Foreldrablaðið


Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 11

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Qupperneq 11
FORELDRABLAÐIÐ 11 Þau eiga að reyna að varna því, að börn- in sitji samankýtt eða skökk við lestur eða skrift heima. Þau mega ekki ætla börnunum önnur aukastörf í kennslu- tímanum og sízt andlega, áreynslu eða aukanám. Þau eiga að sjá um, að börnin hafi nægilegt og hollt fæði og heppileg- an felæðnað, sem sé ekki of skjóllítill og yfirleitt miðaður við veðráttuna. Síðast en ekki sízt er það áríðandi, að börnin búi við góða reglu og hafi næga hvíld og nægan svefn. Yngri skólabörnin þurfa 11 tíma svefn, en hin eldri 10 tíma. Svefninn fyrir miðnætti er talinn holl- astur. Á morgnana eiga þau að hafa nægan tíma til að klæða sig, þvo sér, bursta tennurnar o. s. frv. Af þessu er það ljóst, að þau verða að fara í rúmið klukkan um 9 á kvöldin og öll að vera sofnuð að minnsta kosti klukkan 10. Eftir klukkan 9 á kvöldin á ekkert skólabarn að sjást úti á götu og yngri börn þá auð- vitað því síður. Að lokum skal endurtekið það veiga- mikla atriði, að samstarf heimila og skóla er ekki aðeins mikilvægt, heldur líka nauðsynlegt, bæði í þessu efni og öðrum, er varða uppeldi og þroska barn- anna. Árni Árnason. Barnabókasafnið verður opið mánu- dagana 22. des. og 29. des. kl. 1—3 e. h. ---o---- Skólabörnin eiga að mæta aftur í skólanum að loknu jólaleyfi miðviku- daginn 7. janúar, hver bekkur á þeim tíma, er stundaskrá tiltekur. Leikir Fátt er það, sem vekur sterkari kennd- ir, meðal barna og unglinga, en leikir. Þetta er ofureðlilegt, því leikhvötin er barninu í blóð borin. Hvítvoðungurinn er ekki gamall, þegar hin ófullkomna hreyfing hans og fálm, sem við köllum bjástur, verður að skap- andi afli. Sem sagt: úr ófullburða bjástr- inu, sem virðist svo mjög tilgangslaust í upphafi, verður hreyfingin markviss og ákveðin, og þá er hið leikræna komið til sögunnar. Fólk almennt, gerir sér vart fyllilega ljóst, hve geysimikla þýðingu leikurinn hefir fyrir framtíð barnsins og störf þess síðar í lífinu. í þessari stuttu grein vil ég því leitast við að stikla á hinu helzta, sem fundið hefir verið leiknum til gildis. Margt hefir verið skrifað og skrafað um leiki og gildi þeirra fyrir börn og unglinga. En segja má, að misjafnar hafi þessar skeggræður og skrif verið, eins og mennirnir, sem um þessi mál hafa fjallað. Alir hafa samt verið á eitt sáttir með það, að leikurinn hafi í sér verðmæti fólgin, barninu til handa, og sumir uppeldisfræðingar taka svo djúpt í árinni, að telja hann aðalatriðið í upp- eldinu. Þeir vilja gera námið leikkennd- ara, og telja, að með því verði vöxtur þroskans örari, sem aftur leiði af sér meiri námsafköst. Um þehnan þátt leikja mætti skrifa langt mál, en það var ekki ætlunin, heldur að spjalla um leiki almennt. Það hefir verið sagt um leikinn, að hann væri skóli náttúrunnar. Þetta er eins satt og það, að hvötin til leikja býr í brjósti alls ungviðis. Hreyfiþörfin knýr o-

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.