Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 69
BYGGINGARSTARFSEMI
í þessum kafla eru tölur um fjölda íbúa og íbúða bornar saman á
ýmsa vegu, en rétt þykir að gera grein fyrir, að tölum um fjölda
ibúða ber ekki alls staðar saman. Ástæða þess er sú, að fjöldi
ibúða i Reykjavik er fundin með þremur mismunandi aðferðum,
fasteignamati, talningu brunatryggðra ibúða og framreikningi
byggðum á fjölda fullgerðra ibúða á liðnu ári. Ljóst er að
framreiknaður fjöldi ibúða verður aldrei nákvæmur, þar sem ekki er
tekið tillit til breyttrar nýtingar ibúða og úreldingar.
Með samanburði milli ára má sjá að nokkru þá þróun, sem orðið
hefur á liðnum árum. í grein Bjarna Reynarssonar, yfirdeildar-
stjóra Borgarskipulags Reykjavikurborgar, um aðalskipulag Reykja-
vikur 1984 til 2004, sem birtist i siðustu Árbók, segir meðal
annars um uppbyggingu innan núverandi byggðar:
"Áætlað er að á timabilinu 1984-1994 verði byggðar 1.300 nýjar
ibúðir vestan Elliðavogar. Stærstu svæðin eru við Meistaravelli,
Grandaveg, Þverholt, á Rauðarárholti, i miðbænum og við Skúlagötu.
Uppbyggingu verður ekki lokið á tveimur siðasttöldu svæðunum árið
1994 að þvi er talið er. Ennfremur er ráðgert að Grafarvogs-
hverfin þrjú, Ártúnsholt og Selás verði að fullu byggð fyrir mitt
skipulagstimabilið.
Uppbygging miðbæjarstarfsemi verður aðallega i miðborginni,
Kringlunni og Mjóddinni. Skipulagsvinna i Miðbænum, Gamla bænum,
Skúlagötu og Laugavegi miðar að þvi að efla Miðbæinn og gera
verslun þar samkeppnishæfa við stórmarkaði og verlsunarmiðstöðvar
á höfuðborgarsvæðinu. í Mjóddinni er i byggingu stórt miðhverfi
er þjóna mun öllum Breiðholtshverfunum. Likur eru á þvi að
miðhverfin, Kringlan og Mjóddin, verði nær fullbyggð um 1994.
Einnig er ætlunin að byggja upp verslunar- og þjónustukjarna i
Seljahverfi, Ártúnsholti og Selási.
Meginuppbygging atvinnuhúsnæðis verður i austurhluta borgarinnar.
Búist er við að Ártúnshöfði, Ártúnsholt, Borgarmýri og Smálönd
verði nær fullbyggð um 1994. Talsverð uppbygging er fyrirhuguð á
nokkrum minni svæðum i borginni, s.s. á Háskólasvæðinu, i
Skipholti, við Lágmúla, Borgartún og i Skeifunni. Uppbyggingu þar
ætti að ljúka á fyrri hluta skipulagstimabilsins".