Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 7

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 7
FORELDRABLAÐIÐ 7 Heimili og skóli Svo segir hinn mæti maður, sr. Magn- ús Helgason, í bók sinni „Uppe]dismál“: „Uppeldi barna og unglinga er sam- eiginlegt ætlunarverk heimila og skóla. Er þar mikið undir, að góð samvinna sé þar á milli. Heimili og skóli skipta með sér verkum að nokkru leyti. Það þótti einu sinni góð og gild verkaskipt- ing milli þeirra, að skólinn annaðist Jrœðsluna, en heimilið uppeldið að öllu öðru leyti, hið líkamlega og siðferði- lega, áhrifin á hugarfar og hátterni. Þessi skipting verður þó jafnan meir í orði en á borði. Ekkert uppeldi getur átt sér stað án fræðslu, og ekki heldur fræðsla án uppeldis. Engin móðir getur siðað barn sitt og innrætt því góðar hugsanir og tilfinningar án þess að segja því eitthvað eða fræða það, og enginn kennari getur frætt börn án þess að hafa einhvern hemil á hegðun þeirra, að minnsta kosti meðan á fræðsl- unni stendur, enda lætur engin kennsla hjarta barns og hugarfar ósnortið að öllu leyti.------ — — Það er ekki lítils vert með hverju hugarþeli til skólans og kennar- nns börnin koma þangað. Venjulega ræður heimilið miklu um það. Ef kenn- arinn er hafður; fyrir grýlu og skólinn fyrir hegningarhús, þegar börnin eru löt eða óþæg, þá er ekki furða, þó að þau fari þangað kvíðin og treg, og skoði allan lærdóminn eins og „syndastraff“. En ef vel og hlýlega er um hvorttveggja talað í áheyrn barnanna, getur skóla- vistin og fræðslan þar orðið þeim keppi- kefli og tilhlökkunarefni fyrir fram. Kennari þarf, ef vel á að vera, að hafa bæði virðingu og væntumþykju barn- anna. Það er sýnu hægra fyrir hann, ef börnunum hlær hugur við honum fyrir- fram, heldur en ef hann þarf fyrst að rýma burt úr hugum þeirra hræðslu eða lítilsvirðingu, sem þau hafa inn- drukkið af fólkinu heima. Það má bæði skemma og bæta not skólavistar fyrir barni með umtali um kennara.------- — — Samvinnan er vitanlega engu síður undir kennurum komin. — — Margt getur á milli borið.-----Ef til misklíðar kemur, ríður á að jafna hana sem fyrst og ekki í viðurvist barnanna. Vanþekking, misskilningur og rangur milliburður veldur oft missætti, sem hverfur eins og dögg fyrir sólu, ef um er rætt í bróðerni og í tíma.--Kenn- ari hefur oft ýmislegt að skýra, sem for- eldrum er ekki ljóst, um margt að ráðg- ast, sem er sameiginlegur vandi, og ef til vill um eitthvað að biðja eða áminna, sem honum þykir áfátt og innan hand- ar er úr að bæta“. Vegna þess, að hér er í fáum og glögg- um orðum minnst á hið óhjákvæmilega samband milli heimila og skóla og einn- ig drepið á nokkur þau atrði, sem nauð- syn ber til að hugleiða, ef sú samvinna á vel að takast, kaus ég heldur að taka orðrétta kafla úr bók séra Magnúsar en segja hið sama með eigin orðum. Vissi ég, að hvorttveggja er, að mér er eigi eins lagin sú list, að láta hugsanir mín- ar í ljósi, enda orð og hugleiðingar því

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.