Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 227
211
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem greitt hafa til lífeyrissjóða í samtals 20 mánuði á
undanförnum 24 mánuðum, eiga sama rétt og einstaklingar skv. 1. mgr. Hafi elli- og
örorkulífeyrisþegi lífeyri frá fieiri en einum lífeyrissjóði miðast lánsréttur hans við skulda-
bréfakaup þess sjóðs sem greiðir honum mestan lífeyri á þeim tíma sem sótt er um lánið. Þeir
elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fullnægja ekki skilyrðum þessarar mgr., eiga hámarkslánsrétt
skv. 1. mgr. þessarar greinar. Sama máli gegnir um þá sem hafa verið utan vinnumarkaðar
vegna fötlunar og örorku þótt þeir séu ekki lífeyrisþegar.
Lánsréttur hjóna og sambýlisfólks miðast við meðaltal lánsréttar þeirra.
Þrátt fyrir ákvæði 1 .-5. mgr. er húsnæðismálastjórn heimilt að skerða eða synja um lán ef
umsækjandi á fyrir fleiri en eina íbúð. Einnig er húsnæðismálastjórn heimilt, þrátt fyrir ákvæði
12., 13., 14. og [30. gr.]1) laga þessara, að skerða lán og breyta kjörum á lánum umsækjenda
sem eiga fyrir fullnægjandi íbúðarhúsnæði, skuldlaust eða skuldlítið og stærra en 180 m:
brúttó, að frádregnum bílskúr. Um stærðarútreikning íbúða gilda sömu reglur og skv. c-lið 13.
gr. Ef umsækjandi er í hjónabandi eða óvígðri sambúð skal miða við íbúðareign beggja.
Ákvörðun húsnæðismálastjórnar um skerðingu eða synjun á láni skal vera rökstudd. Nánari
reglur um framangreind atriði skal setja í reglugerð.
Umsækjendur, sem uppfylla skilyrði laga þessara um lánveitingu skv. 13., 14., 18. og 25.
gr., skulu innan þriggja mánaða frá því að umsókn var lögð fram fá svar um hvort þeir eigi rétt
á láni. í svari Húsnæðisstofnunar til umsækjanda skal koma fram að lánið sé háð því að
lífeyrissjóður eða sjóðir, sem umsækjandi er félagi í, hafi fullnægt samningi við Húsnæðis-
stofnun um ráðstöfunarfé til Byggingarsjóðs ríkisins. Endanleg svör um afgreiðslutíma láns og
lánsupphæð berist eigi síðar en einu ári áður en fyrsti hluti láns kemur til afgreiðslu. Áður en
gengið er frá lánssamningi skal kostnaðar- og greiðsluáætlun liggja fyrir og skal Húsnæðis-
stofnun kynna umsækjanda þá greiðslubyrði sem væntanleg lántaka hans hefur í för með sér.
Telji Húsnæðisstofnun að augljóst sé að umsækjandi geti með engu móti staðið undir
fjármögnun viðkomandi íbúðar skal skýra umsækjanda frá því. Húsnæðismálastjórn er þá
jafnframt heimilt að krefjast ríkari ábyrgðar á láninu en að öðrum kosti synja um lánveitingu.
Úthlutun lána til þeirra sem eru að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn, svo og lána til
meiri háttar viðbygginga, endurbóta eða orkusparnaðar, skal ganga fyrir úthlutun lána til
þeirra sem eiga íbúð fyrir og skulu fyrrnefnd lán afgreidd í sömu röð og umsóknir berast þegar
íbúðir verða veðhæfar. Á sama hátt er húsnæðismálastjórn heimilt að láta úthlutun lána til
þeirra ganga fyrir sem eiga fyrir ófullnægjandi íbúð og þurfa að skipta um húsnæði af
fjölskylduástæðum. Nánari reglur um framangreind atriði skulu settar í reglugerð. Heimilt er
að skipta láni í allt að þrjá hluta eftir nánari reglum sem húsnæðismálastjórn setur enda fylgi
lánið eða lánshlutarnir að fullu ársfjórðungslegum breytingum á vísitölu byggingarkostnaðar.
Hafi húsnæðismálastjórn gert samning við lánastofnun um afgreiðslu lána skv. 10. gr.
skal lántakanda gefinn kostur á að lánssamningur, afgreiðsla og útborgun lánsins verði á
vegum viðkomandi lánastofnunar sem þá annast mat kostnaðar- og greiðsluáætlana.
Lán til sama umsækjanda skv. 13., 14. og 25. gr. laga þessara skal ekki veita oftar en á
fimm ára fresti að jafnaði.
Lán til kaupa eða bygginga á nýjum íbúðum.
13. gr.
Lán skv. 1. tölul. 11. gr. eru veitt til aðbyggja eða kaupanýjaríbúðir. Þegar einstaklingur
á í hlut ræðst lánsfjárhæð af samningi lífeyrissjóðs umsækjanda um skuldabréfakaup af
Húsnæðisstofnun ríkisinsskv. 12. gr., þvíhvort umsækjandieraðbyggja eða kaupa sínafyrstu
íbúð eða ekki og af stærð íbúðarinnar sem hér segir:
1) Áður 48. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 70/1990.