Foreldrablaðið


Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 7

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 7
FORELDRABLAÐIÐ 7 misjafnlega af hendi leyst eins og heim- ilin voru mörg, allt frá því að vera ágæt, og til þess að vera engin. Flestir munu nú sammála um réttmæti og þörf þess- arar breytingar, og liggja til þess ýmsar ástæður. Má m. a., í því sambandi nefna hinar gerbreyttu heimilisástæður þétt- býlisins í þorpum og bæjum, frá strjál- um og mannmörgum heimilum sveit- anna, svo sem áður var til að inna slíka kennslu af hendi. Öllum þeim, sem fylgst hafa með starfsháttum barnaskólanna hin síðari ár, hefir verið það fyllilega ljóst, að þar hefir átt sér stað nokkur breyting frá því, sem áður var. Sú breyting starfs- háttanna er fyrst og fremst fólgin í aukinni samhæfni viðfangsefna við þroska og getu nemendanna á hinum ýmsa aldri. Áður var námið meira kerf- isbundið lexíunám miðað við rnjög tak- markaðan tíma, og sjónarmið hinna fullorðnu meira ráðandi um efnisval bóka og alla framkvæmd kennslunnar heldur en geta, þroski og aldur barn- anna. Þessi breyting grundvallast á rökum hinnar tiltölulega ungu vísinda- greinar, barnasálfræðinnar. Eins og að líkindum lætur, hefir þeirra áhrifa, sem hér hefir verið minnst á, ekki sízt gætt á kennslu jafn þýðingar- mikillar námsgreinar, sem lesturinn er. Kennsluaðferðir í lestri eru margar og margvíslegar. Þið hafið vafalaust heyrt nefndar: stöfunaraðferð, hljóðaðferð og setninga eða orðaaðferð. Hvert þessara hugtaka getur í rauninni falið í sér heil- an hóp aðferða, auk þeös sem þessar meginaðferðir geta blandast, og runnið saman á hinn margvíslegasta hátt, og gera það, sérstaklega hinar tvær síðar- nefndu. Sú þessara aðferða, sem mest hefir verið notuð við skóla hér á landi, síðan skólaskyldan var færð niðuj, er hljóðaðferðin. Svo er það einnig hér á Akranesi. Þess má og geta, að hún hefir verið lögð til grundvallar í kennslu í smábarnafræðslu í Kennaraskóla ís- lands frá því farið var að kenna þá námsgrein sérstaklega þar, árið 1932. Þessi aðferð dregur nafn sitt af þvi, að leitazt er við og lögð áherzla á, að börn- in læri hljóð hvers stafs og tengi þau síðan saman í orð. Með tengingu hljóð- anna lesa börnin orðin, en stafa ekki. Með hverju orði eru sýndar töflumyndir, sem eiga að skýra það og festa í minni. Einnig eru börnin látin teikna stafina ásamt einföldum myndum hluta, dýra, blóma eða annars þess, er skýrir hljóð stafsins. Þá eru þau látin setja saman stafina með mislitum trépinnum, látin leika þá o. s. frv. Með öðrum orðum: Kennarinn leggur alla sína hugkvæmni í að gera kennsluna leikræna og laðandi. Þannig er tilgangurinn með þessari að- ferð að taka í þjónustu námsins, leik- hneigð barnanna, sjónar-, heyrnar-, þreifi- og hreyfiskyn þeirra. Annars er frá byrjun ákveðið stefnt að miklu fjölþættara námi en lestri, þó jafnan sé talað um lestrarnám eitt. Öll teikning smábarna, og í því sambandi öll meðferð lita, blýanta, pinna, skæra, pappírs, o. s. frv. er einnig markviss und- irbúningur að skriftar- og stafsetning- arnámi. Þá er börnunum einnig kennd þýðing tölueininga með teikningum og myndum. Þannig er leitast við að glæða sjálfstarf barnanna og reynt að miða námið við eðli þeirra, hugsunarhátt og áhugaviðhorf. Hér hefir verið miðað mest við fyrsta skólaárið í framansögðu, en haldið er

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.