Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 13

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 13
FORELDRABLAÐIÐ 13 Trúin á landiö Ekki er enn liðin hálf öld síðan Sæ- mundur Eyjólfsson skrifaði greinar sín- ar um skógrækt á íslandi og vakti fyrst- ur manna máls á skógræktarmálinu. A þeim tírna var trú manna á það, að skógur gæti þrifist á íslandi ekki mikil, en fyrir atbeina Sæmundar fóru menn að vakna til umhugsunar um það mál. Sú reynsla, sem fengist hefur síðan, hef- ur sannað, að skógur þrífst a. m. k. víða á landinu. Síðan Hallormsstaðaskógur var friðaður (skömmu eftir aldamótin) hefur hnéhátt kjarr breytzt í 6—-7 m. háan skóg, þótt mannshöndin hafi þar ekkert aðhafst annað en það, að girða landið gripheldri girðingu. Fyrir fimm árum var flutt til landsins síka-greni að tilhlutun núverandi skógræktar- stjóra, og síðan hefur það vaxið úr Vz m. plöntum í 3ja m. há tré. Þetta er merkileg nýung sökum þess, að hér virðist vera fundið barrtré, sem nær ágætum þroska hér á landi. Allir, sem komið hafa til Akureyrar hafa veitt athygli hinum mikla trjágróðri, sem er mikill munur á leikfimi, sem for- skólabörn eru látin stunda og þeirri, sem ætluð er eldri börnum skólans. — Út í þá sálma verður ekki nánar farið hér. Það nægir aðeins að geta þess, að frá upphafi og til enda skólavistar, er- fyrsta og æðsta skylda leikfiminámsins uppeldi. Og frá markmiði góðs uppeld- is má skólaleikfimi ekki hvika. — Mikið er líka undir því komið, að prýðir bæinn. Trjárækt hófst ekki á Akureyri að ráði fyrr en um síðustu aldamót, þótt fyrsta trénu hafi verið plantað þar árið 1797. Þetta gamla tré- stendur enn í dag. í Reykjavík er all- mikill trjágróður. Trjárækt hófst þar ekki að ráði fyrr en eftir árið 1920. Þessi árangur hefur náðst sökum þess að til voru menn, sem trúðu á landið. Þessir brautryðjendur treystu því, að skógur gæti þrifist á íslandi. Fyrir skömmu var stofnað skógrækt- arfélag á Akranesi. Verkefni þess er það, að stuðla á ýmsan hátt að aukinni trjárækt og skógrækt í landi kaupstað- arins. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að koma á fót skjólgirðingum úr trjám í Garðalandi, til þess að skapa jarðrækt betri ræktunarskilyrði en áður hafa þekkst, og tryggja með því móti af- komu bæjarbúa, auk þess sem slíkar skjólgirðingar eru til mikillar prýði. Aðrir hafa orðið til þess að ryðja braut- ina og sanna, að allt þetta er hægt, og á reynslu þessara manna byggjum við.. börnin læri að skilja það strax, að leiki, leikfimi og íþróttir stunda þau til styrktar heilsu sinni, sér til gagns og. gamans, en ekki vegna sýnilegra sæmd- armerkja. Ef þau hafa þetta hugfast, munu þau brátt komast að raun um, að markmiðið, sem þau keppa að vegna sjálfra sín og vegna ættjarðarinnar, err „Heilbrigð sál í hraustum likama“. Þorgeir Ibsen.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.