti verið að beita á það sömu tækni. Feitir og ofurþungir eiga til að mynda erfitt með að komast í segul- ómunar- og tölvusneiðmyndatæki sem notuð eru til greiningar á ýmsum krabbameinstegundum. „Bara venjuleg læknisskoðun er miklu erfiðari. Þannig er til dæmis mun erfiðara að greina botn- langabólgu á feitum einstaklingum því einkennin verða öll óljósari. Allar myndatökur, eins og til dæmis röntgen, eru einnig mun óná- kvæmari á feitum sökum þess hve djúpt er á myndefninu. Því veröa öll læknisúrræði óhjákvæmilega lakari fýrirfeita." Svæfingar og skurðaðgerðir eru miklum mun áhættusamari feitu fólki þar sem öndunin verður öll erfiðari þegar fólk leggst út af. Jóhannes segir allar skurðaðgerðir hafa hættu í för með sér ef fólk er orðið ofurþungt. „Einnig er mjög mikil hætta á ígerð og sýkingum í skurðsárum, því fita er eitt mesta góðgæti sem sýklar þekkja, algjört nammi í rauninni. En við skerum auðvitað alla feita upp sé þörfin aðkallandi. Feitt fólk er að sjálfsögðu ekki látið deyja vegna garnaflækju, svo dæmi sé tekið." Lífið að veði En hvenær hættir maður að vera hnellinn eða hraustlegur og fer að þjást af offitu? Jú, fyrir utan að vera orðinn sjáanlega einn og hálfur eða tvöfaldur að ummáli er offita reiknuð út með svokölluðum BMI- stuðli (Body Mass Index). BMI er reiknað út með því að deila þyngd- inni í kílóum með hæð mannsins í öðru veldi mælt I metrum (kg/m2 = BMI). Samkvæmt BMI-stuðlinum er kjörþyngd konu sem er 170 cm á hæð 58-72 kíló, hún er of þung 72-87 kíló og á við offitu að striða ef hún er 87 kíló eða meira. Þeir sem hafa BMI milli 18,5 og 24,9 eru í kjörþyngd, en þeir sem mælast með BMI milli 25 og 29,9 eru of þungir. BMI-gildi milli 30-39,9 þýðir offita og þeir sem mæl- ast með BMI yfir 40 þjást af lífshættulegri offitu. Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, segir offitu bæði stafa vegna erfða og umhverfis. Ef báðir foreldrar eru feitir eru 80 prósent líkur á að barnið verði feitt. Ef annað foreldra er feitt eru líkurnar 40 prósent en ef báðir foreldrar eru grannir eru líkurnar aðeins 8 prósent á að barnið verði feitt. „Helstu ástæður offitu á íslandi er að fólk borðar of mikið og hreyfir sig lítið. Samræmi milli hreyfingar og hitaeiningainntöku hefur ekki náðst. Erfðir, umhverfi, neysla og hreyfing hafa samverkandi áhrif á holdafar einstaklingsins. Þegar talað er um umhverfi er til dæmis átt við fæðuframboð. Alist börn upp við að grænmeti og ávextir eru ekki á boðstólum, en alltaf nýmjólk og rjómi út á skyrið, halda þau áfram þeim neysluvenjum út lífið og taka þær með sér sem veganesti. Svo eru aðrir sem hugga sig við mat en slíkt er hræðilegur vítahringur.“ Líkamleg áhrif offitu eru víðtæk og alvarleg. Þar má helst nefna háþrýsting með öllum hans afleiðingum; æðakölkun, heilablóðfalli og hjartasjúkdómum og svo sykursýki, með afleiðingum á æðakerfi, nýrnabilun og blindu svo fátt eitt sé nefnt. Stoðkerfi líkamans bilar fljótt, mjaðmir, hné og ökklar gefa sig undan þunganum. Feitir búa við mikla sýkingarhættu og því getur kvef og lungnabólga verið þeim skæðari vegna öndunarerfiðleika. Kæfisvefn er alvarlegt vandamál og getur valdið hjartastoppi og súrefnisskorti til heila. Þá eru ótald- ir andlegir sjúkdómar sem eru ekki minnsta byrðin fýrir feita. Þegar BMI-gildið er komið yfir 35 þrefaldast dánarlíkur miðað við einstakling í kjörþyngd. Síðan margfaldast dánarlíkurnar hratt en þeir sem mælast með BMI-gildi 50 eiga verulega skertar lífslíkur. „Ofurfeitir einstaklingar búa við mjög skertar lífslíkur og því má alveg telja ástand þeirra jafnalvarlegt og hjá sjúklingum með ýmsar tegundir krabhameins," segir Jóhannes Gunnarsson. „Auðvitað er afstætt hvað er aðkallandi, en því miður þarf offitan að vera orðin lífshættuleg til að fólk komist í aðgerð. Sjúklingar með alvarlega sjúkdóma, eins og krabbamein, eru teknir fram fyrir offitusjúklinga þegar kemur að skurðaðgerðum og læknisúrræðum. Eftirspurnin verður hins vegar alltaf meiri og meiri og mismunurinn á því sem hægt og réttlætanlegt er að gera, og svo því sem fjárhagur og geta heilbrigðisþjónustunnar leyfir, á eftir að aukast um alla framtíð." Margir leita til lýtalækna til að losa sig við fitukeppi og undirhökur en Jóhannes segir fitusog hjá lýtalæknum enga lausn á offitu og gagnslaust til að létta fólk. Eina læknisfræðilega aðgerðin fyrir of feita er skurðaðgerð þar sem sem garnir eru styttar og/eða maginn minnkaður. Hann segir að offitulyfið Xenical geti hjálpað í vissum tilvikum, en ekki þeim sem eru komnir með BMI yfir 50. Rann- sóknir sýna að þar duga ekki aðrar aðferðir tii lengdar en fyrrnefnd skurðaðgerð. „Það eru gerðar um tíu til fimmtán slíkar aðgerðir á ári. Þörfin er miklu meiri og talsvert leitað eftir þessu. Sjálfsagt berast þó færri fýrirspurnir hér inn á borð þar sem það spyrst út hversu fáar aðgerð- ir eru gerðar." Jóhannes segir að fólk léttist nokkuð hratt eftir aðgerðina eða um allt að kíló á viku. „Það er svo lykilatriði að fylgi'ast með árangri sjúklinganna og sýna þeim stuðning. Fólkið nær sjaldnast kjörþyngd, enda er það ekki markmiðið heldur að koma fólki niður fýrir hættu- mörk. Við erum því ekki að framleiða neinar bjúttnur með þessum aðgerðum." Þórdís Lilja Gunnarsdóttir er blaöamaður Skýja 50 SKÝ ÓSÝNILEGA FÓLKIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.