Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 228
212
a. Eigi umsækjandi, sem er að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, hámarkslánsrétt skv. 1. mgr.
12. gr. nemur lán til hverrar íbúðar 2.100.000 kr., en eigi hann lágmarkslánsrétt nemur
lán til hverrar íbúðar 700.000 kr. Önnur lán eru hlutfallslega þar á milii eftir lánsrétti
umsækjanda í samræmi við skuldabréfakaup lífeyrissjóðs hans skv. 1. mgr. 12. gr.
Ofangreindar fjárhæðir eru miðaðar við vísitölu byggingarkostnaðar í ársbyrjun 1986.250
stig (desember 1982 = 100) og brevtast ársfjórðungslega í samræmi við breytingar
vísitölunnar. Umsækjandi getur talist vera að byggja eða kaupa ífyrsta sinn þótt hann hafi
áður fengið lán úr Byggingarsjóði ríkisins, enda hafi hann misst íbúð sína eða mestan
hluta eignar sinnar í henni, svo sem vegna hjónaskilnaðar, greiðsluerfiðleika eða
gjaldþrots. Nánar skal kveða á um þessi atriði í reglugerð.
b. Eigi umsækjendur íbúð fyrir nemur lán til hverrar íbúðar 70% af lánsfjárhæðum skv. a-lið
þessarar greinar.
c. Lán skv. a- og b-liðum þessarar málsgreinar skulu skerðast um 2% fyrir hvern m; sem
íbúðin er stærri en 180 m; brúttó að frádregnum bílskúr. Stærðarútreikningur íbúða skal
nánar skilgreindur í reglugerð þar sem tekið verði skýrt fram hvert sé nýtingargildi
húsnæðis.
Þrátt fyrir ákvæði a- og b-liða þessarar greinar má lánsfjárhæð samkvæmt þessari grein
aldrei vera hærri en nemur 70% af kostnaðaráætlun viðkomandi íbúðar, eða 70% af
raunverulegu kaupverði íbúðar.
Ef húsnæði, sem íbúðarlán hefur verið veitt til, er tekið til annarra nota en íbúðar fellur
allt lánið í gjalddaga án fyrirvara. Sama gildir ef íbúð, sem lánað er til, er sameinuð annarri
íbúð sem áður hefur hlotið fullt lán úr Byggingarsjóði ríkisins.
Lán samkvæmt þessari grein er einnig heimilt að veita þeim sem byggja sérhannaðar
söluíbúðir fyrir aldraða eða leiguíbúðir fyrir almennan markað. Þegar slíkir aðilar eiga í hlut
skal lánsfjárhæð miðast við lágmarkslánsrétt skv. a-lið 1. mgr. þessarar greinar, sbr. og 1. mgr.
12. gr.
[Einnig er heimilt að veita sveitarfélögum, félagasamtökum eða fyrirtækjum lán til að
byggja eða kaupa nýjar almennar kaupleiguíbúðir enda hafi verið sýnt fram á að nauðsynlegt
sé af sérstökum tilgreindum ástæðum að auka framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu, sbr.
[...]'). Lánsfjárhæð má nema70% afkostnaðaráætluneðaafraunverulegu kaupverði íbúðar,
þó ekki hærri fjárhæð en 70% af kostnaðargrundvelli sem húsnæðismálastjórn hefur
samþykkt, sbr. [.. .]2).]3)
Lán samkvæmt þessari grein skulu veitt gegn 1. veðrétti og skal lánstími vera allt að 40
árum. Um lánskjör að öðru leyti gilda ákvæði [30. gr.]4).
Lán tii kaupa á notuðum íbúðum.
14. gr.
Lán skv. 2. tölul. 11. gr. eru veitt til kaupa á íbúðum sem áður hafa verið í notkun og
hlotið hafa samþykki byggingaryfirvalda.
Þegar einstaklingar eiga í hlut miðast lánsfjárhæð við lánsrétt umsækjanda skv. 12. gr.,
svo og það hvort umsækjandi er að kaupa íbúð í fyrsta sinn eða á íbúð fyrir. Umsækjandi. sem
er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, á rétt á láni sem nemur 70% af lánum skv. a-Iið 1. mgr. 13. gr.
Umsækjandi, sem átt hefur íbúð áður, skal á sama hátt eiga rétt á láni sem nemur 70% af
láni skv. b-lið 1. mgr. 13. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. mgr. má lán, sem veitt er samkvæmt þessari grein að viðbættum
áhvílandi lánum, uppfærðum, úr Byggingarsjóði ríkisins. aldrei nema hærri fjárhæð en 70% af
1) Upphaflega 32. gr., en hún var felld brott með 3. gr. laga nr. 70/1990.
2) Upphaflega 2. og 3. mgr. 31. gr., en þær voru felldar brott með 3. gr. laga nr. 70/1990.
3) Málsgrein þessi á ekki lengur við. sbr. 2. gr. laga nr. 70/1990.
4) Áður 48. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 70/1990.