Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 238
Sveitarstjórn ber að kanna heildarþörf á félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu og á
grundvelli hennar skal unnin fjögurra ára áætlun um byggingu eða kaup á félagslegum íbúðum
sem endurskoðuð skal árlega.
Áætlanir um byggingu eða kaup félagslegra tbúða eiga að byggjast á mati á þörf fyrir nýjar
íbúðir. upplýsingum um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu, horfum í atvinnulífinu og
mannfjöldaþróun. Einnig komi fram í áætluninni fjöldi þeirra íbúða sem nauðsynlegt er að
byggja eða kaupa, æskilegar stærðir. húsgerð og áætlaður byggingartími. Jafnframt skal gerð
grein fyrir æskilegri skiptingu íbúða milli eignarfbúða og leiguíbúða.
58. gr.
Sveitarfélag skal lána 10% kostnaðarverðs hverrar íbúðar við byggingu eða kaup á
eignaríbúð. Skal það gert með því að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun ríkisins.
Húsnæðisstofnun endurgreiðir sveitarfélaginu lánið á 15 árum, sbr. 2. mgr. 70. gr.
59. gr.
Verði byggingarkostnaður meiri eða kaupverð íbúðar hærra en sá kostnaðargrundvöllur
sem húsnæðismálastjórn hefur samþykkt að lánveitingu fjármagnar viðkomandi sveitarstjórn
þann kostnað sem umfram er.
Sveitarstjórn er ábyrg fyrir framkvæmdum, á framlagi hennar sem framkvæmdaraðila, á
nýtingu fjármagns, uppgjöri og ráðstöfun þeirra íbúða sem eru á vegum sveitarfélagsins.
60. gr.
Sveitarfélag ber fjárhagslega ábyrgð á þeim umsýslukostnaði sem endursala íbúða hefur í
för með sér. Er sveitarfélagi heimilt að áskilja sér allt að 1% álag af endursöluverði vegna
eigendaskipta sem skiptist jafnt milli seljanda og kaupanda.
Sveitarfélag ber þann kostnað sem kann að verða ef íbúð stendur auð við innlausn og
endursölu.
Nú selst eignaríbúð ekki og er sveitarfélagi þá heimilt að Ieigja hana tímabundið þar til
kaupandi fæst. Um Ieigufjárhæð gildir viðmiðunarregla 89. gr. í reglugerð skal nánar kveðið á
um leigu samkvæmt grein þessari.
Skyldur og verksvið húsnæðisnefnda.
61. gr.
Verkefni húsnæðisnefndar eru m.a.:
1. að gera áætlanir fvrir sveitarfélagið um þörf á félagslegu húsnæði,
2. að hafa umsjón og eftirlit með framgangi félagslegra íbúðarbygginga í sveitarfélaginu,
3. að hafa eftirlit með því að ákvæðum laga um félagslegt húsnæði sé framfylgt í
sveitarfélaginu,
4. að meta greiðslugetu umsækjenda þegar sótt er um eignaríbúðir, sbr. 80. gr.,
5. að úthluta félagslegum íbúðum á vegum sveitarfélagsins til einstaklinga í umboði
sveitarstjórnar,
6. að sjá um endursölu félagslegra eignaríbúða,
7. að veita íbúum sveitarfélagsins upplýsingar og aðra nauðsynlega þjónustu varðandi
félagslegt húsnæði og húsaleigusamninga,
8. að annast skráningu félagslegra íbúða í sveitarfélaginu,
9. að vinna með félögum. félagasamtökum og einstaklingum að húsnæðismálum í sveitarfé-
laginu.
Heimilt er sveitarstjórn að fela félagsmálaráði umsjón og útleigu leiguhúsnæðis í eigu
sveitarfélags.