Ský - 01.10.2001, Síða 77

Ský - 01.10.2001, Síða 77
BFEKUR = I DRRUMRLEIT Fréttahaukurinn Reynir Traustason á DV sendi í fyrra frá sér viðtalsbókina Seiður Grænlands þar sem nokkrir ís- lendingar segja frá lífi sínu í því stórbrotna landi. í nýrru bók bregður Reynir sér vestur um haf í leit að Ameríska draumnum. Viðmælendur hans eru misþekktir meðal þjóðarinnar, þekktastur er Bjarni Tryggvason geimfari en Hilmar og Kristín Skagfield stóreignafólk í Flórida þekkja eflaust einnig margir og þeir sem eru komnir á efri ár og lifðu ástandsár síðari heimsstyrjaldar muna kannski eftir Hallfríði Guðbrandsdóttur Schneider, sem féll fyrir einum af sonum Sáms frænda úr hernámsliðinu. Fimmti íslendingurinn í bókinni þekkja örugglega fáir utan hans heima- bæjar, en á engan er hallað þegar hér er fullyrt að hann er stjarna bókarinnar. Þetta er ísfirðingurinn Jón Gríms- son sem hefur marga fjöruna sopið eftir að hann settist að á vesturströnd Bandaríkjanna. Taumiaus frásagnar- gleði einkennir frásögn Jóns þar sem hvert ævintýrið öðru svakalegra rekur annað. Hann fór úr því að vera háseti á manndrápsfleytum á Alaskamiðum til þess að eiga og stýra frystitogara. Hann hefur misst skipverja í greipar Ægis, átt í milljóna dollara málaferlum fyrir bandarískum dómstólum, tekist á við harðsnúna japanska viðskipta- jöfra, ítalska mafíósa og þurft að horfa á fjara undan útgerð sinni. Hér er gripið niður í sögu Jóns árið ??? þegar svo er komið að til þess að geta haldið áfram að vinna þarf hann að útvega sér græna kortið hið snarasta. Og hvernig er það hægt á sneggri hátt en að gifta sig, jafnvel þó að maður þekki konuna ekki neitt? ... “áhætta þeirra sem stunduðu krabbaveiðar að slasast eða deyja var fimm sinnum meiri en þeirra sem sendir voru til Víetnam á meðan átökin þar voru hörðust." Draumur minn var aö komast á fiskveiðar viö Alaska en vandinn var sá aö ég var ekki með græna kortið sem veitir útlendingum fullan rétt til atvinnu. Einn skipsfélaga minna var Skip Carter, hippi sem var I námi I trúarbragðasögu. Hann sagöi aö eina leiðin fyrir mig til að fá græna kortið væri að ganga í hjónaband. Ég sá á því ýmis tormerki og þá einna helst að ég var ekki í neinu sambandi við stúlku sem hentað gæti til slíkrar athafnar. Við sátum á krá þar sem ákaft var leitað leiða til að leysa vandamál mltt. Skip sagð- ist geta bjargað málinu. Hann þekkti stúlku sem var að reyna að kljúfa þílakaup og myndi ábyggilega fást til að leysa vanda minn gegn hóflegri greiðslu. Ég sagði að fé- lagar mínir yrðu strax að semja um þetta mál. Þeir gengu í málið og strax þetta kvöld var samkomulag við stúlkuna t höfn. Næsta morgun átti ég aö hitta hana og þá gætum við skipulagt með hvaða hætti hjónavígslan færi fram. Mér fannst hagur minn heldur betur vænkast og samþykkti að greiða stúlkunni tvö þúsund dollara. Eftir athöfnina atti hún að fá þúsund dollara en afganginn sex mánuðum síðar. Til þess að yfirvöld samþykktu hjónaband- ið varð þaö að standa í sex mánuði eða ár. Að öðrum kosti yrði þvt rift og græna kortið ekki lengur í hendi. Morguninn eftir hitti ég konuefnið á fyrir- fram ákveðnum stað. Hún reyndist vera bráðmyndarleg og sagðist heita Linda. Ég var þegar búinn að ráða mig á skip til krabbaveiða við Alaska og átti að fara þang- að að tveimur dögum liðnum. Við urðum því að hafa hraðan á og ókum í snarhasti til borgarinnar Reno í Nevada. Þar gengum við fyrir dómara sem pússaði okkur saman á mettíma. Að athöfninni lokinni afhenti ég Lindu umslag með þúsund dollurunum og við ókum t loftköstum til baka. Eina tilbreytingin á brúðkauþsdaginn var að lögreglan stöðvaði mig fyrir of hraðan akstur. Við töluðum Ittið saman á bakaleið- inni og ég fann að þungt var I eiginkonu minni. Þegar sá tími rann upp að leiðir skildu leit hún á mig og rétti mér umslagið. „Ég get ekki tekið við þessu,” sagði hún. Ég maldaði eitthvað t móinn en fann að henni var full alvara og tók við peningunum aftur. Um þetta leyti var ég að flytja til Seattle, þaðan sem skip mitt var gert út. Ég leit á Lindu og þakkaði henni fyrir. „Þú heimsækir mig kannski til Seattle fyrst við erum nú hvort eð er gift,” sagði ég. Enda leist mér þegar bærilega á eiginkonuna. Hún kinkaði kolli og við bundum það fast- mælum að hittast að nýju þegar ég kæmi úr fyrsta Alaskatúrnum. Daginn eftir hélt ég norður til Seattle sem kvæntur maður og með bráðabirgðapappíra um græna kortið upp á vasann. Nú gat ég tekið hvaða vinnu sem var og þurfti ekki lengur að pukrast í svartri vinnu. Ekki var þó björninn að fullu unninn því til að fá fullgilt grænt kort þurftum við Linda bæði að mæta fyrir útlendingaeftirlitið og færa sönnur á að hjónabandið væri ekki sviðsett. Mín beið skipsrúm á Aleutian Beauty sem var 82 feta krabbabátur. Skipstjóri var ís- lendingurinn Pétur Njarðvík. Um það var samið að ég yrði á lægsta kaupinu um borð sökum þess að ég hafði enga reynslu af krabbaveiðum. Minn hlutur var þrjú prósent af heildaraflaverðmæti bátsins. Þarna stund- aði ég þær hættulegustu veiðar sem ég hef komist í fyrr og síðar. Báturinn var of lítill og útbúnaðurinn engan veginn í samræmi við það sem eðlilegt getur talist. Krabbagildrurn- ar voru of stórar miðað við bátinn og um borð var bílkrani sem réð lítið við þær. Þarna var stór floti krabbaskipa og slys á mönnum tíð. Á þessari vertíð fórust þrír menn í slys- um áður en veiðarnar hófust af nokkru viti. Skýrsla sem gerð var um ástandið leiddi T Ijós að áhætta þeirra sem stunduðu krabba- veiðar að slasast eða deyja var fimm sinnum meiri en þeirra sem sendir voru til Víetnam á meðan átökin þar voru hörðust. Þegar til Seattle kom fór ég strax að vinna við að gera bátinn kláran á veiðar. Sett var í hann nýtt kerfi fyrir krabbatankana sem héldu aflanum lifandi eftir að hann var inn- byrtur. Alls tók það okkur tvo mánuði og ég bjó allan tímann um borð. Meðan ég vann við bátinn kom Linda í heimsókn og við hjón- in tókum upp ástarsamband. Allt frá því við giftumst hafði mér verið hugsað til hennar enda var stúlkan ásjáleg. Við áttum saman rómantískan tíma T Seattle en síðan hélt hún til Los Angeles þar sem foreldrar hennar bjuggu. Hún fór suður á nýjum bíl sem ég átti og fastmælum var bundið að við myndum hittast aftur. (Kafli úr Ameríska draumnum eftir Reyni Traustason). SKÝ 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.