Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 17

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 17
FORELDRABLAÐIÐ 17 Umhugsunarefni Eins og kunnugt er, var á fyrri tím- um bæði hér og erlendis beitt mikið strangari aga við uppeldi barna og unglinga en nú gerist. íslenzka mál- tækið: „Enginn verður óbarinn biskup“ bendir ótvírætt til þess, að sú skoðun hafi verið ríkjandi, að enginn gæti orð- ið mikill maður án þess að vera beittur ströngum aga í uppvextinufn. En víst er, að hinn strangi agi og þungu refs- ingar fyrri tíma hafa bugað margt barnið meira eða minna, enda fór svo, að þá er augu manna opnuðust fyrir þessu, þá var horfið til annara öfga: algers agaleysis. Svo langt gekk þetta, að upp risu skólar bæði fyrir börn og ungmenni, þar sem nemendurnir skyldu einir ráða, hvaða kennslustundir þeir sæktu og hvaða námsgreinar þeir legðu stund á, þótt slíkir skólar hafi aldrei starfað hér á landi. En það hygg ég ekki of mælt, þótt fullyrt sé, að fjöl- umhyggja og velvild foreldra er óend- anlega mikils virði við uppeldi barn- anna. En þekkingin er annað megin- skilyrði fyrir heilbrigðu uppeldi, og því meiri uppeldislega þekkingu, sem for- eldrarnir geta veitt sér, því meiri líkur eru til að uppeldi barna þeiira takist vel, að öðru jöfnu. Það, að ég hef hér leitast við að vekja athygli foreldra á þeirri örlagaríku ábyrgi', sem á þeim hvílir í sambandi við frumbernsku barnsins, er ekki af því, að mér séu ekki ljósar skyldur skólans og kennaranna, þegar að þeim kemur, síður en svo. En mörg íslenzk heimili hafi á síðari ára- tugum horfið að því ráði að láta börn mjög sjálfráð um flestar gjörðir sínar og þá ekki síður unglingana þegar eftir fermingu. Vildi ég með línum þessum beina athygli foreldra og annara upp- alenda að því, hvort hér sé með öllu stefnt í rétta átt. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvort uppeldi barna er aðeins eitthvað, sem kemur eins og af sjálfu sér eða eitthvað, sem margs þarf við að gæta, er nauðsynlegt að athuga takmark upp- eldisins. Svo segir dr. Símon Jóh. Agústsson í bók sinni „Þroskaleiðir“: „Uppeldið á að miða að því að gera manninn hæfan til þess að gegna sem bezt heildarhlutverki Ufsins, til þess að' nálgast sem mest þá hugsjón, er vér gerum oss um hinn fullkomna mann. En „heildarhlutverk lífsins“ telur dr. Símon öll þau hlutverk, sem maðurinn ég hef sérstaklega viljað leitast við að vekja þá foreldra til umhugsunar um þessi mál, sem í sinni sælu trú halda, að litlu börnin séu fyrst og fremst til þess að leika sér að, og ekkert geri til, þótt þeim sé komið upp á hvers kyns kenjar og keipa, því að alltaf sé hægt að venja þau af þeim, er þau eldast. Og að síðustu vil ég benda á, að hversu gíður sem skóli er, megr.ar hann lítils á við mótandi móðurhendur og huga við barnsins fyrstu spor. Hálfdán Sveinsson.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.