Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 5

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 5
Foreldrablaðið — DESEMBER 1942 — ÚtgefancLi: Kennarafélag Akraness Móöursjóöurinn EFTIR ÞORSTEIN BRIEM Árið 1898 missti kona ein í Norður- landi fjóra sonu sína á sama degi í sjó- inn. Síra Matthías Jochumsson þekkti konuna og sendi henni huggunarljóð. í niðurlagi kvæðisins segir svo: Vor einkabót, er auðnan snýr að baki, og allt það bregzt, er helzt vér treystum nú, er það að grípa Drottin dauðataki og deyja rótt í barnsins fögru trú. Síra Matthías var orðlagður huggari í mikilli sorg og kemur su huggunar- gáfa mjög fram í ljóðum hans. Því fremur veitum vér því eftirtekt með hverju hann huggar. Síra Matthías huggar þessa sorgbitnu móður með því að benda henni á vara- sjóð, sem hún sjálf á. Þessi sjóður er „barnsins trú“. Síra Matthías hefur oft minnt á þenn- an sjóð. — Margir munu kannast við jþetta heilræði hans: Ef þig sligar andans pín ekki er margt til ráða: Lestu litlu versin þín og láttu Drottin ráða! Skáldið á hér ekki einungis við sorg, heldur hverskonar svartsýni, efasemd- ir og freistingar. Og hér er aftur bent á sama sjóðinn: — það, sem eftir sé af „barnsins trú“. I æskuminningum sínum. fræðir síra Matthías oss um, hvernig hann sjálfur öðlaðist „barnsins trú“. Og hið sama kemur fram í ljóði hans eftir móður sína látna: Ég fann það var satt; ég fann þann yl, sem fjörutíu’ ára tímabil til fulls mér aldregi eyddi; ég fann þann neista í sinni’ og sál, er sorg og efi, stríð og tál mér aldregi alveg deyddi. Síra Matthías hafði þegar misst tvær eiginkonur sínar, er hann kvað þetta.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.