Foreldrablaðið - 15.12.1941, Page 16
16
FORELDRABLAÐIÐ
sín gegn mjög vægu gjaldi (1 kr. fyrir 3
mánuði).
Nú líta ef til vill einhverjir svo á, að
skólabörnum nægi lexíunámið eitt. En
hve mörg börn mundu að loknu skóla-
námi hafa lestrarlöngun, ef þau hefðu
engum bókum kynnst nema námsbókum
sínum? Og alltakmarkað hygg ég, að
hugmyndaflug þeirra væri, ef þau fengju
aldrei að kynnast æfintýrum og sögum
við sitt hæfi. Auk þess er það fullvíst,
að lestrarnám fer fyrst að verða létt og
ljúft, er börnin fara að kynnast þeim
heimi, sem birtist þeim í æfintýrunum.
Ef þau sjálf fá áhuga fyrir að lesa sér
til skemmtunar, þarf varla að kvíða því,
að þau verði ekki furðu fljótt læs. En
svo dýrar sem bækur eru nú, ætti það
að hafa allmikla þýðingu, að minnsta
kosti fyrir hin efnaminni heimili, að
börn þeirra geti án stórra fjárútláta,
haft nægilegt lesefni við sitt hæfi.
Að endingu vil ég geta þess, að ég vil
gjarnan kaupa fyrir bókasafnið eftir-
taldar bækur: Bláskjá, Gosa og Önnu-
Fíu, öll bundin. Væri mér þökk á, ef
einhver vildi selja bækur þessar, að
hann gerði mér viðvart. Fegins hendi
mundi því og verða tekið, ef einhver
sýndi safninu þann velvilja, að gefa því
notaðar barna- og unglinga-bækur.
Svava Þórleifsdóttir.
-----„Það verður á bók þess svo varlega
að skrifa,
sem veikur er fæddur og skammt á
að lifa.“
(Þorsteinn Erlingsson.)
ýA.olar
—- — „En nú eru fleiri barnakennarar
en þeir, sem í skóla ganga og ráðnir eru
til þess að lögum. Allir, sem umgangast
börn, taka þátt í uppeldi þeirra með
orðum sínum og eftirdæmi, hvort sem
þeir ætlast til þess eða ekki, hvort sem
þeir eru samvistum við þau lengur eða
skemur“.
„ Aldrei verður þú að manni, drengur
minn“, sagði gestur við sjö vetra svein,
er var að bisa við að velta steini í hús-
vegg handa sér. Sveinninn man þau orð
enn á áttræðisaldri. Þau hafa fylgt hon-
um síðan. Fyrir fleiri orð en blót og
róg eigum vér reikning að standa á
dómsdegi. í þessu efni er því hverjum
manni ærinn vandi á hendi og þörfin al-/
menn á fræðslu og hollum ráðum“.
(Sr. Magnús Helgason. Uppeldismál).
*
-----„Það er mesti misskilningur að
halda, að öll leikföng þurfi að kaupa
dýrum dómum, Á hverju heimili fellur
margt það til og komast má yfir með
hægu móti ýmislegt, sem er ágæt leik-
föng, ef höfð er hugsun á að halda þessu
til haga handa börnunum.----------Ef
hinir fullorðnu sýna barninu hugulsemi
í þessu efni, mun það ekki þurfa á ýkja-
mörgum aðkeyptum leikföngum að
halda, ef það að öðru leyti hefir góð
leikskilyrði.“
(Dr. Símon Jóh. Ágústsson. Leikföng).
Prontsmiðjan Edda, li.f.
Iloylijavík 1941