Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 67

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 67
Hvar liggja línurnar núna að þínu mati? Ég held að við höfum ekki svo einfaldar skýrar línur. Áður fyrr var skiptingin tengd stjórnmála- flokkunum. Það er ekki þannig í dag. Nú eru menn að takast á á allt öðrum forsendum en áður. Nú snýst þetta um persónuleg samskipti manna, gagnkvæma hagsmuni fyrirtækja og þess háttar. Það getur líka verið hættulegt. Þannig að stjórnmálaflokkar eru ekki lengur með puttana í atvinnulífinu? Ekki á sama hátt. í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu eru sjálfstæðismenn t miklum meirihluta. Þeir eru hins vegar ekki í sömu samskiptum við flokksforustuna og fylgja ekki óskum hennar á sama hátt og áður. Almennt má segja að stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hálf viðskila við atvinnulífið og einangrast frá þjóðltfinu. FÁTT MEÐ OKKUR ÓLAFI RAGNARI Á sinum tíma varst þú kominn með annan fótinn í stjórnmál, og þú varst flokksbundinn í Alþýðubandalaginu. Ætlaðir þú út í stjórnmál? Ég get hvorki sagt já eða nei við því. Það er rétt að ég var aldrei með nema annan fótinn t stjórnmálunum og kannski haltr- aði ég á þeim fætinum alla tíð. Ég vafðist inn í þetta meira vegna þeirra tengsla sem ég átti við menn I mínum daglegu störfum. Þarna voru margir félagar mtnir virkir. Mér fannst að það gæti verið æski- legt að fylgja ýmsu eftir sem ég var að vinna að með þvt að fara inn á þing, ef sá möguleiki væri fyrir hendi. En hins vegar var Ijóst alla ttð bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum, að það sem skipti mig mestu máli var að vinna sem best fyrir ASÍ. Ég lenti því t pólitíkinni, innan flokksins, í barningi við ýmsa sem höfðu ýmislegt upp á Al- þýðusambandið að klaga. Ég lagaði mig lítið að þeim umkvörtunum. Þannig reyndi ég aldrei að spila mig sem pólittkus til þess að koma sjálfum mér áfram. Enda gekk mér ekki vel að koma mér áfram. Er það ekki rétt munað hjá mér að þér hafi sinnast talsvert við Ólaf Ragnar Grímsson, samflokksmann þinn og flokksformann á þess- um tíma? Jú, það var reyndar fátt með okkur Ólafi áður en hann varð flokksformaður. Það átti sér langan aðdraganda. Af hverju var fátt með ykkur? Ég ætla ekki að hafa uppi neina palla- dóma um forseta lýðveldisins. Ég held ég láti það alveg liggja. Var þetta málefnaágreiningur eða varðaði þetta persónuieg sam- skipti ykkar? Það er t raun óhætt að segja að það hafi verið blanda af þessu öllu saman. Ákvaðst þú að hætta afskiptum af stjórnmálum út af samskiptum þínum við Óiaf? Ég vil ekki persónugera það t Ólafi, en það er alveg rétt að ég var hættur öllum afskiptum mtnum af Alþýðubandalaginu töluvert áður en ég hætti sem forseti Alþýðusambandsins. Það var almennt mikið ósætti innan flokksins og væntanlega er það þannig að fyrr eða seinna verða flestir þreyttir á þvt að þrasa við þá sem eiga að teljast samherjar. Þá er tímanum betur varið annars staðar. Það var mín niðurstaða á þeim tíma. MISHEPPNUÐ SAMFYLKING Hvar stendur þú í pólitík núna? Ég get orðað það í fullri hreinskilni þannig að ég ætla að neyta leynilegs kosningaréttar. Þú vilt ekki segja neitt meira um það? Ég ætla ekki að segja meira um það. Ég held að vtsu að það þyrfti eitthvað mikið að koma fyrir mig til þess að ég færi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju kýstu hann ekki? Af því að Sjálfstæðisflokkurinn gengur þannig gegn minni grundvallar- félagslegu lífssýn að ég á erfitt með að gera það. Það er bara eitthvað sem setur hurðina framan í mig, ef ég má orða það þannig. Félagsleg viðhorf skipta mig mjög miklu máli. Ég á hins vegar erfitt með að finna mér fastar rætur í þeim flokkum sem í boði eru. Hvaö finnst þér um sameiningu vinstri flokkanna í Samfylkingunni? Sameiningin tókst ekki. Það liggur á borðinu t dag. Eftir standa tveir flokkar af svipaðri stærð og flokkurinn sem liggur lengra til vinstri er reyndar orðinn stærri en þessi sameinaði. Maður getur velt því fyr- ir sér af hverju það gerðist. Það tókst ekki að ná vinstri mönnum saman. Var það vegna þess að viljann skorti? Var það vegna þess að það var fólk í flokkunum sem taldi að það væri einfaldlega mjög gott að hafa einhvern til þess að taka fyrir sig kommagrýluna vinstra megin við sig? Ég sit eftir með þá tilfinningu að menn hafi ekki lagt það á sig sem þurfti til þess að mynda samstæðan hóp í upphafi og sameiningin hafi aldrei orðið raunveruleg. Þeir sem voru virkir í flokk- unum gengu flestir saman í flokk, en fylgið elti þá ekki, allavega ekki varanlega. Ef við horfum til Samfylkingarinnar, þá höfum við í mtn- um huga fengið nýjan Framsóknarflokk, sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og tiplar þannig á tánum t kringum sjálfan sig án þess að vita hvar hann á að stansa. En ertu hliðhollur Vinstri grænum? Ég er um margt hliðhollur þeim. Steingrímur er ótrúlega öflugur talsmaður. Þó finnst mér margt í þeirra málflutningi ganga mjög sterkt í afturhaldsátt. Mér finnst mik- ið skorta á að Vinstri grænir hafi skýra þjóðfélagssýn. Þú deilir ekki skoðunum með fyrrverandi koilega þínum í verka- lýðsbaráttunni, Ógmundi Jónassyní? Að sumu leyti geri ég það. Ögmundur er að mtnu viti ærlegur félagssinni. Jöfnuður og réttlæti skipta Ögmund miklu máli. Ögmundur er hins vegar um leið ærið íhaldssamur. Séröu eftir því að hafa ekki farið útí stjórnmál? Nei, ég sé ekki eft- ir þvt. Ég held að ég hafi ekki verið efni í stjórnmálamann. Af hverju ekki? Það eru margar ástæður fyrir því. Það má að mtnu mati skipta stjórnmálamönnum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem eru senusjúkir og gera allt til að baða sig t sviðsljósinu og hins vegar eru þeir sem eru valdasjúkir og vilja öllu ráða. í stjórnmálun- um t dag eru þeir senusjúku að mestu ráðandi og fáir sem halda fast við sömu viðhorf frá degi til dags. Ég fell í valdasjúku deildina og hefði því fallið illa í hópinn. Ég hefði ekki verið góður maður í stjórnmálum. Stjórnmálin mega vera fegin að losna við mig og ég er feginn að vera laus við þau. Aö lokum, Ásmundur, fyrst þú fórst ekkl í stjórnmál þá hlýtur þú að hafa meiri tíma en ella. Hvað gerir þú í þínum frístundum? Ég les mjög mikið. Um allt milli himins og jarðar. Skáldsögur, hagfræði, pólittk, trúmál, sagnfræði, svo eitthvað sé nefnt. Ég er alæta á bækur. Þú hlýtur þá að vera fullur af fróðleik um alla skapaöa hluti? Nei, það er allt annað mál. Ef ég bara gæti munað allt sem ég les. Ég gleymi öllu jafnóðum. Guömundur Steingrímsson er lausapenni í Reykjavík. LÍFIÐ ER HARÐUR LEIKUR SKÝ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.