Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 18

Foreldrablaðið - 15.12.1942, Blaðsíða 18
18 FORELDRABLAÐIÐ kann að velja sér sjálfur eða örlögin leggja honum á herðar. Og þessari margþættu lífsköllun mannsins verður því aðeins náð, að honum haíi lærst „að leggja sig undir dómstól guðs og eilífð- arinnar . Ef takmark uppeldisins er svo háleitt, sem hér greinir, er það auðsætt, áð engu tali’tekur, að fullkomið sjálfræði í uppvextinum leiði að því marki. Vafalaust má rekja rætur margra þeirra meina, er nú grafa um sig í ís- lenzku þjóðlífi, til þeirrar óheillavæn- legu skoðunar, er flæddi yfir landið í byrjun þessarar aldar, að allur hinn gamli heimilisagi væri gömul og gat- slitin flík. Vafalaust er það eitt af því, sem bitur reynsla þarf að kenna oss, að hvert heimili þessa lands, bæði í dreif- býli og þéttbýli, þarf að byggja upp að nýju fastari skorður og fullkomnari uppeldisvenjur en nú gerist þ. e. strang- ari aga, ef þjóð vor á að lifa. Ekki svo að skilja, að nauðsyn beri til að grípa á ný vöndinn eða vekja upp nýjar grýl- ur og bola. Þau síðarnefndu ætti nú þegar að kveða betur niður en orðið er. En hvernig á þá að fara að því að venja börn á hlýðni, skapa aga? Engar óyggj- andi heildarreglur er þar unnt að gefa. Börn eru mjög ólík að eðlisfari og því misjafnt, hvað hverju þeirra hæfir. En nokkur meginatriði þarf þó sífellt að ' hafa í huga, eigi árangur að nást. Eitt hið fyrsta er það, að barnið sé rrijög ungt að aldri, þegar það verður þess áþreifanlega vart, að vilji þess sjálfs er ekki þau lög, sem allt annað á að lúta. Barnið er ekki gamalt, þegar nauðsyn ber til að láta það skilja, að til eru hlutir, sem það má ekki snerta. Oft get- ■ur verið erfitt að koma barninu í skiln- ing um þetta, þ. e. kenna því að hlýða í þessu efni. En því stíflyndara sem barnið er, þess meiri festu, þolinmœði og lœgni þarf að beita. Þá kemur önn- ur meginregla, sem ekki má gleymast: Uppalandinn má ekki láta stíflyndi barnsins ganga sigrandi af hólmi. Ef í eitt skipti er látið undan keipum og óþekkt barns, verðUr baráttan margr falt erfiðari og ólíklegri til sigurs. Reglusemi og fastar venjur svo sem um matmálstíma, svefn, hreinlæti o. fl. allt frá fæðingu getur haft ótrúlega mikla þýðingu í því efni að venja barn til hlýðni, því að ef oss tekst að fá börn til þess að beygja vilja sinn fyrir kröf- um veruleikans, t. d. venjum heimilis- ins, skilyrðislaust og án möglunar, höfum vér náð þeim tökum, sem nefn- ist agi. Sumarið 1935 dvaldist ég um nokk- urt skeið við lýðháskólann í Askov á Jótlandi. Þar sáust börn aldrei úti eft- ir kl. 8 á kvöldin, þótt um hásumar væri og blíðviðri lengstum. Á sunnu- dagskvöldum var jafnan mannmargt á heimili Arnfreds skólastjóra og glað- værð mikil: söngur, hljóðfærasláttur og leikir. Börn skólastjóra, telpa 12 ára og tveir drengir yngri, gengu þar um frjálsleg, prúð -og kát og tóku þátt í leikjum hinna fullorðnu. En er klukk- an sló átta-, buðu þau jafnan góða nótt og gengu til hvílu glöð og fús. Hvarf mér þá oft í huga sú ósk, að á íslenzk- um heimilum sem flestum mættu verða svo hollar venjur og traustur agi. Löggjöfum þjóðar vorrar er nú þegar ljóst, hvert stefnir með. hinu taum- lausa agaleysi. Ber hin nýjasta löggjöf um barnavernd og ungmennaeftirlit glögg merki þess, því að hún er um allt

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.