Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 57

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 57
BJÖRN BJARNASON menntamálaráðherra „Það liggur bara í augum uppi að Björn er langáhrifa- mesti maðurinn í tslensku menningarlífi í dag, í krafti síns embættis." „Ég segi nú ekki að hann sé draumamaðurinn í djobbið, en hann má eiga það, að hann hefur staðið sig miklu betur gagnvart myndlistinni en ég átti von á og hefur gegnumsneitt staðið sig mjög vel gagnvart menningu og listum í stnum ráðherra- dómi." „Hann deilir og drottnar. Þeir sem eru I náðinni geta stólað á sinn mann á hverju sem gengur - lítið bara á Stefán [Baldurssonj - þar gekk Björn meira að segja svo langt að breyta lögum til að ekki yrði haggað við þeim sem honum þóknaðist að hafa sem Þjóð- leikhússtjóra. En vei þeim sem ekki eru t náðinni." „Björn er minn maður. Hann hefur lyft grettistaki í málefn- um kvikmyndagerðarinnar, og það gerði hann einn og sjálfur - ekki af þvt það var stefna ríkisstjórnarinnar sem slíkrar." „Ég held að Björn hafi verið mikill happafengur fyrir ís- lenskt menningarlíf. Hann hefur meiri áhuga á listum en nokkur forveri hans og það skilar sér." „Ef menn eru virkilega inn undir hjá Birni, þá virðast þeir komast upp með nánast hvað sem er. Skýrustu dæmin um það eru Stefán Baldursson og Hjálmar H. Ragnarsson. Hann breytti landslögum svo Stefán fengi að sitja lengur að kjötkötlun- um og Hjálmar virðist ætla að komast upp með það að afþakka húsnæðið sem Listaháskólanum var ætlað og allt annað sem í boði er, og kreista út nokkur hund- ruð milljónir í nýbyggingu á besta stað t bænum." forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur (Kjarvalsstaðir, Hafnarhúsið) „Eiríkur hefur komið öllum á óvart og er mjög vel liðinn bæði meðal listamanna, gagnrýnenda og listfræðinga, hann er að gera mjög góða hluti." „Hann er vogaður og frjór og á mjög auðvelt með sam- skipti og að fá fólk með sér, sem hefur mikið að segja ef vel á að takast til með rekst- ur á svona risa apparati." „Það gildir auðvitað það sama um Eirík og Ólaf [Kvar- an, forstöðumann Listasafns íslandsj, hann ræður hverjir fá að sýna og hvað er keypt í safnið og hefur þannig mik- il áhrif. En hann er samt t raun ennþá meiri áhrifamaður en Ólafur vegna þess hversu opinn bæði hann og söfnin eru fyrir listamönnum og fræðimönnum, öfugt við það sem gerist hjá Ólafi." FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON kvikmyndagerðarmaður og aðaleigandi íslensku kvikmyndasamsteypunnar. „Friðrik Þór átti sér þá hug- sjón að koma tslenskum kvikmyndabransa á lappirnar og hefur róið að því öllum árum. Ég er bara ekki viss um að hann sé t réttri stöðu sem framleiðandi, hann mætti leggja meiri áherslu á eigin feril, þvt hann er í eðli sínu fyrst og fremst listamaður og nýtur sín best sem slíkur." „Ef Friðriks hefði ekki notið við þá væri íslensk kvik- myndagerð enn nær því en nú er að vera bara dýrt tóm- stundagaman nokkurra snarruglaðra skýjaglópa og meðalskussa." „Frikki er brjálaði snillingur- inn okkar - og alveg pollró- legur sem sltkur. “ „Völd hans og ítök birtast fyrst og fremst í því að hann er álitinn eðlilegur fyrsti kostur þegar tslenskir kvik- myndagerðarmenn eru að leita sér að framleiðanda. Hann er vel tengdur inn I bransann og kerfið og það er ákveðinn ævintýraljómi t kringum hann." „Friðrik Þór er íslenska kvik- myndasamsteypan og Is- lenska kvikmyndasamsteyp- an er íslensk kvikmynda- gerð. Svona hérumbil, í það minnsta." „Þú gerir varla mynd á íslandi t dag nema leita til Frikka og Samsteypunnar um eitthvað - kamerur, hljóðkerfi, Ijósa- kerfi, starfsfólk, Ijármagn eða ráðgjöf. Og stundum allt þetta og meira til." „Maðurinn er náttúrulega goðsögn." HALLDÓR GUÐMUNDSSON forstjóri Eddu - miðlunar og útgáfu og formaður stjórnar Listahátíðar. „Halldór var Itklega mesti áhrifamaðurinn í bókmennta- heiminum á meðan hann stýrði Máli og menningu og Lítil tengsl listheima „Veistu, ég held að það sé ekki hægt að tala um menningarmafíu hérna, í það minnsta ekki lengur,“ sagði einn af fjölmörgum heim- ildarmönnum Skýja þegar blaðamaður bað hann að rýna í íslenska lista- og menningar- heiminn í dag. „Það eru hins vegar alltaf ein- hverjir sem hafa meiri völd og áhrif en aðrir, en það er ekki nema eðlilegt - og sums stað- ar er einfaldlega ekki hægt að komast hjá því í svona litlu samfélagi," bætti hann við. Aðrir sem rætt var við voru á sama máli, flest- ir hverjir. Hafi einhvern tíma verið eitthvað sem hægt var að kalla menningarmafíu hér á landi, þá er það liðin tíð. En klíkuskapur, sögðu menn svo, það er allt annað mál. Klíku- skapurinn lifir góðu lífi í menningargeiranum - rétt eins og í öllum öðrum geirum þjóðfé- lagsins. Klíkurnar eru hins vegar margar og áhrif þeirra og völd nánast alltaf takmarkað- ar við tiltekna listgrein, jafnvel tilteknar stofnanir eða fyrirbæri innan hennar. BREYTT UMHVERFI „Auðvitað skaðar það aldrei að eiga vini á góðum stöðum," sagði ónefndur leikari við blaðamann Skýja, en það orð hefur lengi far- ið af leikhúsheiminum að frami einstakra leikara innan hans ráðist ekki síður af hæfi- leika manna til að koma sér í mjúkinn hjá réttum aðilum en leikhæfninni. „Ekki það, þessir tveir hæfileikar fara auðvitað oft sam- an - og það er auðvitað stundum erfitt að vita hver er vinur manns og hver er bara að tryggja sjálfan sig með vinalátunum í þessum bransa." Annar leikari, vel þekktur og vinsæll, er á því að starfsvettvangur leikarans hafi stækkað og breyst svo mikið á undanförnum árum að þótt einstakir leikarar virðist „eiga“ flest stærstu og bitastæðustu hlutverkin í stóru leikhúsunum tveimur, þá kæmi það ekki svo mjög að sök lengur hvað varðar starfsöryggi annarra leikara . ÍSLENSKUR MENNINGAR AÐALL SKÝ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.