Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 9
FORELDRABLAÐIÐ
9
Eins og fyr er getið hefir frjáls teikn-
ing sérlega mikla þýðingu, sem undir-
búningum fyrir skriftarkennslu. Einnig
eykur hún hugmyndaauðgi og sjálfstarf
barnanna. Þegar á tveggja til fjögra ára
aldri, hafa þau yndi af og þörf fyrir að
teikna. Sjálfsagt er að leyfa þeim það.
Til þess þurfa þau að fá nægan pappír,
mjúkan blýant og helzt liti. Til sparn-
aðarauka má nota hverskyns ljósleitan
umbúða- eða blaðapappír, sem til fellur,
til þessara fyrstu listaverka.. En varast
ber að gagnrýna um of teikningar barn-
anna eða gera gys að þeim.
Til að glæða reglusemi barnanna í
starfi og leik, verður ekki of oft brýnt
fyrir börnunum að hverfa ekki frá
áhöldum sínum, blýöntum, litum, bókum
o. s. frv. á ringulreið, til annara leikja,
þegar þau eru að hætta að vinna, heldur
láti þau hvað eina á sinn stað, t. d. í
töskuna, svo að allt sé með, þegar lagt
er: „Af stað í skólann“.
Ég get ekki stillt mig um að minna á
það hér, hvílík nauðsyn það er börnun-
um að hátta snemma á kvöldin, og fá
þannig nægilegan svefn. 7—8 ára börn
þurfa að sofa minnst 11 tíma. Sé því
framfylgt er lítil hætta á að börnin
komi of seint í skólann og þrótturinn og
fjörið er nægilegt til starfs og leikja
daginn eftir.
Að síðustu vil ég segja þetta um heim-
ilin og skólann, almennt.
Það er mikið rætt, hér sem annars-
staðar, um lítinn árangur af langri
skólavist barnanna. Eru þá oft kveðnir
upp þungir dómar, en léttir skilnings.
En engum er það ljósara en kennurun-
um sjálfum, að oft er árangurinn furðu
lítill eftir langan tíma og mikið erfiði.
Astæður þessa eru margar og æði víð-
tækar. Er því miður ekki rúm til að ræða
þær frekar nú, en aðeins skal fullyrt, að
engu einu er þar um að kenna, heldur
öllum aðiljum, sem uppeldi barnanna
annast: skóla, heimilum og stjórn
fræðslumálanna.
Eins og nú hagar til eru skóli og heim-'
ili tveir heimar, sem lítið samband er á
milli. Það er því brýnt verkefni til
bráðrar úrlausnar að tengja þessa tvo
ólíku dvalarstaði barnanna saman til
nánari skilnings og samstarfs á þeirra
sameiginlega verkefni, uppeldi og
fræðslu æskunnar. Enginn getur efast
um, að áhugamál foreldra og kennara
séu ein og hin sömu, með tilliti til skóla-
vistar barnsins. Báðir aðiljar vilja
hjálpa barninu til að ná sem fyllstum
þroska, líkamlegum og siðferðilegum, á-
samt nokkurri almennri fræðslu og
leikni í undirstöðuatriðum menntunar,
er verða megi barninu tækni í lífsbar-
áttunni. Það er því aðkallandi þörf
fyrir vinsamlegt samstarf þessara að-
ilja, sem svo vandasamt og örlagaríkt
hlutverk hafa sameiginlega með hönd-
um.
Það er ósk kennaranna, að þetta blað
megi verða upphaf gagnkvæmari skiln-
ings og þeirrar vinsamlegu samvinnu.
Hálfdán Sveinsson.
Til niiimis
Skólastjóri er til viðtals hvern virkan
dag kl. 5—6 síðdegis, í barnaskólanum
alla daga nema þriðjudaga og fimmtu-
daga, en þá tvo daga vikunnar heima
á Vesturgötu 35.
Símanúmer barnaskólans er 38, en
heimasími skólastjóra er 23 B.