Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 226
210
10. gr.
Byggingarsjóður ríkisins er í vörsiu Seðlabanka Islands.
Afgreiðsla lána úr sjóðnum og innheimta fer fram í almennum lánastofnunum sem
húsnæðismálastjórn semur við um þá þjónustu.
11. gr.
Ur Byggingarsjóði ríkisins er heimilt að veita lán skv. 1.-8. tölul., enda hafi verið gert ráð
fyrir þessum lánaflokkum í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir það ár sem veiting láns fer fram:
1. Lán til kaupa eða bygginga á nýjum íbúðum.
2. Lán til kaupa á notuðum íbúðum.
3. Lán til bygginga leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða og dagvistarstofnana fyrir börn og
aldraða.
4. Lán til meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði.
5. [...]')
6. Sérstök lán til einstaklinga með sérþarfir.
7. Lán til orkusparandi breytinga á húsnæði.
8. Lán til tækninýjunga í byggingariðnaði.
9. Lán til viðurkenndra framkvæmdaaðila í byggingariðnaði.
10. [...]')
Húsnæðismálastjórn er heimilt að ákveða nýja lánaflokka að fengnu samþykki félags-
málaráðherra.
12. gr.
Einstaklingar, sem sannanlega hafa greitt iðgjöld til lífeyrissjóða í samtals 20 mánuði á
undanförnum 24 mánuðum áður en lánsumsókn er lögð fram, eiga rétt á lánum skv. 13., 14.,
18. og 25. gr. laga þessara, enda hafi Iífeyrissjóður umsækjanda gert samning við Húsnæðis-
stofnun ríkisins um skuldabréfakaup, sbr. 13. gr. Kaupi lífevrissjóður skuldabréf fyrir a.m.k.
55% af ráðstöfunarfé sínu eiga greiðendur iðgjalda til þess sjóðs hámarkslánsrétt en
lágmarkslánsrétt efsjóðurinn kaupirskuldabréf fyrir20% af ráðstöfunarfésínu. Að öðru leyti
ákvarðast lánsréttur hlutfallslega þar á milli miðað við skuldabréfakaup. [Lífeyrissjóðunum er
heimilt að fullnægja samningsbundnum skuldabréfakaupum af Húsnæðisstofnun ríkisins að
hluta með húsbréfum, sbr. IV. kafla laganna um húsbréfaviðskipti. í reglugerð skal f samráði
við lífeyrissjóðina setja nánari ákvæði um skiptingu skuldabréfakaupanna til tveggja ára í
senn.p) Greiðendur iðgjalda til lífeyrissjóða, sem kaupa skuldabréf fyrir minna en sem nemur
20% af ráðstöfunarfé sínu, eiga ekki rétt til ofangreindra lána. Lánsréttur einstaklings, sem
greitt hefur iðgjöld til tveggja eða fleiri sjóða í samtals 20 mánuði á undanförnum 24 mánuðum
áður en hann sækir um lán, ákvarðast með hliðsjón af þeim lánsréttindum sem skuldabréfa-
kaup hvers einstaks sjóðs veita og greiðslutíma iðgjaldanna til hinna einstöku sjóða.
Lánsréttur þeirra, sem hafa verið tímabundið utan vinnumarkaðar vegna árstíðabund-
innar atvinnu eða veikinda, skal ekki skerðast af þeim sökum. Hið sama gildir um lánsrétt
þeirra sem hverfa tímabundið frá störfum vegna endurmenntunar eða annars náms. enda hafi
þeir átt lánsrétt áður, sbr. 1. mgr. þessarar greinar.
Hafi maður haft heimilisstörf að aðalstarfi og ekki haft meiri launuð störf á vinnumarkaði
en nemur fjórðungi ársverks eða meiri árslaun en 75 000 kr. miðað við kauplag á árinu 1985 á
hann hámarkslánsrétt skv. 1. mgr. sé hann ekki í hjúskap eða sambúð en annars á hann sama
lánsrétt og maki hans.
1) Lög nr. 70/1990. 2. gr.
2) Lög nr. 76/1989, 1. gr.