Foreldrablaðið


Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 8

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 8
8 FORELDRABLAÐIÐ áfram og uppbyggt í sama anda og með sömu markmið fyrir augum. Þannig eru i stuttu máli kennsluhættir tilgangur, markmið og leiðir í aðalatriðum smá- barnakennslunnar hér við skólann. Hver árangur kennslunnar verður, er auðvitað býsna misjafnt, þegar á ein- einstaklingana er litið, og kemur þar margt til greina. T. d. hæfni kennar- anna, misjöfn geta og þroski barnanna, aðbúnaður, heimilisástæður, heilsufar hinna mörgu ólíku nemenda o. fl., sem ekki er rúm til að rekja hér. En nú spyrja foreldrar: Getum við enga íhlut- un haft um nám yngstu barnanna? Jú, það eigið þér að gera, hvert eftii; sinni getu, og ekki aðeins barnanna vegna, heldur og sjálfum yður til yndis og auk- ins þroska. Með niðurfærslu skólskyld- unnar er við það miðað að börnin komi ólæs í skólann. Hér hefir það verið svo hin síðari ár- in, að rúmur helmingur þeirra barna, sem inn hafa komið, hafa verið ólæs með öllu, en flest í þeim helmingi þekkt nokkra stafi, önnur flesta eða alla staf- ina. Þegar svo stendur á, að börnin eru ólæs með öllu, enda þótt þau þekki nokkra eða alla stafina, er æskilegast, að þau séu ekki látin stafa í heima- húsum fyrstu fjóra mánuðina, sem þau dvelja samfleytt í skóla. Það er vegna þess, að sé börnunum kennt á sama tíma með hljóðaðferð í skólanum, en stöf- unaraðferð heima, verður árangurinn lé- legri en ella. Þau verða hikandi, óráðin og algerlega rugluð í hinum ólíku kennsluaðferðum. En yfirleitt hefir mér reynst, að börn undir eðlilegum kring- umstæðum, sem kennt hefir verið með hljóðaðferð samfleytt í fjóra mánuði, séu orðið svo létt um að tengja, að þau stafi ekki úr því. En þrátt fyrir það geta heimilin gert ýmislegt til að létta þeim námið þetta tímabil og kem ég seinna að því. Hinum hópnum, sem eitthvað er byrj- aður að lesa, má aftur skipta í tvennt. Annars vegar eru börn, sem keypt hefir verið kennsla fyrir, innan skólaaldurs, og hafa þau þá oftast lært hjá ein- hverjum kennara skólans og er því auð- veldara að byggja ofan á þeirra nám. Hins vegar eru börn, sem kennt hefir verið að stafa í heimahúsum, og eru ýmist farin að kveða töluvert að eða jafnvel lesa. í báðum þessum tilfellum kemur hjálp heimilanna að fullum not- um þegar í stað. í því tilfelli að börnin hafa notið hljóðkennslu í 4 mánuði eða lengur er æskilegt, þegar þeim er hjálp- að heima, séu þau látin lesa orðin, en ekki sagt að stafa, og þá löng orð held- ur lesin fyrir þau. Aftur á móti þau börnin, sem farin eru að kveða tölvert að eða lesa, þegar þau koma í skólann, er rétt að láta halda áfram með sömu aðferð, og hjálpa þeim sem allra mest heima, og geta þessi börn þá orðið allt eins fljót og hin að verða læs. Annars vil ég taka það fram í þessu sambandi, að hægt er að gera lestrinum of hátt undir höfði, og vegna þess að af því getur stafað nokkur hætta, vil ég jafn- framt vara við henni. Hættan er sú, að séu mjög ung börn þvinguð til lestrar án eðlilegs sambands við hinn barns- lega hugmynda- og áhugaheim, þá verði afleiðingin ýmiskonar taugaveiklun er komi fram fyr eða síðar, stundum strax, stundum ekki fyr en á fullorðins aldri. Einnig er of algengt að smábörn, sem þvinguð eru við einhliða lestur, fyllast námsleiða, sem oft er erfitt að uppræta.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.