Foreldrablaðið - 15.12.1941, Side 10

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Side 10
10 FORELDRABLAÐIÐ Heilsuvernd skólabarna Heilsuvernd skólabarna er vitanlega aðeins einn þátturinn í heilsuvernd barna yfirleitt. En heilsuvernd þeirra er einn þátturinn í uppeldinu og að' vísu merkur þáttur. Meðal menningarþjóða er skólatíminn orðinn langur, 6—8 ár, og skólasetan löng á hverju ári, eða 7 til 9 mánuðir. Það má því segja, að allan seinni helming barnsaldursins skipti skólarnir og heimilin uppeldinu á milli sín. Það ræður af líkum, að skólaveran hefir allmikil áhrif á börnin, líka á heilsufar þeirra. Inniveran og kyrrsetan hefir út af fyrir sig talsverð áhrif á yngstu börnin, en það er þó vitanlega starfið, námið, sem einkum reynir á skólabörnin. Þau verða þá líka oft lasin og það er talað um skólakvilla. Sumt af þessu eru kvillar, sem ekki er rétt að kenna skólunum í sjálfu sér, eins og t. d. óþrifakvillar, lús og kláði, en börnin fá þá frekar í skólunum, af því að þau eru þar mörg saman og hafa náin mök hvert við annað. Sama máli gegnir um þá sjúkdóma, sem erlendis eru nefndir barnasjúkdómar, þ. e. mislinga, skarlats- sótt og kíghósta, að börn fá þá frek- ar í skólunum. Aftur eru aðrir kvillar, sem má setja beint í samband við skóla- veruna. Þessir kvillar eru: lystarleysi og framfaraleysi, blóðleysi, höfuðverkur, taugaveiklun (svonefnd ,,hjartveiki“, „nervösitet"), hryggskekkja, nærsýni. Það er þó ekki svo að skilja, að skóla- veran sé hin eina og fyrsta orsök þessara kvilla, en þar sem veilan er fyrir, styður skólaveran að því, að þeir komi fram. Það er breytingin á lifnaðarháttunum, kyrrsetur, þreyta og kapp við námið, sem stuðla að þeim, og ennfremur sums stað- ar ýmis konar óregla og skortur á hvíld og svefni. Hryggskekkja kemur fram og vex af vondum stellingum á skólabekkj- unum, og á misjöfnum sætum heima fyrir, einkum við skrift. Hún orsakast einnig af of mikilli og óheppilegri á- reynslu, og kemur einkum fram á háum og grönnum börnum, þar sem hæðar- vöxturinn er hlutfallslega - meiri en þroski beinanna og bakvöðvanna. Nær- sýni kemur ekki verulega við nám í barnaskólum, en frekar í framhaldsskól- um. Af þessu leiðir, að börnin þurfa að búa við góða heilbrigðishætti, og það eru gjörðar miklar kröfur til skólanna í þeim efnum. Húsakynni þeirra eiga að vera rúmgóð, gott loft, næg birta, þrifn- aður í lagi, hentug borð og bekkir, hæfi- legur kennslustundafjöldi á dag, leikfimi og böð. í góðum skólum er séð fyrir þessu, en auk þess er víða gengið lengra og reynt að tryggja holla næringu barn- anna og auka þeim þannig þrótt og þol. Má þar til nefna lýsisgjöf i skólum og matar- og mjólkurgjafir handa fátæk- um og svöngum börnum. En það er vitanlega ekki nóg, að gjöra kröfur til skólanna. Heimilin þurfa að vera á verði og mega ekki láta sitt eftir liggja. Það væri háskaleg villa, að varpa allri slíkri áhyggju upp á skólana. Það væri svipað því, ef heimili teldi sig, til dæmis, laust við uppeldið, þegar skólinn tæki við börnunum. Samstarf skóla og heimila þarf að vera í góðu lagi, það er nauðsyn og sjálfsögð skylda. En hvers eiga heimilin þá að gæta til heilsuvernd- ar börnunum? Þau eiga, eftir megni, að verða við hinum almennu kröfum um gott loft, næga birtu og góðan þrifnað.

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.