Ský - 01.10.2001, Side 76
BFEKUR = NYJRR RRDDIR
MYRKRINU
FYLGJA BÆKUR
Það er haust og ein óveðurshelgi
hefurstolið appelsínugulu laufunum
af trjánum. Krakkar feta gráa stíga
klyfjuð skólatöskum sem geyma
epli, pennaveski og stílabók. í
stílabækur skrásetjast ritgerðir.
Um ömmu í sveitinni, pabba þegar
hann skaut stóra fuglinn og gull-
fiskinn sem drukknaði. Sögur barn-
anna eru skemmtiefni haustsins.
Svo líður að jólum. Desember. Þá
marrar í frosnum skrefum, angan
af vanilluhringjum stelst út um
gluggana og músastigamannvirki
taka við í skólastarfinu. Þá koma
líka ritgerðir fullorðna fólksins.
Þykkar, margslungnar og óræðar.
Jólabækurnar. Þessi fyrstu jól ald-
arinnar koma út hátt í fimmtíu ný
íslensk skáldverk. Spennandi
draugasögur eftir börn. Lokkandi
Ijóð. Dónalegar skáldsögur. Eld-
heitar ástarsögur og óhugnanleg
sakamál. Þetta er fyrir utan allar
ævisögurnar, samtalsbækurnar og
aðra bókaútgáfu.
Jafnspennandi og að uppgötva
hvað Skyrgámur hefur sett í skó-
inn, verður gaman að sjá hvaða
höfundar hafa ratað í jólapappírinn
að þessu sinni. Mörg helstu skáld
þjóðarinnar hafa setið önnum kafin
við skrifpúlt sín og tefla fram
uppskeru sinni. Þar má nefna
Einar Kárason, Vigdísi Grímsdóttur,
Þorvald Þorsteinsson, Hallgrím
Helgason, Matthías Johannessen,
Steinunni Sigurðardóttur og Arnald
Indriðason: auk ýmissa annarra
leyndarmála sem koma upp úr
kafinu síðustu mínúturnar fyrirjól.
Hér á eftir fá lesendur smjörþefinn
af fjórum ólíkum þókum, þetta eru
tvö skáldverk eftir nýja höfunda,
ein samtalsbók og ein bók sem má
kalla samtímasagnfræði.
Það er hægt að telja þá á fingrum annarrar handar sem senda frá sér sín
fyrstu skáldverk fyrir þessi jól. Meðal nýliða í rithöfundastétt eru þeir Jón
Atli Jónasson og Magnús Guðmundsson sem eiga það líka sameiginlegt að
starfa báðir á auglýsingastofu. Þeir mátuðu reynslu sína og væntingarhvor
á öðrum.
Jón Atli Jónasson: Skipti þetta einhverju
máli við skrifin, það er að segja að þú ert
að vinna á auglýsingastofu?
Magnús Guðmundsson: Það hentaði vel því
sem ég var að skrifa, um að vera í tengsl-
um við atvinnulífið. Auglýsingabransinn er
nefnilega uppfullur af alls konar kenningum
sem eru í raun ekkert annað en almenn
skynsemi. Markaðsfræði og stjórnun eru
hugtök sem ég kem inn á í bókinni minni.
Ekki síst út frá þvT að í þessum þransa
erum við alltaf að spá og spekúlera hvernig
við getum skorað, ef svo má segja. Hvað
með þig?
JAJ : Mér fannst ég aðallega ekki vera
nógu þjáður. Þannig að ég píndi mig. Aug-
lýsingabransinn er rotin atvinnugrein og
hún var farin að eyðileggja mig innan frá.
Það er í gangi einhvers konar ritskoðun
hugmynda sem er falin bak við slétta grímu
aukinnar sölu og hlýlegs notendaviðmóts.
MG: Mér finnst samt sem áður felast
ákveðin ögun í því að þurfa að vera að
gera eitthvað skemmtilegt innan þessa
ramma árangurs og skilaboðin eiga að vera
ákveðin. En leiðin er samt oþin. Það felur T
sér ákveðin forréttindi að fá að láta eins
og fífl í vinnunni.
JAJ: Um hvað er bókin þín?
MG: Hún fjallar um tæþlega fertugan mann
sem telur sig hafa fundið lausnina á því
hvernig á að lifa lífinu. Og það er þara
aldrei að vita nema að hann hafi eitthvað
til síns máls.
JAJ: Bókin mín er safn ellefu smásagna
sem eru skrifaðar fyrr á þessu ári. Þetta
eru samtímasögur og gerast flestar T
Reykjavík.
MG: Á að halda áfram að skrifa?
JAJ: Það sem útgáfa þessarar þókar gaf
mér að vissu leyti er hugrekkið til að halda
áfram. Ég hef lært heilmikið á því að
standa í þessari útgáfu og er kominn ágæt-
lega af stað með næstu bók. En þú?
MG: Það verður bara að ráðast. Mér finnst
hreint ekkert skemmtilegt að taka höfnun
og ætla að anda með nefinu og sjá hvað
setur. Kannski legg ég það svo á herðar út-
gefanda míns að ákveða framhaldið.
JAJ: Þórbergur lét líða tíu ár á milli fyrstu
og annarrar bókar.
MG: Hann hefur þá lært að vanda sig.
Sigurvegarinn eftir Magnús Guðmundsson og
Brotinn taktur eftir Jón Atla Jónasson eru að
koma út hjá Forlaginu um þessar mundir.
74 SKÝ Ljósm. PÁLL STEFÁNSSON