Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 16
16
FORELDRABLAÐIÐ
finnur, að það hefur tangarhald á móð-
urinni, og tilhneiging þess til að beita
valdi sínu íær byr undir báða vængi.
Þegar slík venja er sköpuð, er mjög
erfitt að uppræta hana, og þær aðgerð-
ir, sem gera þarf til þess, geta jafnvel
skaðað barnið á annan hátt. Hafi barn-
inu aldrei verið komið upp-á neitt þess-
konar, og hefði það vanizt á að sofna
undir eins og það var lagt á koddann,
án alls umstangs, mundu slík vandræði
aldrei hafa gert vart við sig. Þáð ber
því að forðast að koma barninu á, að
þiggja verðlaun fyrir það, sem því er
beinlínis nauðsynlegt.
Þetta er aðeins eitt dæmi, en ótelj-
andi önnur mætti telja, svo sem aðferð-
ir til að temja barninu hugrekki. Kveif-
arskapur getur orðið því til ógurlegs
hnekkis síðar, þegar það verður til at-
hlægis félögum sínum, og þegar það
víkur og kiknar fyrir öllum þeim erfið-
leikum, sem það verður fyrir. Sama er
að segja um, þegar þarf að venja það
á að borða þann mat, sem því er hollur
■o. s. frv. Hér mætti lengi telja.
Til þessara mála hefur nútíma sál-
fræði mikið að leggja. Þótt ekki sé hægt
að gefa óbrigðul ráð í hverju tilfelli.
Veruleikinn er svo fjölbreytilegur, að
reglur ná ekki út í hvern krók hans og'
kima. En það má gefa almennar megin-
reglur, studdar sálfræðilegum rökum,
sem geta komið að nokkru liði. Sé þeim
beitt af skilningi og lægni, -er ástæða til
að ætla, að siglt verði fram hjá mörg-
um háskasamlegum skerjum, sem orðið
hafa valdandi mörgu skipbroti. Pers-
ónleg vandræði eða illa aðlögun að
veruleikanum mætti nefna þessi sker.
Er ekki raunar eins og reynslan hafi
unarg oft hvíslað þessu að okkur, að
margt ógæfusporið, sem stigið var í
sambandi við hina ýmsu einstaklinga,
megi rekja til dekurs og oflætis hinna
fyrstu ára?
Nú get ég búist við, að ýmsir foreldr-
ar spyrji: Hvernig getum við öðlazt
frekari þekkingu á þessum málum? Því
miður verður að játa, að alltof fáar
bækur hafa komið út á íslenzku, er ver-
ið geti foreldrum til leiðbeiningar í hinu
vandasama og ábyrgðarmikla starfi
þeirra, uppeldinu, en þó vil ég benda
á nokkrar, sem vera munu flestar í
bókasafni bæjarins, og allar fáanlegar
hjá bóksölum, og ættu helzt að vera til
á hverju heimili og lesnar af öllum for-
eldrum. Bækurnar eru þessar:
Uppeldi, eftir Bertrand Russell, í ís-
lenzkri þýðingu eftir Ármann Halldórs-
son skólastjóra.
Barnasálarfræði, eftir Chorlotte Bii-
hler, í íslenzkri þýðingu eftir Ármann
Halldórsson skólastjóra.
Þroskaleiðir, eftir dr. Símon Jóh.
Ágústsson.
Leikir og leikföng, eftir sama höfund.
Frá vöggu til skóla í þýðingu eftir
sama höfund.
Boðorðin sjö, í íslenzkri þýðingu eftir
Snorra Sigfússon skólastjóra.
Uppeldismál, eftir séra Magnús
Helgason skólastjóra.
Tvö uppeldismálatímarit, Menntamál,
gefið út af Sambandi íslenzkra barna-
kennara og Heimili og skóli, gefið út
af Kennarafélagi Eyjafjarðar. Bæði
þessi tímarit mii fá hjá Svöfu Þorleifs-
dóttur skólastjóra.
Allar þessar bækur eru hinar ágæt-
ustu, hver á sínu sviði og veita mikil-
væg svör við hinum ýmsu spurningum,
sem foreldrar óska að fá svarað. Ást,