Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 250
Bvggingarsjóðs verkamanna, enda verði sveitarstjórn þá ekki skylt að greiða 10% af
viðbótarláni til Byggingarsjóðs verkamanna.
Heimilt er húsnæðismálastjórn að nota hluta hagnaðar, sem myndast við sölu, til þess að
greiða kostnað við eigendaskipti íbúðar eða leggja ákveðinn hundraðshluta á söluverð íbúðar
til þess að mæta slíkum kostnaði.
Þegar íbúð hefur verið endurseld skv. þessari grein og nýtt lán veitt kaupanda hennar úr
Bvggingarsjóði verkamanna gilda reglur [99. og 101. gr.]1) um verðlagningu hennar ef hún er
keypt inn öðru sinni.
[106. gr.]:)
Nú innleysir sveitarfélag íbúð sem er þinglýst eign Byggingarfélags verkamanna og skal
þá stjórn hlutaðeigandi byggingarfélags eða sveitarstjórn, hafi hún tekið við hlutverki þess,
leysa íbúðina úr veðböndum, enda verði eftirstöðvar áhvílandi láns úr Byggingarsjóði
verkamanna greiddar upp.
Við sölu slíkrar íbúðar er heimilt að veita nýtt lán til kaupanda hennar skv. 105. gr. og
skulu félagsmenn í hlutaðeigandi byggingarfélagi að öðru jöfnu ganga fyrir um kaup hennar.
[107. gr.]:)
Heimilt er félagsmönnum í byggingarfélögum verkamanna, sem annast sameiginlegt
viðhald á íbúðum félagsmanna, að stofna húsfélög í samræmi við ákvæði laga nr. 59/1976. um
fjölbýlishús, þannig að húsfélögin taki sameiginlegt viðhald í sínar hendur. Félagsmálaráð-
herra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
[108. gr.
Húsnæðismálastjórn skal úrskurða um þann ágreining milli seljanda íbúða og húsnæðis-
nefnda sem til hennar er vísað og varðar útreikning á greiðslu til seljanda skv. 101. gr., svo og
ákvarðanir um endursölu íbúða skv. 102. gr.]')
VII. KAFLI
Tækni- oe þjónustudeild Húsnæðisstofnunar.
[109.gr.]')
Hlutverk deildarinnar er tvíþætt. Annars vegar skal hún vera húsnæðismálastjórn til
ráðuneytis um tæknileg atriði. Hins vegar skal hún veita húsbyggjendum þjónustu með
ráðgjöf um byggingarmál og sölu íbúðateikninga.
Verkefni tækni- og þjónustudeildar eru þessi:
a. Tæknisvið:
1. Að semja skilyrði fyrir lánshæfni íbúða og endurmeta þau að staðaldri með hliðsjón af
breyttum þjóðfélagsháttum og nýjungum í byggingartækni. Gera skal grein fvrir gæða-
og stærðarkröfum og nauðsynlegum tæknilegum atriðum. Heimilt er að áskilja að
forsenda lánshæfni sé hönnun húss í MÁT-kerfi og notkun almennra bvggingarstaðla.
2. Að gera tillögu um staðalíbúðir til viðmiðunar við ákvörðun lánsréttar og áætla
byggingarkostnað slíkra íbúða í samráði við Rannsóknastofnun bvggingariðnaðarins.
3. Að hafa á hendi eftirlit með framkvæmdum þeirra aðila sem njóta lána úr veðlánakerf-
inu, eftir því sem þörf er á, og sjá um að settum skilyrðum sé fullnægt.
4. Að vera ráðgjafi Húsnæðisstofnunar og stjórnar hennar um tæknileg málefni og annast
samskipti við aðra opinbera aðila sem vinna að áætlunargerð. rannsóknum og
tilraunum á sviði húsnæðis- og byggingarmála.
1) Upphaflega67. og68. gr..en þærvoru felldar brott með3. ar. Iaaa nr. 70/1990:samsvarandi ákvæðierunúí99. og
101. gr.
2) Sjá aths. við 103. gr.
3) Lög nr. 70/1990. d-liður4. gr.
4) 109. og 125. gr. voru upphaflega 102.-118.; síðar 104.-120. gr , sbr. 3. og4. gr. laga nr. 109/1988.ogloks 123.-139.
gr., sbr. 2. gr. laga nr. 76/1989.