Röst - 01.04.1944, Síða 5
R ö S T
5
þeirra manna, sem kjósa að vinna verk sín
án allrar háreysti og beita elju sinni allrí á
því sviði, er þeir hafa tekið sér íyrir hendur
og gert að lífsstarfi sínu.
Meðal allra, er þekktu Ölaf heitinn í HJíð,
mun sár harmur að honum kveðinn, og fyrir
þjóð okkar er ekki meiri skaði að neinu en
missi slíkra manna sem Ólafur var: ungur
hraustur, reglusamur og duglegúr.
það hlýtur jafnan að verða bjart yíir minn-
ingunni um Ölaf heitinn — fuilhugann, sem
svo ungur féll með heiðri við það starf, er
hann hafði helgað alla krafta sína.
K. O.
Guðni Jónsson
skipítjóri á m. b. »Nirdi«
Hann var fæddur 6. júní 1903 hér í Eyj-
um, sor.ur Jóns Jónssonar bónda í Ölafs-
húsum og fyrri kor.u hans, Elínar Sigurðar-
dóttur.
Guðni ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi
oftast heima hjá sér, þar til hann giptist
Önnu Eiríksdóttur á Vegamótum.
Varð þeim fimm barna auðið, og eru fjög-,
ur á lífi, öll ung.
Guðni byrjaði þegar á unga aldri sjó-
mennsku, var fyrst háseti og vélstjóri, en
lengst af skipstjóri.
Hann varð ágætur sjómaður, gætinn, en
þó harðsækinn og aflasælf.
þegar sem unglingur var har.n áhugamaður
um íþróttir og líkamsrækt og var því einn
af stofnendum “Tys“ 1921.
Síðan var hann einn traustasti knattspyrnu-
maður í Vestmannaeyjum um mörg ár, leik
maður, hvort sem gekk vel eða illa.
Einnig var hann ágætur glímumaður. Segir
Friðrik Jesson, að Guðni hafi verið mesíi
glímumaður hér lengi, afrendur að afli og
fimi. Kom prúðmennska Guðna einna bezt
frarn: í þessari keppni, því að aldrei mun hafa
komið fyrir, að hann léti kappið um röðina á (
lista sigurvegaranna, verða list íþróttarinnar
yfirsterkara.
Guðni Jónsson
Guðni hélt glímunni áfrarn í fangbrögðum
við Ægi gamla, til varnar og sóknar fyrir
nánustu skyldmenni sín, konu og börn.
Öll'um er kunnugt um úrslit síðustú glímú
þeirra félaga við Ægi.
þeir féllu eins og svo margar hetjur hér,
í hina votu gröf.
Er þungur harmur skyldmenna hans víð
svo skjótt hvarf í blóma lífsins. En svo
hlýtur alltaí að verða eftir góðan dreng.
Getur aldinn faðir hans sagt í söknuði sín-
um eins og annar íslenzkur faðir sagði við
missi sonar fyrir þúsund árum:
Veit ég ófullt
og opit sfanda
sonar skarð,
Er mér sær of vann.
þó er vert fvrir öll skýldmennin að minn-
ast þess, að eitt er voldugra en sjálfur dauð-
inn: það er “dómur of dauðan hvern,“ orð-
stírinn, sem aldrei deyr.
Enda þótt Guðni vrði aðeins fertugur að
aldri, er orðstír hans, sem góðs drengs,
eilífur í huga Eyjaskeggja, hvort sem þeir
voru honum mikið kunnugir eða ekki.
Svo mikill var hans drengskapur, svo sönn
hans göfugmennska.
V. Ó.