Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 249
Um íbúðir, sem byggðar voru af Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar skv. lögum nr.
97/1965, svo og þær íbúðir sem byggðar voru skv. lögum nr. 58/1973 og lögum nr. 38/1976,
skulu gilda sömu reglur og um íbúðir í verkamannabústöðum skv. þessum kafla. [Húsnæðis-
nefndir]1) skulu fara með kaup og sölu slíkra íbúða og varðandi fjármögnun þeirra við sölu
skulu gilda ákvæði [68. gr.]:)
Sveitarfélög eiga forkaupsrétt á íbúðum sem bvggðar voru til útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. enda hafi ríki og sveitarfélög lánað til kaupa þeirra
íbúða og þau lán verið til 40 ára eða lengri tíma. Þar sem sérstakar matsnefndir hafa ekki verið
skipaðar til að meta kaupverð slíkra íbúða við gildistöku laga þessara skulu sveitarstjórn og
[húsnæðisnefnd]1) tilnefna hvor sinn mann í tveggja manna matsnefnd til að meta verð til
seljenda þessara íbúða. Skal við matið taka fullt tillit til þeirra matsreglna sem gilt hafa við
kaup íbúðanna. Óski sveitarstjórn eftir því er heimilt að endurfjármagna íbúðir þessar við
endursölu skv. [68. gr.]:) þessara laga. Sveitarstjórn getur samþykkt að gefa út kvaðalaust
afsal fyrir þessum íbúðum áður en 30 ára eignarhaldstími er liðinn. Um íbúðir þessar skulu að
öðru leyti gilda ákvæði þessa kafla eftir því sem við á.
[104. gr.]3)
Seljandi íbúðar skal fá endurgreidda þá fjárhæð, sem hann greiddi af kaupverði
íbúðarinnar þegar hann festi kaup á íbúðinni, með 1% vöxtum og verðbótum. Að auki skal
hann fá greiddan eftir því sem við á !4,, !4 eða /n hluta upphaflegra lána fyrir hvert ár, sem
hann hefur átt íbúðina, einnig með vöxtum og verðbótum. Verðbætur skal greiða miðað við
hækkun lánskjaravísitölu en heimilt er að miða við byggingarvísitölu ef lánskjaravísitala liggur
ekki fyrir. Draga skal frá /:% fyrningu fyrir hvert ár eignarhaldstíma.
[Húsnæðisnefndþ) skal greiða seljanda andvirði endurbóta á íbúðinni skv. nánara
samkomulagi milli þeirra. Sömuleiðis skal taka tillit til ástands íbúðar við afhendingu, einnig
skv. nánara samkomulagi.
[• ■ Y)
Seljandi íbúðar á rétt til fullnaðargreiðslu skv. þessari grein. eða úrskurði matsnefnda,
innan 8 vikna frá afhendingu íbúðar. Afhending skal að jafnaði ekki fara fram fyrr en
niðurstaða liggur fyrir um fjárhæð greiðslu til seljanda íbúðar.
Þegar liðin eru 30 ár frá sölu íbúðar getur eigandi hennar óskað eftir að fá gefið út
kvaðalaust afsal. Þeim sem fer með málefni þessara íbúða í sveitarfélaginu er skylt að verða
við slíkri ósk, enda hafi eigandi íbúðar eða maki hans átt íbúðina allan þann tíma og hann
greiði upp eftirstöðvar áhvílandi lána úr Byggingarsjóði ríkisins og/eða Byggingarsjóði
verkamanna.
[105. gr.]3)
[Húsnæðisnefnd skal ákveða söluverð íbúða íverkamannabústöðum þarsem kaupskyldu
eða forkaupsréttar er neytt. Við ákvörðun söluverðs skal m.a. taka tillit til byggingarkostnað-
ar íbúða á þeim tíma, sem sala fer fram, áhvílandi lána frá Bvggingarsjóði ríkisins eða
Byggingarsjóði verkamanna og ástands íbúðar. Húsnæðisnefnd annast sölu íbúða í umboði
sveitarstjórnar.]5)
Heimilt er að veita nýtt lán úr Byggingarsjóði verkamanna til þess sem kaupir gamia íbúð
í verkamannabústað, sbr. 2. og 3. mgr. 103. gr.
Slíkt lán má nema allt að 85% söluverðs íbúðar en þó ekki hærri fjárhæð en 85% af þeim
kostnaðargrundvelli að lánveitingu sem húsnæðismálastjórn hefur samþykkt. Heimilt er að
láta áhvílandi lán hvíia áfram á íbúðinni og veita viðbótarlán allt að fyrrnefndu hámarki.
Hagnaður, sem verða kann af sölu eldri íbúða í verkamannabústöðum, skal renna til
1) Lög nr. 70/1990, a-liður 4. gr.
2) Upphaflega 66. gr., en hún var felld brott með 3. gr. laga nr. 70/1990; samsvarandi ákvæði eru nú í 68. gr.
3) Sjá aths. við 103. gr.
4) Lög nr. 70/1990. b-liður 4. gr.
5) Lög nr. 70/1990, c-liður 4. gr.