Ský - 01.10.2001, Page 74

Ský - 01.10.2001, Page 74
HEIMSHORNAFLAKKARARNIR: RÚSSÍBANARNIR GULLREGNIÐ „Það er kannski að færast smáró yfír okkur með aldrinum, það er koma smátregi í okkur, en annars eru engin alvarleg frávik frá fyrri plötum. Það eru þrjú ár síðan síðasta plata kom út, við tókum því aðeins rólega þannig að það er gaman að koma saman aftur.” EINAR KRISTJÁN EINARSSON, gítarleikari. 'n og tyþór Gunnarsson Lennart Ginman.Siguröur Ff img: . 1 DJASSMENN: TRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR DJÚPIÐ ... Sjálfstætt framhald Himnastigans sem kom út 1999. „Hvernig fylgja menn eftir svo ágætum diski og Himnastiginn var? Hvers vegna fylgja menn honum eftir? Það er vegna þess að ýmislegt er enn ósagt. Sem svarar eiginlega fyrri spurning- unni; hafi tónlistin á fyrri diskinum verið himnesk á einhvern máta þá er hún djúp hér í öllum skilningi - barítónninn hiö ráö- andi hljóðfæri, tónsmiðarnar innhverfari og margar hverjar minna þekktar en sumt af fyrri diskinum að minnsta kosti. Kannski eru tilfinningarnar sem kvikna með hlustanda líka dýpri nú, angurværari, jafnvel dekkri. Eins og títt er um standarda er margt hér tengt ástinni en hér eru undirheimar þeirrar margræðu kenndar kannaðir - „dýpi míns brjósts veit ég aldrei allt” orti Einar Benediktsson í Einræðum Starkaðar, einu magn- aðasta ástakvæði íslensku: hér gefst hlustanda færi á að kanna þau djúp með sjálfum sér.” guðmundur andri thorsson., rithöfundur, í pistli á umslagi geisladisksins. VÍKINGARNIR: JAGÚAR GET THE FUNK OUT Næstu tólf mánuöi ætla Jagúarmenn að skipta aðeins um gtr og reyna markvisst aö koma sjálfum sér á framfæri erlendis. Eftir þrjú góö ár á islandi og tvær plötur telja þeir að það sé kominn tími til að leita á önnur mið. Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari sveit- arinnar, segir að þeir hyggist aðallega stefna á meginland Evrópu, Frakkland, ítaltu og Þýskaland, þar sem er stór markaður fyrir þá tegund tónlistar sem þeir flytja.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.