Röst - 01.04.1944, Síða 14

Röst - 01.04.1944, Síða 14
14 R Ö S T itil að syngja á þýsku eins og við? hugsaði ■ ég með sjálfum mér. Alltaf, þegar ég leit upp frá skriftinni, sá ég herra Hlarnel sitja hreyfingarvana í stóln- um sínum og stara í kringum sig. það var eins og harai1 vildi sk,!apa í Jruga sér ófyrnan- lega mynd af litlu skólastofunni okkar. I fjörutíu ár hafði hann starfað hér með garð- inn sinn utan við gluggann og nemendurna andspænis sér. Skólaborðin og bekkirnir voru hið eina, sem breytzt hafði. Valhnotutrén í garðinum höfðu einnig stækkað. Hjumalvið- urinn, sem hann hafði sjálfur gróðursett, náði nú allt upp að þaki. það hlaut að falla honurni þungt að verða að yfirgefa allt þetta. í her- berginu yfir höfðum okkar var systir hans í önnum við að búa um farangur þeirra. þau áttu að hverfa úr landi strax að morgni. þegar skriftaræfingunni var Iokið, tók herra Hamel að spyrja okkur út úr sögu frakklands. Hauser gamli sat enn; í sæti sínu og hafði sett upp gleraugun. Hiann hélt báðum hönd- utn um frönskunámsbókina og grét af geðs- hræringu. Hlann var svo skringilegur f hátt- um, að okkur var næst skapi að hlægja og gráta í Jsenn. þessari kennslustund mun ég aldrei gleyma. Skyndi'.ega tck kirkjuklukk'an að slá. Um sömu mundir hljómaði trumbusláttur prúss- nesku hermannanna utan við gluggann. Herra Hamel reis á fætur. Andlit hans var náfölt. Mér hafði aldrei virzt hann svo tígulegur fyrr. — Vinir mínir, mælti hann skjálfandi röddu. Lengra komst hann ekki. Oeðshræringin varn aði honum mál's. Hann gekk að veggtöfl- unni, tók fram krítarmola og ritaði stórum stöfum: —Lifi Frákkland. Hann hallaði sér þreytulega upp að vegg- töflunni og bandaði til okkar nendinnl án þess að mæla orð frá vörum. ----Kennslustundinni er 'lokið. — þið meg- ið fara. H. S. þýddi. Kvöldskóta iðnaðarmanna er ’nýlokið hér eftir 5^3 mán. starf. Iðnnemar voru að þessu sinni 37, sem skiptast þannig milli iðngreina: Bakaranemí 1, bátasmíðanemar 2, bifvélavirkjanemi 1, hús- gagnasmíðanemar 4, járnsmíðanemar 10 múr- aranemar 2, rafvirkjanemar 2, rakaranenú 1, trésmíðanemar 7. þessi iðnnemafjöldi er meiri en nokkru sirmi fyrr, og er slíkt talandi tákn um vax- andi þróun iðnaðarstéttarinnar og jafnframt blóma í atvinnulífi þjóðarinnar. Eftirtekt- arvert er það einnig, að mesltur fjöldi iðn- nemanna Iæra bátasmíði og járnsmíði, eða vélsmíði aljskonar, það sýnir heilbrigða þró- un, að fjöldinn er mestur í þeim greinum, sem náíengdastar eru atvinnulífi okkar hér. Auk iðnnemanna sækja þennan skóla fjöl'di almermra kvöldskólanema, og hefir aðsókn þeirra áð skólánum aukizt með hverju ári, svo að ekki hefir verið unnt að koma Öllum fyrir í húsnæði skólans, sem um hafa sótt síðustu árin. Að þessu sinni voru alls teknir 88 nemendur 76 reglulegir með þátttöku í flestum eða öl!- um greinum, og 12 aukánemar, sem fengu þátttöku í einni einstakri námsgrein. Auka- nemar eru helzt stúlkur, sein sækja mjög eft- ir þátttoku í handavinnu, þótt þær hafi ekki ástæður til annars náms. þessi mikia aðsókn skólans sýnir glögglega, ' hve vel fyrirkomulag hans hentar öllum al- menningi, enda er það skiljanlegt, þar sern skólinn veitir unglingunum tækifæri til þess að halda við þvi, sem áður er lært og bæta við þekkingu sfna í nauðsynlegustu náms greinum, eftir því sem á.stæður og hæfileikar

x

Röst

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.