Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1990, Blaðsíða 245
kvæmdaraðili heimilað að maki yfirtaki íbúðina við andlát leigutaka. hjónaskilnað, kaupmála
milli hjóna eða setu í óskiptu búi.
Meðan leigutaki, sem á kauprétt á íbúð, stendur í skilum að sínu levti eiga uppsagnar-
ákvæði laga um húsaleigusamninga ekki við. Verði hins vegar vanefndir af hans hálfu má rifta
leigusamningi í samræmi við ákvæði laga um húsaleigusamninga.
Framkvæmdaraðili skal senda tilkynningu til leigutaka um lokafrest hans til að neyta
kaupréttar þremur mánuðum áður en sá frestur rennur út. Neyti leigutaki ekki kaupréttar
eiga ákvæði laga um húsaleigusamninga um uppsögn á leiguhúsnæði við frá þeim tíma er
fvrrnefndur frestur rann út.
Leigugjald miðast við afborganir og vexti af láni Byggingarsjóðs verkamanna og
vaxtakostnað af framlagi framkvæmdaraðila, auk almenns rekstrarkostnaðar. Leiga greiðist
með jöfnum mánaðarlegum afborgunum. Um ákvörðun húsaleigu skal kveðið nánar í
reglugerð.
Að öðru leyti gilda Iög nr. 44/1979, um húsaleigusamninga, eftir því sem við á. m.a. um
heimild framkvæmdaraðila til að rifta samningi ef íbúð er framleigð án heimildar.
Kaup á kaupleiguíbúð.
90. gr.
Tilkvnni leigutaki innan tilskilins frests, sbr. 89. gr., að hann hvggist nevta kaupréttar síns
skal gerður skriflegur kaupsamningur milli aðila, enda sé áður staðfest af hálfu Húsnæðis-
stofnunar ríkisins að leigutaki eigi lánsrétt skv. 12. gr. laga þessara.
Kaupverð íbúðar er upphaflegt kostnaðarverð hennar eða síðasta söluverð. framreiknað
samkvæmt vísitölu lánskjara. Frá því verði skal draga 1,5% fvrningu fyrir hvert ár sem liðið er
frá þeim tíma er upphaflegt kostnaðarverð eða síðasta söluverð var ákveðið. Við framreiknað
verð íbúðarinnar má bæta kostnaðarverði endurbóta sem á henni hafa verið gerðar.
Kaupverð greiðist með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, sbr. þó 8. mgr.
Við kaupin greiðir kaupandi eftirfarandi gjöld:
1. ársvexti, afborganir og verðbætur af áhvílandi lánum úr Byggingarsjóði verkamanna,
2. 10% framlagsem aflað hefur verið af hálfu framkvæmdaraðila: framlagið skal framreikn-
að skv. 101. gr.: lánstími verði allt að 15 árum,
3. vaxtakostnað af 10% framlagi; heimilt er framkvæmdaraðila að ákveða að kaupandi
greiði hærri vexti af framlagi en greiddir voru samkvæmt leigusamningi, allt að þeim
vöxtum er framkvæmdaraðili greiðir lánardrottni sínum.
Jafnframt ber kaupandi ábyrgð á öllum gjöldum af íbúðinni svo og ábyrgð á rekstri
hennar og viðhaldi samkvæmt almennum reglum.
Réttur kaupanda, sem stofnast við kaupsamning, er persónulegur réttur. Hann er ejcki
framseljanlegur og erfist ekki. Þó getur framkvæmdaraðili heimilað nafnaskipti á íbúð í
sérstökum tilfellum, svo sem við hjónaskilnað eða kaupmála milli hjóna.
Kaupverðið. sbr. 1.-3. tölul. 4. mgr.. greiðist með jöfnum mánaðarlegum greiðslum. sbr.
þó 8. mgr. Framkvæmdaraðili skal sjá um að greiða afborganir af láni Byggingarsjóðs
verkamanna þar til afsal er gefið út.
Þegar um almennar kaupleiguíbúðir er að ræða skal 20% lán úr Byggingarsjóði
verkamanna gjaldfellt og endurgreiðast framkvæmdaraðila á fimm árum.
Ef kaupandi ætlar að selja íbúðina áður en framlag til framkvæmdaraðila er greitt að fullu
skal hann gera full skil við framkvæmdaraðila um greiðslu á framlaginu.
Kaupanda er óheimilt að veðsetja kaupleiguíbúð meðan hann hefur ekki að fullu greitt
framlag framkvæmdaraðila nema að fengnu veðleyfi hans.