Ský - 01.10.2001, Side 60
leiksýningunni af annarri, Hilmar Jónsson
leikstjóri sem er orðinn einn „heitasti" leik-
húsmaður landsins - og það ekki að ástæðu-
lausu; myndlistarmenn sem virðast geta selt
allt sem þeir gera, jafnvel áður en þeir gera
það, fyrir morð fjár, einstakir söngvarar eins
og Diddú eða Olafur Kjartan og svo framveg-
is. Og ekki má gleyma Sveini Einarssyni, sem
að sögn kunnugra virðist enn hafa mikil ítök
á sumum sviðum.
í öðru lagi eru það stórfiskarnir, fólkið með
peningaráðin og völdin til að velja og hafna í
listaheiminum. Þar er Þórunn Sigurðardóttir
(Listahátíð) auðvitað fremst á meðal jafn-
ingja og í raun sú eina sem hefur eitthvað að
segja í öllum geirum menningarinnar. Löng-
um hefur verið talað um klíkuskap og bak-
tjaldamakk í kringum fyrirbæri eins og Lista-
hátíðina og Menningarárið, sem hún stjórn-
aði einnig, en flestir sem rætt var við voru á
því að menn kæmust að minnsta kosti jafn-
langt á eigin verðleikum hjá Þórunni og ein-
hverjum kunningsskap. „Það liggur held ég í
augum uppi að það hjálpar upp á sakirnar að
þekkja hana eða hennar fólk, en ég held að
það sé tómt mál að tala um einhverslags
mafíu eða einkavinavæðingu í kringum það
apparat allt,“ sagði einn þeirra sem rætt var
við, og aðrir tóku í svipaðan streng.
í þriðja og síðasta lagi er það nafnlausa fólk-
ið á bak við tjöldin, fólkið í öllum nefndunum
og stjórnunum. „Þú sérð þetta fólk kannski á
opnunum og frumsýningum, á tónleikum og
við verðlaunaafhendingar, en þú veist sjaldan
hvaða hlutverki það gegnir og enn sjaldnar
hvað það heitir," sagði tónlistarmaður sem
hefur aldrei skilið af hverju hann fær stund-
um styrk og stundum ekki og aldrei áttað sig
á ástæðunum að baki ákvörðunarinnar hverju
sinni. Þetta er fólkið sem ákveður hver fær
listamannalaun, hver fær styrki til kvik-
myndagerðar, til þýðinga og kynninga á bók-
menntum, til sýningarhalds á erlendri grundu
o.s.frv. Ákvarðanir þessa fólks geta oftar en
ekki skipt sköpum fyrir fjárhagslega afkomu
og faglegan frama listamanna. „Þótt þetta sé
í sjálfu sér tiltölulega lítill hópur, sjálfsagt
ekki mikið fleiri en hundrað manns í það
heila, sem tekur örlagaríkar ákvarðanir, þá er
það bara eðlilegt í þessu litla landi. Það er
fráleitt að tala um einhverja mafíu eða klíku í
því sambandi, svona í heildina tekið. Fæstir
eru í fleiri en einni nefnd eða stjórn, þótt þess
séu auðvitað dæmi, og þetta er afar sundur-
leitur hópur fólks með lítil innbyrðis tengsl."
Ævar Öm Jósepsson er lausapenni og útvarpsmaður.
HINIR
ÁSMUNDUR JÓNSSON
útgefandi hjá Smekkleysu
(Ási í Gramminu).
„Ennþá meö puttann á púls-
inum og með góö sambönd
I allar áttir. Mun frjórri en
Skífuliðið og kaldari llka,
oft eina von þeirra sem
músísera utan alfaraleiða."
BALTASAR KORMÁKUR
leikari, leikstjóri og fram-
leiðandi.
„Var að brenna út á ofnotk-
un sem leikari, en fór svo
að gera góða hluti sem leik-
stjóri, bæði í leikhúsunum
og kvikmyndunum. Eiltfðar-
töffari og kemst líklega upp
með það.“
BENEDIKT ERLINGSSON
leikari og leikstjóri.
„Benedikt er sá eini sem
manni dettur í hug svona
einn tveir og þrír sem hugs-
anlegur eftirmaður kóngsins
í Þjóðleikhúsinu."
„Mikill snillingur, framtíðar-
maðurinn í íslensku leikhúsi.
Þegar orðinn virtur leikhús-
maður bæði hér heima og á
Norðurlöndunum."
BJARNI DANÍELSSON
framkvæmdastjóri íslensku
óperunnar
„Bjarni er feikilega duglegur
og hefur tekist að stórauka
fjárframlög rtkisins til óper-
unnar, sem meðal annars
leiddi til fastráðningar fyrsta
söngvarans. Þeir gætu átt
eftir að verða fleiri."
„Það er ekki síst fyrir til-
komu Bjarna að alræmdur
klíkuskaþurinn í kringum
óperuna hefur vikið fyrir til-
raunum og því að gefa ung-
um og upprennandi söngvur-
um og tónlistarmönnum
tækifæri, sem er afar já-
kvætt.“
EDDA JÓNSDÓTTIR
Gallerí i8
„Gallert i8 er eina alvöru
galleríið hér þar sem alvöru
samtímamyndlist er seld og
Edda er fyrsta manneskjan
sem hefur búið til gallerí
sem rekið er á svipaðan
hátt og erlendis, þar sem
hún prómóterar íslenska
listmenn með ærinni vinnu
og kostnaði. Hetjan t ts-
lensku myndlistarlífi.“
GUÐJÓN PEDERSEN
leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu
„Guðjón hefur ekki endilega
svo mikil völd, enda sækist
hann ekki eftir þeim. Hann
er draumóramaður og snill-
ingur á stnu sviði. Gjöróltkur
kollega sínum í Þjóðleikhús-
inu, hann hefur ákveðna sýn
á leikhúsið og vill hafa gam-
an að þessu, frekar en að
eltast við að ráða alltaf öllu
sem gerist í kringum hann.“
HANNES SIGURÐSSON
safnstjóri Listasafns Akureyrar
og framkvæmdastjóri art.is.
„Er að gera gríðarlega
skemmtilega og spennandi
hluti í myndlistinni ásamt
Jóni Proppé og fleirum.
Samttmalistamenn fá mun
meiri stuðning frá þeim en
nokkurn tímann stóru söfn-
unum tveimur, sem eru
meira í gömlum meisturum
og viðurkenndum nöfnum."
HILMAR JÓNSSON
leikstjóri hjá Hafnarfjarðarleik-
húsinu Hermóði og Háðvöru.
„Einn albesti og skemmti-
legasti leikhúsmaðurinn
sem við eigum t dag, frum-
legur, vogaður, en samt
óhræddur við að setja upp
„kassastykki" og góður t því
Itka - „a man for all seasons"
og ásamt Benedikt Erlings-
syni líklegasti arftaki annars
hvors stóru leikhúsanna -
þótt hann virðist dafna vel t
Firðinum."
JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON
framkvæmdastjóri JPV forlags.
„Ætlaði að verða kóngur t
rtki sínu eftir áralanga dvöl
við hirðina hjá Halldóri
[Guðmundssyni, Máli og
Menningu] en varð fljótlega
landlaus. Er risinn upp við
dogg á ný með góða sveit
sér við hlið. Gæti svo sem
dafnað, en nær aldrei þeim
status sem hann hafði
þegar hann var héraðsstjóri
hans hátignar t Forlaginu."
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON
leikstjóri og leikhússtjóri
Leikfélags íslands
„Magnús er búinn að vera
efnilegur svo lengi að það
hlýtur bara eitthvað að fara
að gerast. Það hlýtur að
vera. Góður strákur, en vant-
ar kannski aðeins dirfskuna
- á listræna sviðinu frekar
en þvt viðskiptalega."
SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON
útgefandi í bókaútgáfunni
Bjarti
„Snæbjörn er náttúrlega
snillingur og hefur verið að
gera alveg ótrúlega hluti
stðustu árin. Er kominn til
að vera og vonandi vaxa
mjög og eflast. Fyllilega
treystandi til þess að vera
riddari réttlætisins og
smælingjanna í baráttunni
gegn hinu illa stórveldi
58 SKÝ ÍSLENSKUR MENNINGAR AÐALL